Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 8
WARREN MILLER: Hid óvœnta Hversu oft hefur þú ekki orðið undrandi? Áreiðanlega margoft, enda þótt reynsla þín hafi ekki orðið svo stórkostleg, að hún hafi komið í dagblöðunum með stórum og feit- um fyrirsögnum. Tökum til dæmis húsmóður, sem tapaði handtösku sinni með 500 krónum í. Nokkr- um dögurn síðar kom póstmaðurinn með pakka til hennar. Innan í pakkanum var hand- taskan, sem frúin hafði tapað og nú voru 1800 krónur í töskunni. Eða hugsum okkur flugstjórann, sem rak sig á húsþakið og fór í gegnum það á flug- vélinni. Á einhvern hátt komst hann ómeidd- ur út úr vélinni, og uppgötvaði, að hann var á loftinu í sínu eigin húsi. Og ennfremur, óvæntur straumbreytir sem tekur eina og hálfa klukkustund að gera við, orsakaðist af því að trommufeikari í hljóm- sveit sló trommupinnanum upp í háspennu- leiðslu. — Þetta var á slökkvistöð. Eða hugsum okkur þetta dæmi. Þekktur skurðlæknir gerir holskurð á sjúklingi og fjarlægir úr maga hans fjórar litlar madressu- fjaðrir, flöskupoka, þrjátíu og einn máhn- vírsspotta, einn bolta og fjörutíu og einn smá- stein. Mjög er það ólíklegt að venjuleg mann- eskja mæti nokkurn tíma svona reynslu. En þó er það svo, að sérhver maður getur vænzt þess að mæta alveg óvenjulegri reynslu á livaða augnabliki sem er. Hvað er það? Dauðinn! Einhverjum getur fundizt það nálgast bylt- angargjarnt hugarfar, að halda því fram að dauðinn geti komið óvænt yfir okkur. Oft er það sagt um dauðann, að hann sé annað af tvennu sem örugglega mæti manninum Það er viðurkennt sem staðreynd, að hver einasti rnaður, verði að fara af þessum heimi eftir vissan tíma. Samt er það jafnsatt, að ausinablik dauðans kemur í flestum íilvikum alveg óvænt yfir mennina. Ríki bóndinn, sem Jesús talar urn í Lúkasar 12. kafla, var áreið- anlega ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti, sem varð undrandi, er boðið kom til lians: „Á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð." Hermaður nokkur, sem var í leyfi, stóð ásamt fleirum, á lágum sjávarbakka og horfði út yfir hafið. Æðandi öldurnar æddu að landinu og brutu falda sína hvítfyssandi 20 metra fyrir neðan hann. En jafnt hann, sem félagar hans, þóttist vera alveg á öruggum stað. Svo var það, öllum að óvörum, að risa- stór alda féll að ströndinni. Óðar en nokkur vissi af, hafði lnin tekið hermanninn með sér og sogað hann niður í djúpið. Hann drukknaði. Stúdent á vesturströnd Ameríku fletti sig klæðum á baðströnd, sem hann kom á. Ná- lega 50 metrum frá landi, lagðist stór, hvítur hákarl að honum. Félagi stúdentsins, sem var rétt hjá honum, gat bjargað honum með naumindum í land. En áður en þrjár stundir voru liðnar, var stúdentinn látinn af sárum þeim, er hákarlinn veitti honum. Árás há- karlsins kom algerlega óvænt, því að hákarlar halda sig ekki í svo heitum sjó, sem þarna var. Fyrir stuttu gat að líta á forsíðu eins frétta- blaðs margar tilkynningar um fólk, sem dáið hafði skyndilega. Snekkja á Nílarfljóti hafði oltið um, alveg óvænt. Tvö hundruð manns 8

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.