Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 34

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 34
Engillinn hennar Maríu ,,En á sétta mánuði var Ga'oríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nazaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af cett Davíðs, en mœrin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn sé með þér! En henni varð hvert við þessi orð og tók að hugleiða hvílík þessi kveðja vœri. Og engillinn sagði við hana: Vertu óhrœdd María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði.Síðan boðaði engillinn henni fœðingu Jesú, Guðs sonar, í þennan heim (Lúk. 1, 26—35). Og svo liðu 9 mánuðir. Þá kom engillinn aftur og steig nið- • ur á jörðina, skammt utan við þorpið Betlehem, en þar gisti Maríu þessa nótt. Engillinn hennar Maríu hafði eitthvað að segja þá líka. Viljið þið heyra það? ,,Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gœttu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá, og urðu þeir hrœddir. Og Eng- illinn sagði við þá: Verið óhrceddir, því sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fceddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggj- andi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himn- eskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphceðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á (Lúk. 2, 8—14). Er þetta ekki falleg frásaga um engil Guðs, hvernig hann kemur til mannanna og birtist þeim? Fyrst kemur hann til Maríu. Síðan kom hann til fátcekra fjárhirða og bað þá að fara til Maríu og Jesú barnsins og flytja þeim kveðju sína, og öllum heiminum. María sá verndarengilinn sinn, en hefur þú séð þinn? 34

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.