Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 39
Á öðrum stað í þessu tölublaði er smásaga, sem einn lesandi Barnablaðsins sendi því. Sagan heitir Bænheyrsla, og er næsta athygl- isverð. Þegar ég las hana í próförk, minntist ég þess, að nokkrum dögum áður hafði sænskur trúboði, sem talaði hjá okkur í Fíla- delfíu, sagt frá svipuðu. Ég ætla að leyfa ykkur að lesa það í gegnum gluggann minn í dag. Trúboðinn, sem heitir Gideon Johansson, var þá drengstubbur. Systir hans og honum eldri, átti vandað og dýrt gullúr, sem unn- usti hennar hafði gefið lienni. En nú langaði litla Gideon að fá úrið lánað ofurlitla stund. Systir hans elskaði hann, og lánaði honum úrið. Hann fór úti í skóg að tína ber. En þegar hann kom heim aftur, var hann reynd- ar búinn að týna úrinu dýra. Systir hans varð alvarleg, en pabbi hans varð hreinlega vond- ur, svo að Gideon litli fór að gráta. Nú fór hann hnugginn og hryggur út í skóginn, og reyndi eins og Helga í sögunni Bænheyrsla, að þræða stíginn, sem hann gekk, en hitt var vandasamara, hann hafði farið um stórt svæði við berjatínsluna. Hann fann úrið hvergi. Nú gerði hann alveg eins og Helga. Honum varð hugsað til Guðs. Getur hann ekki hjálpað litlum dreng í svona aum- legum kringumstæðum? Hann fór að gráta, og þegar hann hafði grátið nokkra stund, kraup hann á kné og bað Guð að hjálpa sét. Og rneðan hann var að biðja, varð hann allt í einu óskiljanlega glaður, og það var alveg eins og Guð hvíslaði að honum: „Vertu ör- uggur, úrið kemur í leitirnar.“ Hann stóð upp himin lifandi og flýtti sér heim til að segja pabba sínum frá þessu: „Pabbi, úrið kemur, en ég veit ekki hvenær.“ Pabbi hans hló að honum, og fannst þetta vera að bæta gráu ofan á svart, og pabbi bætti við: „Ertu að ganga af vitinu, Gideon?“ Eftir nokkuð langan tíma, er Gideon eitt- hvað að sýsla úti á hlaðinu. Þar eru ein- hverjir fleiri með honum. Þau sjá öll að fugl kemur fljúgandi, og sezt á tröppurnar hjá fólk- inu, er var fyrir neðan tröppurnar. Þar lætur hann eitthvað detta niður á tröppuna úr nefi sínu, og flýgur síðan burt. Gideon hleypur að tröppunum og fer að athuga þetta. Það var )þá bara úrið, sem þarna var komið! Hvílík gleði fyrir barnið! Og pabbi og allir hinir á heimilinu, fylltust svo mikilli furðu og undr- un, að þeir gátu ekkert sagt. Það var bara litli drengurinn, sem hafði eitthvað að segja: „Ég vissi það, pabbi, að Guð mundi gefa mér úrið aftur, hvernig sem hann færi að því. Og nú hafið þið öll séð það, hvernig hann fór að því.“ Þannig held ég, að úrið hennar Helgu hafi ekki verið á þúfunni, áður en hún fór að biðja, því að hún var búin að leita svo vand- lega á þessu svæði, heldur hafi engill komið með það á meðan hún var að biðja og lagt það á þúfuna, svo nálægt henni, að hún mundi sjá það þar um leið og hún liti upp frá bæninni. Eigum við ekki að trúa því? Jesús sagði: „Hver sem hneykslar einn af þessum smælingjum, sem á mig trúa, betra væri honum að stór kvarnarsteinn væri hengd- ur um háls honum og honum væri sökkt í sjávardjúp“ (Matt. 18, 6). Á. E. * 39

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.