Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 22
m= FJALLASKIL Fallegt er féð af fjöllunum, fannhvítt á pels og lagð. Lömbin hoppa á hjöllunum, heiðrík á œttarbragð. Kringum fjallskila-fréttirnar finnst engum dœgrin löng. Börnin bruna í réttirnar, brimar af hlátri og söng. Heilsa þau kcerkomnu kindunum, kliðmjúk í máli og hreim, fletta minninga-myndunum, marg-segja: ,,Velkomin heim!" Á. E. Hvar er þetta að finna í Biblíunni? Fyrsta dýr, sem nefnist í Biblíunni, er sauðkindin, lambið, og það síðasta er aftur lambið í merkingunni Jesús Kristur, sem Guðs lambið. Finnst ykkur það ekki íhug- unarvert? Sauðfénaðurinn var það þýðingar- mesta af öllu, sem forfeðurnir áttu. Það var gullfótur auðlegðar þeirra. Abraham, ísak og Jakob voru stórauðugir að sauðfénaði. Með þessar fallegu 'hjarðir sínar fóru þeir um landið og voru öfundaðir af mörgum. Þannig var með Filista. Þeir sáröfunduðu ísak af hans mi'klu sauðahjörtum: „Og hann (ísak) átti sauðahjarðir og nautahjarðir og margt þjónustufólk, svo að Filistar öfunduðu hann“ (1. Mós. 26, 14). Þannig gengur sauðkindin eins og rauður þráður í gegnum alla Biblíuna. Um það bil 500 sinnum er hún nefnd þar, og oftar talað um hana en nokkurt annað dýr. Einu sinni á ári var sauðféð kliþpt í ísrael. Það var jafnan talin mikil hátíð. Þannig er sagt um Nabal, hinn vellríka fjárbónda á Karmel. Á þeim degi, sem hann klippti sauði sína, gerði hann svo mikla og dýra veizlu, að hún minnti á konungsveizlu (1. Sam. 25, 8,36). Framar öllum dýrunr öðrum, var sauðkindin þýðingarmikil, sem fórnardýr. Þegar nrusteri Salómons var vígt, fórnaði konungur 120.000 sauðum í heillafórn (1. Kon. 8,63). Þá er sagt frá því að á einum degi hafi Asa kon- 22

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.