Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 7
Einu sinni kom kona nokkur til Moody eftir samkomu og sagði við hann: „Það er hægt fyrir þig að tala þannig, en ef þú hefðir slíka byrði að bera sem ég hef, þá mundir þú ekki svo hæglega geta varpað henni upp á Guð.“ „Er þá byrði þín svo þung að Jesús geti ekki borið hana?“ „Nei, hún er ekki of þung fyrir hann, en ég get ekki varpað henni á hann.“ „Þá er sökin hjá þér,“ svaraði Moody. Þannig gengur það fyrir fjölda fólks. Það hefur þunga byrði að bera, en í stað þess að varpa henni upp á Jesúm, bindur það hana fastar á sitt eigið bak og stynur svo undan þunganum. Svo spurði Moody konuna hvað að henni gengi og hún svaraði: „Ég á aðeins einn son og hann er einhvers staðar að flækjast í heiminum, ég hef enga hugmynd um hvar hann er. Ef ég vissi það þá skyldi ég fara, þó að það væri til endi- rnarka jarðarinnar til að finna liann. Þú get- ur ekki skilið hve heitt ég elska liann. Ég dey af sorg ef ég finn hann ekki aftur. „Hví fer þú ekki með hann til Jesú? Það getur þú gert, hversu langt sem hann er í burstu. Segðu Jesú frá hvað þyngir hjarta þínu. Guð getur afmáð syndir hans og snúið honum til sín, og það sem meira er, þó þú sjáir hann aldrei í þessu lífi, þá getur Guð gefið þér trúarfullvissuna um það, að þú munir mæta honum á himnum.“ Svo sagði Moody henni frá konu sem bjó suður í Indíana. Sonur hennar kom til Chi- cago fyrir nokkrum árum, hann þekkti ekki Jesúm, en hann var saklaus, góður drengur. Hann hafði ekki lengi verið í borginni áður en hann leiddist á glapstigu. Nágranni for- eldra hans hitti hann af hendingu drukkinn á götunni eitt kvöld er hann kom til borg- arinnar. Þegar þessi nágranni kom heim hélt hann að það væri ekki þess vert að láta föður drengs- ins vita, en við nánari umhugsun fann hann að það var skylda hans, og litlu seinna sagði hann föðurnum frá hvernig hann hefði mætt syni hans í Chicago. Þetta var reglulegt reiðarslag fyrir föður. inn. Þegar börnin voru háttuð um kvöldið sagði hann við konu sína: „Ég fékk slæmar fréttir frá Chicago í dag.“ Móðirin. lagði strax til hliðar það sem hún var að gera og sagði: „Hvað var það?“ „Sonur okkar hefur sézt drukkinn á götun- um.“ Hvorugt þeirra gekk til svefns þá nótt, þau fóru með byrði sína til Jesú, og um morguninn sagði konan: „Ég get ekki skýrt frá hvernig það er, en Guð hefur gefið mér þá trúarvissu, að dreng- urinn okkar mun ekki deyja sem drykkju- maður.“ Viku seinna fór drengurinn frá Chicago. Hann gat ekki lýst hvernig því var varið, en það var eins og ósýnilegt afl leiddi hann heim. Hið fyrsta sem hann sagði þegar hann kom inn úr dyrunum var: „Mamma, ég kom heim til þess að fá þig til að biðja fyrir mér.“ Stuttu seinna sneri hann aftur til Chicago, sem skært skínandi ljós, hann var umbreytt- ur maður. Þér feður og mæður, sem hafið slíka byrði að bera, varpið henni upp á Guð, og hinn mikli læknir mun græða ykkar sundurkrömdu hjörtu. „Varpið allri yðar áhyggju upp á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“ 1. Pét.5,7. E. S. 7

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.