Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 35
Og nú skal ég segja ykkur sögu af einum,
sem ruddi þungum steinum úr vegi fyrir
öðrum og var þó svo lítill sjálfur, á sama
reki og minnstu börn í barnaskóla. Ég þekkti
hann vel, hann litla Steina. Hann var ekki
nema 9 ára. Hann var hjá foreldrum sínum.
Það var margt fólk á bænuin, og allir voru
góðir við hann, mamma hans þó bezt af
öllum. Hann var líka góður við alla, en allra
vænst þótti honum um mömmu sína. Hún
hafði kennt honum að lesa. Hann var flug-
læs fyrir löngu. Hún hafði kennt honum
mörg vers og vísur. Nú gat hann lesið það
og lært sjálfur. Hann svaf í sama herbergi og
foreldrar hans. Mamma lians hafði komið til
hans á hverju kvöldi og látið hann lesa bæn-
irnar sínar. Nú gerði hann það alltaf sjálfur,
Hann gafst ekki upp
Framhald af bls. 33.
fram af vörum mannsins. „Er það, þetta, sem
þú lærir á samkomunum? Nú ætla ég með
þér á samkomu í kvöld, og ég ætla að neyða
þig til þess að biðja fyrir mér.“
Það reyndist rétt, hann fór með Tim á
samkomuna. Aftur á móti var það engin
þvingun fyrir Tim að biðja fyrir pabba sín-
um. Þegar liann sá pabba sinn ganga fram
til fyrirbænar, varð hann svo glaður, að
hann gat ekki tára bundizt, og undir tárum
bað hann fyrir pabba sínum að Guð mætti
mæta honum.
Og þetta kvöld frelsaðist faðir hans. Litli
drengurinn hafði unnið sinn mikla trúarsig-
ur, hvers ljúfa minning fylgdi honum síðan
alla ævina.
en hún kom samt, þegar hann var lagztur
útaf, kyssti hann og bað Guð að gefa honum
góða nótt.
Þarna á bænum var líka annar drengur
eldri. Hann var kallaður Keli. Hann hafði
verið tekinn af fátækum foreldrum. Hann
þótti ekki efnilegur, var illa læs og ónæmur.
Hann átti að fara að ganga til prestsins um
veturinn. Það var ekki verið neitt slæmt við
hann. Hann fékk nóg að borða, en hann hafði
líka mikið að gera, hann bar heylaupa í fjár-
hús og hesthús og gegndi þeim skepnum.
Hann var látinn lesa einu sinni á dag og hon-
um var hlýtt yfir kverið, en hann svaf í bað-
stofunni hjá einum vinnumanninum, og það
kom enginn til hans á kvöldin til þess að láta
hann lesa bænirnar sínar, né til að kenna
honum vers, né til að klappa á kollinn á hon-
um og biðja Guð að gefa honum góða nótt.
Og hann var oft ekki glaður né ánægður,
þegar hann lagðist útaf, og fólkið sagði um
hann, að hann væri heimskur og illa að sér
og mesti þumaldi.
Steini heyrði þetta og þótti slæmt. Sjálfur
fékk hann oftast hrós, og hann vorkenndi
Kela, hvað lítið var gert úr honum. Steini
var svo lítill, "að honum var engin vinna ætl-
uð, nema smávik, en hann var oft úti með
Kela og fór með honum í lambhúsin og hest-
húsin. Og hvað haldið þið, að hann hafi gert
þar? Hann hjálpaði Kela svolítið, en svo fór
hann líka að lesa fyrir hann það, sem hann
kunni, og segja honum sögur, sem hann las.
Og svo komst hann að því, að Keli kunni
ekki neitt gott eða fallegt og sárkveið fyrir
því að verða sér til skammar, þegar hann
færi að ganga í spurningarnar til prestsins.
35