Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 33

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 33
Hann gafst ekki upp YVilliam Booth stofnandi Hjálpræðishers- ins, sagði einu sinni frá 14 ára dreng, sem með þoiinmæði og kærleika vann föður sinn fyrir Krist. Drengurinn hét Tim. Faðir hans var mik- ill drykKjumaður. Hann var óskaplega reiður yfir því, að drengurinn sótti kristilegar sam- komur. Var það aitítt, að faðirinn sló dreng- inn fyrir þetta. Aftur á móti hafði drengurinn einsett sér að gera allt sem hann gæti til þess að faðir hans vildi taka á móti Kristi, og gæti frelsazt. En eftir því, sem drengurinn lagði sig meir og meir fram í einlægni sinni, virtist faðirinn verða verri og verri. Barði hann barnið misk- unnarlaust, næstum í hvert skipti, sem hann vissi til þess, að það hefði farið á kristilega samkomu. Þar kom að litli drengurinn andvarpaði og sagði: „Ég held, að ég gefist alveg upp. Ég get ekki haldið þetta lengur út. Faðir minn verður verri og verri, og nú get ég ekki meir.“ hafa þau hjá sér. Og án þess að mæla orð, fór hann út með þeim og hjálpaði þeim að búa til hús og turna í sandkassanum. „Það kom ægilegur hvellur, þegar þeir voru að sprengja verksmiðjuna í dag,“ sagði einn af yngri bræðrum hans. „Heyrðir þú það þeg- ar þú varst hjá ömmu?" „Já, ég heyrði það.“ Hann gat ekki hindrað gleðitárin, sem nú streymdu niður kinnar hans. Ennþá var hann lifandi hjá systkinum sínum. Einhverntíma gæti hann ef til vill fundið öruggan stað og byggt sér annan kofa. S. E. J)ýddi. Maðurinn, sem hann sagði þetta við, í neyð sinni, uppörvaði hann og mælti: „Þú mátt ekki gefast upp. Guð ræður yfir þeim krafti, sem hann vill gefa þér hlutdeiid í, svo að þú þarft ekki að gefasc upp.“ „Eg get ekkert meira gert. Eg er búinn að gera það sem ég get,“ svaraði drengurinn. „Reyndu að tinna upp á einhverri lítilli kærleiksþjónustu, sem þú getur auðsýnt föður þínum. Gerðu þetta og æfðu þig í því, og haltu jafnframt áfram að biðja fyrir honum og trúa.“ Drengurinn fór að hugleiða orð mannsins. Hann lagði svo að segja huga sinn í bleyti til þess að finna upp á einhverju, sem hann gæti auðsýnt föður sínum kærleika í viðvar- andi verkum. Dag einn datt honum nokkuð í hug. Hann framkvæmdi það samdægurs. Hann fór að bursta skóna pabba síns. En þetta virtist ekki ætla að hafa nein áhrif á pabba hans. Hann aðeins renndi augum sínum á skóna, muldraði eitthvað við sjálfan sig, og setti svo skóna á sig. Meira var það ekki. Hann hélt því áfram að berja hann stöðugt, þegar hann vissi að sonur sinn hafði farið á samkomu. Og Tim hélt áfram með kærleiks- þjónustu sína við pabba sinn. Svo var það dag einn, það var raunar sunnudagur, rétt fyrir hádegið, að pabbi hans kallaði á hann: „Heyrðu, Tim, hvað meinar þú eiginlega með þessu með skóna mína? Hvers vegna gerir þú þetta?“ ,,Pabbi,“ stamaði Tim. „Mig langar svo mikið til að sýna þér, að ég elska þig, þrátt fyrir það, að þú slærð mig alltaf.“ „Hvað segir þú, elskar þú mig?“ slapp Framhald á bls. 35. 33

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.