Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 27
svipnum, eins og allt í einu hefði eitthvað, sem að hálfu leyti var liðið henni úr minni, vaknað og skýrzt á ný — iþví líkast sem hefði borizt henni til eyrna einhver velþekktur en þvínær gleymdur málrómur og áhrif. Hún reis upp og staulaðist af stað og fálmaði fram- fyrir sig með höndunum leidd af sinni næmu heyrn, sem stundum var næstum á borð við sjón, gekk til þess sem var að tala og nam staðar, efasöm og hikandi, að því er virtist, við hlið hans. Undir öðrum, ytri kringumstæðum, mundi Hamid hafa orðið óttasleginn, um að leynd- armál lians upplýstist og mundi hafa rekið Kinzu burt, en það var svo ljú'ft andrúmsloft þarna inni þetta kvöld, að allur ótti og van- traust varð að víkja. Kærleikurinn gleymdi öllum varúðarráðstöfunum. Hamid lagði handlegginn utanum litlu systur sína og þrýsti henni að sér, og hún hjúfraði sig í faðrn hans og lagði kollinn sinn upp að brjósti hans, enda þótt að fötin hans væru enn langt frá því að vera þurr. Kristniboðinn horfði undr- andi á þetta. Allt í einu vai'ð henni Ijóst hve íík þau voru í sjón. Fjölmörg atvik, sem hún liafði ekki hugsað um áður, komu nú upp í huga liennar. Börnin höfðu komið nokkurn veginn samtímis fram á sjónarsviðið. Hamid hafði sýnt einkennilegan áhuga á því að sjá Kinzu, þar sein hún lá og svaf, og hann var einnig vanur að veita henni athygli, þegar hann hélt að enginn tæki eftir sér, er þær voru úti á göngu. Þessu liafði hún tekið eftir. Nú rann ljós upp fyrir henni, að þau að líkindum mundu vera systkini. En jafnvel þó að hún hefði nú rétt fyrir sér í ályktun sinni. hafði það enga raunverulega þýðingu, þar sem það var varla trúlegt, að Hainid mundi ljóstra upp leyndarmáli sínu. Fyrir sitt leyti langaði hana alls ekki að láta Kinzu frá sér. Hún áleit, að það mundu vera mjög bitrar kringumstæður, er valdið hefðu því, að þess- um litlu börnum var fleygt út í heiminn á þennan hátt, og hún undraðist þá kærleiks- umhyggju, sem hefði leitt skref þeirra til hins trausta heimilis hennar. Drengirnir horfðu einnig undrandi á það sem fram fór. „Hún þekkir aftur röddina," hugsuðu þeir og litu undrandi hver á annan. En þeir vildu ekki segja upphátt hvað þeir hugsuðu, í návist kristniboðans, og brátt hvarf hugur þeina frá þessu við nýtt glas af pipar- mintutei. Þegar máltíðinni var lokið, hvatti kristni- boðinn þá til að líta við og taka vel eftir hvíta dúknum, sem hún hafði hengt upp á vegginn. Síðán slökkti hún ljósin, og í myrkr- inu kom í ljós inynd á dúknum. Drengirnir sátu og göptu af undrun og fannst þetta óskiljanlegt með öllu. A myndinni var ung kona, sem drap á dyrn- ar að gistihúsi einu. En það var ekkert rúm fyrir hana, svo að hún varð að fara leiðar sinnar. Hamid kenndi mjög í brjósti um hana. Það hafði verið nákvæmlega eins með hann, þegar hann kom til borgarinnar í fyrsta sinn. Þá hafði hann einnig óskað svo innilega eftir að fá einhvers staðar þak yfir höfuðið, en endirinn varð sá, að hann varð að leggjast til hvíldar á sorphaug. Þessi kona, fór aftur á móti inn í gripahús. Síðan birtist ný mynd á hvíta dúknum, og á henni sá maður, hvernig konan bjó um sig í byrginu rneðal dýranna, sem voru þar inni. En nú hafði nokkuð merki- legt komið fyrir. Hún var búin að fæða barn og vefja það reifum, nákvæmlega eins og mamma liafði gert við Kinzu, og lagði jiað í jötu. Kinza hafði átt trévöggu, því mundi hann eftir. Þessi kona og maður hennar voru áreiðanlega mjög fátæk og án heimilis — al- veg eins og hann sjálfur. En hvað var kristniboðinn að segja? — Hún sagði, að barnið í jötunni væri Drottinn Jesús, og að hinir kristnu héldu jjessa gjafahátíð til minningar um fæðingu hans! Drottinn Jesús hafði verið Guðs mikla gjöf, og hann hafði komið til jarðarinnar af frjálsum vilja. Hamid fannst fjárbyrgið vera mjög skugga- legt. Það var aðeins eitt lítið ljós, sem lýsti svolítið. Heima í Guðs borg, þar sem Jesús var áður, var svo bjart og fagurt. Hvers vegna fór hann þá þaðan? Já, jiað voru margar spurningar, sem kristniboðinn þurfti að svara. Hún sagði drengjunum að Jesús, sem var 27

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.