Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 42

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 42
Að biðja meðan sólin skín Það var einu sinni lítil stúlka, sem hét Tína. Hún var ákaflega hrædd við þrumur og leið henni þess vegna ævinlega illa af ótta, þegar þrumuveður kom. Móðir hennar sagði henni, að hún skyldi biðja þegar óttinn kæmi að henni. Dag einn kom hræðilegt óveður. Himinn- inn varð dimmur og svo komu þrumurnar og eldingarnar. Þegar þessi ósköp voru liðin hjá, kom Tína litla til mömmu sinnar og sagði: „Það er ekkert gagn í því að biðja í þrumu- veðri.“ Ja, þá veit ég ekkert ráð annað, nema þá það, að þú biðjir meðan sólin skín. Það tek- ur kannski óttann burtu,“ sagði mamma hennar. Litla stúlkan gerði eins og mamma hennar réði henni til, og næst þegar þrumuveður kom, þá sagði hún við mömmu sína, geisl- andi af gleði: „Að biðja meðan sólin skín, er það allra bezta ráð, sem ég hef reynt, því að nú var ég alls ekki hrædd. Ég fann ekki til hræðslu." Ef við hölduni okkur í nærveru Guðs, á hinum góðu dögum lífsins, þá munum við ekki óttast þegar dimmu dagarnir korna. Tveir brceður. Tveir bræður voru að leggja af stað til sjós, hvor á sínu skipi. Annar var guðhræddur, en hinn ekki. Á kveðjustundinni sagði sá síðarnefndi: „Hinrik, þú talar svo mikið um Guðs handleiðslu. Ef ég kæmist í það að líða skipsbrot, og annað skip kæmi og bjargaði mér, þá mundir þú kalla það náðarsamlega miskunn Guðs, en ég mundi kalla það ánægju- lega tilviljun, því að ég trúi ekki á neinn Guð.“ Svo skildu þeir. F.n nú henti það raunverulega, að skipið sem liinn guðlausi bróðir var á, fórst. í þrjá daga rak hann fram og aftur á flaki úr skipinu. En um síðir kom skip í sjónmál, sem bjargaði honum og þremur félögum hans. Þegar hann nokkru seinna sagði bróður sínum frá þessari reynslu, sagði hann: „Veiztu það, Hinrik, þegar ég lá á flakinu, hungrað- ur og kaldur, þá kom mér í hug samtal okk- ar, áður en við skildum, og ég varð að viður- kenna, að það væri ekki ánægjuleg tilviljun, að skip var sent til að bjarga okkur, heldur kærleiksríkur Guð, sem hafði hlustað á and- vörp okkar. Ég gat ekki annað en lagt mig algerlega í Guðs umsjá, þar sem hann liafði bjargað bæði sál minni og líkama. Á degi neyðarinnar komumst við að því, hvað við vorum hjálparvana, og þá snúum við okkur til Drottins. ★ Ekkert að óttast. Litill drengur gekk seint um kvöld við hlið föður síns í gegnum dimman skóg. Þeir höfðu meðferðis lítið ljósker, sem varpaði birtu sinni á stíginn fyrir framan fætur þeirra Drengurinn fór þá að tala um það við föður sinn að hann vildi snúa við, því að hann var hræddur, að ganga í gegnum myrkan skósrinn. o Faðir drengsins hughreysti hann og sagði: Þú skalt ekki óttast myrkrið, horfðu aðeir.s á stíginn fyrir framan okkur, þar lýsir ljósið upp veginn fyrir okkur. Guðs orð er lampi fóta vorra og Ijós á vegi vorum. Ef við göngum ávallt í því ljósi, þá munum við alls ekki villast, heldur örugg- lega finna leiðina heim til himins. 42

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.