Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 20
dýrið fór á eftir 'þeim. Þá mundi Jósúa allt í einu eftir því, að bjarndýr geta einnig klifrað. Því var hann nú algerlega búinn að gleyma. Nú voru góð ráð dýr. Hvað áttu þeir eiginlega til bragðs að taka? Þeir voru alls ekki betur settir hér uppi í trénu nú heldur en niðri á mörkinni. Þegar bjarndýrið því fór að klóra í börk trésins með klónum sín- um, héldu drengirnir að þeirra síðasta stund væri komin. Allur líkami Jósúa skalf að hræðslu og Villi grét hástöfum. Það hefði þá verið betra að vera kyrr á veginum, eins og móðir Jósúa hafði sagt þeim. Ef að þeir hefðu farið að ráðum hennar, hefði þetta hræðilega ekki komið fyrir. Þá hefðu þeir nú verið 'heima að leika sér í ró og næði. En hvað Jósúa skammaðist sín. Hann skildi meira en vel, að það var allt saman honum að kenna. Með óhlýðni sinni, var hann bæði búinn að stofna lífi sínu og vinar síns í hættu. Það var enginn sem gat komið þeirn til hjálp- ar í þessum hræðilegu kringumstæðum, vegna þess að það var bókstaflega enginn sem vissi hvar þeir voru staddir. Enginn nema Guð. „En hann veit það þó,“ hugsaði Jósúa. Og þegar öllu var á botninn hvolft, var hann þeirra einasta von, einmitt núna. „Við verðum að biðja Guð um hjálp,“ hvíslaði Jósúa. Villi hneigði strax ljóshærða höfuðið sitt og Jósúa bað: „Kæri, góði Guð, vaktu yfir okkur og sýndu mér einhverja leið til þess að losna við þetta hræðilega dýr. Ég skal aldrei vera óhlýðinn framar, ef þú hjálpar mér nú, amen.“ Og hann meinti einlæglega það, sem hann var að lofa. Að bæninni lokinni, fór hann alt í einu að hugsa um Davíð — sem er talað um í Biblíunni. Hann var aðeins drengur eins og hann var sjálfur, en samt gat hann deytt bæði bjarndýr og ljón. En hann hlaut þó að hafa haft eitthvert barefli. En aumingja drengirnir áttu ekki neitt vopn, þar sem þeir sátu hjálparlausir uppi í trénu. En allt í einu datt Jósúa nokkuð í hug. Þegar hann hafði verið að flýta sér að flýja fyrir birninum, hékk karfa mömmu hans alltaf kyrr á handlegg hans. „Mér dettur nokkuð í hug,“ hvíslaði hann að Villa. „Mað- ur á bæði að biðja og starfa.“ Því næst þreifaði hann fyrir sér með hend- inni niður í körfuna, þangað til hann náði í pokann, sem piparinn var í. Hann fyllti lófa sinn af pipar og kastaði öllu saman í átt- ina til bjarnsdýrsins. Það hnerraði og skók liöfuð sitt. Þegar Jósúa sá hvaða árangur þetta hafði, fyllti hann hendina í annað sinn og fór að á saina hátt og í fyrra skiptið. Björn inn hljóp þá í burtu síhnerrandi. „Ó,“ sagði Jósúa um leið og hann sá það. „Hann fer ábyggilega niður að fljótinu, til þess að fá sér vatn að drekka. Nú skulum við flýta okkur ofan og fara heim.“ Aldrei fannst þeim að þeir liafa séð jafn fagra sjón og þegar þeir sáu veginn sem lá heim á leið. Og þegar Jósúa kom að litla húsinu heima, fylltist hjarta hans af þakklæti til.Guðs, sem á svo undursamlegan hátt hafði bjargað þeim úr klóm bjarndýrsins. „Ég sé nú, hve heimskulegt það var af mér, að fyrirlíta umhyggju mömmu minnar. Guð hefur gefið okkur foreldra til þess að ann- ast okkur, og við eigum auðvitað að hlýðnast þeim. Þessu hræðilega ævintýri gleymi ég aldrei á ævi minni. Ég vona að þú gerir það ekki heldur, Villi.“ „Nei, aldrei," svaraði Villi alvarlega. „Þú ert vinur minn og ég vil líkjast þér. Mig lang- ar einnig að vera hlýðinn og góður drengur hér eftir.“ Jósúa lagði vingjarnlega hönd sína á öxl vinar síns. „Ætli það hafi ekki verið í fyrsta sinn, sem nokkur hefur barizt við bjarndýr með pipar að vopni,“ sagði hann um leið. Þeir brostu báðir við þessa tilhugsun. „En það var Guð sem kenndi mér það.“ Báðir drengirnir voru algerlega sammála um, að aldrei framar skyldu þeir ganga ranga leið. (Tekið úr Jimlor Tralls). 20

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.