Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 35

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 35
Komið 'þið öll blessuð og sæl! • Nú hefðu þau hérna á Blaðinu ekki lotað mér að skrifa ykkur, ef þau hefðu ekki bein- línis þurft að biðja mig að gera eitthvað, sem þau vildu ekki gera sjálf. Svo slógu þau mér gullhamra og sögðu, að ég gæti kornið miklu betur orðum að því en þau. Hvað finnst ykk- ur, ég, þessi pínulitli angi! Þeim hafði sem sé fundizt þetta ofurlítið leiðinlegt. En mér finnst ekkert leiðinlegt, og það vita þau á Blaðinu. Ég er alltaf glöð og bjartsýn þó að ég sé svarthærð. Og nú kernur það! Þannig er, að margir af okkar kæru ungu vinum, fylgjast ekki nógu vel með því, hvort þeir séu skuldlausir við Barnablaðið eða Fyrsta bænheyrslan Frainhald af bls. 33. Ég settist niður og hágrét. Allt í einu minntist ég Guðs. Hann gæti örugglega hjálpað mér ef ég bæði liann vel. Ég kraup niður milli þúfnanna, sem ég stuttu áður hafði setið hjá og grátið. Ég bað Guð að hjálpa mér og sýna mér hvar úrið væri. Svona kraup ég dálitla stund. Mér er ekki ljóst af hverju ég reis ekki strax á fætur. I.oks stóð ég upp og leit í kringum mig. Sá ég þá hvar úrið lá á þúfu svona 2 metra frá mér. Ég var sannfærð um að bæn mín hefði verið heyrð og kraup á kné aftur og þakkaði Guði. Kannski finnst ykkur þessi saga ómerkileg. En fyrir mig var þetta atvik tákn þess að Guð er til. Helga Agnars. þeir skuldi fyrir mörg ár. Sko, það eru nefni- lega ekki allir, sem passa sig eins vel og liann Jón litli í Norður-ísafjarðarsýslu, sem ég minntist á í síðasta bréfi til ykkar, að beðið hefði afa sinn að borga fyrir sig. Heyrið nú, elsku vinir, þið sjáið hvort þið eruð skuldlaus, eða ef þið skuldið, þá hve mikið það er, með því að athuga áritun ykk- ar, sem stendur utan á hverju Barnablaði. Neðan við heimilisfangið stendur eittfrvað á þessa leið: — 65 — 66 — 67 — 68. Þetta þýðir, að þið eruð búin að borga jafn mörg ár og stendur á blaðinu. Ef það stendur t. d. 65 — 66, þá hafið þið borgað Barnablaðið fyrir 1965 — 66, og skuldið nú fyrir árin 1967 — 1968. Ég hef voðalega nrikið að snúast á Blaðinu, svo að þið léttuð undir með mér, ef þið vild- uð athuga hvað stendur utan á blaðinu til ykkar. Þá sjáið þið hvernig málin standa. Já, já, og svo sé ég bara í anda lítið bréf vera lagt í póst einhvers staðar úti á landi, og eftir nokkra daga fæ ég að brjóta það upp, og innan úr bréfinu veltur greiðslan fyrir Barnablaðið, á borðið fyrir framan nrig. Þá klappa ég sanran lófunum af gleði og kalla upp: „Nú hefur N. N. borgað allt. Hann er orðinn skuldlaus við blaðið! “ Þá skellihlæja þau að mér á Blaðinu og segja: „Já, var það ekki eins og við sögðum þér, að árangurinn yrði miklu betri ef þú skrifaðir börnunum en ekki við.“ Og svo segir einlrver: „Nú skulum við koma í kaffið! “ Og svo drekkum við öll kaffið. Svona gengur það hérna hjá okkur. — En nú get ég sagt ykkur nokkuð skenrmtilegt, senr þið ekki vitið, að við Jói í Keflavík erum orðin vinir! Hann skrifaði mér 35

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.