Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 25

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 25
örvandi og innblásin áhrif á æskuna. Hamid og Ayashi, sem nú voru orðnir mjög góðir vinir, voru þá vanir að bregða sér í smá ferðalög upp um fjallshlíðarnar, jafnvel allt þangað, sem aparnir áttu heima. Þeim þótti gaman að þessum hljóðandi og æpandi dýr- um, sem voru vanir að kasta grjóti í þá, ef þeir komu of nærri þeim. Sjálfir voru þeir þá vanir að hlaupa og stökkva og leika alls konar strákakúnstir, svo sem að kasta grjóti og þess háttar. Það var því ekki alltaf svo auð- velt að segja, hverjir voru apar og hverjir strákar, því að hvorirtveggja höfðu nóg af ærslapörum í frammi. Nú var þess ekki langt að bíða, að kjöt- hátíðin yrði haldin, hinn merki atburður moriska vetrarins, þar sem úði og grúði af kindum á götunum, stríðaldar og styggar skepnur, sem nærri lá að yrði að hafa í bönd- um, ef hafa átti hemil á þeim. Og á meðan þessu fór frani jörmuðu og kveinuðu bless- aðar kindurnar svo að af urðu hin mestu ólæti. Börnin voru vön að raða sér á múr- vegginn, sem lá umhverfis markaðstorgið og horfa á. Þar sátu þau og dingluðu fótunum og fannst þetta vera afskaplega gaman. Aldrei hafði nokkur maður kennt þeim, að þau ættu að vera góð við dýrin. Þess vegna fundu þau ekki til minnstu meðaumkunar, er kindurnar voru leiddar til slátrunar. Ekki kenndu þau heldur neitt í brjósti um áburðardýrin — ösnurnar sem voru pínd áfram oft og tíðum, með sárum, sem flugurnar settust á. Hin lif- andi hæns, sem voru seld í búðunum og voru geymd þannig, að þau voru hengd lif- andi upp á fótunum. Þá má ekki gleyma glor- hungruðum köttunum, er héldu sig í götu- ræsunum og enginn hugsaði neitt um. Þetta horfðu drengirnir á daglega, og þeir veittu þvi naumast athygli. Sjálfir voru þeir ekki vanir neinni blíðu, og hvers vegna skyldu þeir þá sýna öðrum miskunn? Daginn áður en stórhátíðin hófst, með glaða sólskini og nokkrum skemmtiatriðum, þar og hér, heyrðust kindur jarma. Sérhvert ríkisheimili slátraði einu lambi til eigin þarfa. En fátækari heimilin slógu sér saman um eitt lamb. Stórveizlur voru haldnar á torginu, þar sem embættismenn borgarinnar og prestar moskunnar tóku þátt í, klæddir sínum marglitu og skrautlegu klæðum. Alla vikuna var etið kindakjöt, sem matbúið var á mismunandi hátt. Að síðustu voru menn orðnir sárleiðir, jafnvel aðeins á lyktinni af kjöti. Það sem eftir var af kjöti, að veizlunni lokinni, var hengt upp og þurrkað. Beiningabörnin voru hamingjusöm þessa viku, því að þá var fólk almennt í góðu skapi, og gjafmildin mikil. Sérstakar máltíðir voru tilreiddar fyrir fátæklingana, fyrir utan vatns- bólið í stefnu til fjallsins. Þar héldu nú Hamid og Ayashi sig í góðri nálægð. Hvar sem eitthvað var á boðstólum voru þeir komnir, án þess að nokkur raunverulega tæki eftir því að þeir færðu sig frá einum stað á annan. Aldrei kom þeim í hug að beina einni hugsun að því, hvers vegna þessi hátíð væri haldin. Hið eina er vakti áhuga þeirra var, að mega heila viku eta svo mikið kjöt, sem þeir höfðu lyst á. Það kom því fyrir oftar en einu sinni, að þeir gleymdu að fara til kristni- boðans og borða kvöldmatinn þar. En er allt var um garð gengið, voru þeir sárfegnir að mega koma aftur, og kristniboð- inn var fyrir sitt leyti glöð að sjá þá á ný. Þar sátu þeir lengi umhverfis kolaeldinn og sögðu frá öllu því, sem þeir höfðu heyrt og séð yfir vikuna. Meðal annars, er þeir sögðu frá, var hvernig „ríkiskindin" hefði verið deydd. Hið dauðsærða dýr var flutt á hest- vagni til ráðhússins og hestarnir fóru á harða spretti. Ef kindin þoldi þetta ekki og dó á leiðinni, boðaði það erfiða tíma fyrir borg- arbúa. Sömuleiðis átti það að boða slæma uppskeru. En kindin dó ekki á leiðinni, sögðu drengirnir með gleðiglampa í augum. Kind- in lifði. Þar af leiðandi gátu menn vænzt góðs árferðis. Sjálfir höfðu þeir hlaupið ásamt hinum æpandi fólksfjölda, við hliðina á vagn- inum, og þeir höfðu horft á það með eigin augum, að kindin lifði þetta af. Kristniboðann hryllti við að heyra þessa frásögu. Hún spurði því strax eftir því, hvort kindin mundi ekki þjást voðalega mikið við 25

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.