Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 4
Þegar ég giftist sagði frænka mín við mig: „Anna, ef þú vilt vera hamingjusöm þá gerðu manninn þinn hamingjusaman, þjónaðu hon- um með alúð og talaðu hlýlega til hans.“ „Eg held að ég hafi hugsað um hann og hlynnt vel að honum, en ég gleymi oft að tala vingjarnleg orð til hans.“ „Hvernig getur það verið?“ „Stundum þegar liann kom þreyttur heim frá vinnu og var í þungu skapi og ég var nið- urbeygð líka, þá kom fyrir að við borðuðum væri. Þegar söngurinn hafði staðið nokkra stund og forsetaefnið sjálft sungið með, og ekki livað minnst, spurði einhver farþeg- anna hógværlega, hvers vegna hann óskaði eftir að vakningarsálmar væru sungnir í flug- vélinni. Róbert Kennedy svaraði því á þá leið, að þegar hann liefði verið barn, og þau börn- in öll heima, þá hafi Hvítasunnufjölskylda búið í sömu götu og verið nágrannar þeirra. Börnin frá báðum heimilunum léku sér sam- an. „Frá þessu góða heimili, vorum við í fjöl- skyldu okkar vön iþví að heyra þessa sálma sungna daglega, og börnin gerðu það stund- um við leiki sína, og við lærðurn sálmana og elskuðum þá. Þetta hafði viss áhrif á okkur heima. Síðan hef ég geymt hinar hlýjustu minningar um þetta góða fólk og söng þeirra. Og á vit þessara minninga geng ég oft, eink- um ef ég er þreyttur.“ Þannig fórust Róbert Kennedy orð. — Hann var kaþólskrar trúar. Eflaust hefur hann ekki órað fyrir því þarna í flugvélinni, að liann væri að biðja fólkið að syngja útfararsöng sinn. Það varð þó svo í rauninni, því að rétt á eftir varð hann -fyrir kúlu morðingjans. — Fár veit á hvaða stundu mælt er. Á. E. máltíð án þess að tala orð hvort við annað. Við fundum bæði til þess hve þetta var þreyt- andi, en það var eins og tungur okkar væru bundnar.“ „Og hvað gekk að?“ „Ég verð að kannast við að það var dramb. Hvorugt vildi tala fyrst. Ef til vill hefur það meðfram verið feimni. Það var eins og það væri svo erfitt að koma þessum orðum fram af vörum sér: „Ég elska þig.“ Kuldi komst þannig inn á milli okkar, ég held að ást okkar hvors til annars hafi verið nærri kulnuð út. Svo einu sinni við kvöldborðið spurði litla stúlkan okkar allt í einu: „Pabbi, hvers vegna segir mamma aldrei neitt þegar þú kemur heim? Hvers vegna er hún ekki glaðleg?" Þegar lnin fékk ekkert svar sagði hún við mig: „Mamma, farðu nú að hlæja, það er svo miklu meira gaman.“ Ég gat ekki stillt mig um að brosa, faðir hennar brosti líka, en tár komu einnig í ljós. Þegar ég var búin að hátta litlu stúlkuna okk- ar bað ég til Guðs að hann vildi sameina hjörtu okkar svo að við gætum orðið ham- ingjusöm aftur. Þegar ég settist við borðið með handa- vinnu mína, sagði maðurinn minn, sem sat beint á móti mér: „Anna, þú ert alltaf svo vinnusöm.“ Ég leit upp án þess að svara og kepptist því betur við vinnuna. „Anna,“ sagði hann aftur, „allir félagar mínir tala um hve hrein og þokkaleg fötin mín séu, þeir segja að ég hljóti að eiga rnynd- arlega konu. „Segja þeir það?“ spurði ég og leit upp aftur. „Já,“ svaraði hann, „og það er satt, þú ert ágætis kona.“ Svo kom hann til mín, tók mig í faðm sér 4

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.