Barnablaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 17
— David, sagði afi eitt sinn og leit
snöggt á mig með leiftrandi augum, —
daginn sem þú lærir að biðja um sér-
staka hjálp, i fullri einlægni, þá hefir þú
eignast kraftinn.
Ég skyldi ekki fullkomlega, bæði
vegna þess, að ég var aðeins tólf ára og
svo hins, að ég var hálf smeykur við
hugmyndina.
— Opinberlega og einlæglega, sagði
hann. Það þýddi, að gera það svo aðrir
heyrðu. — ég bið um þetta og hitt, — það
þýddi að taka áhættuna á að bænin yrði
ekki heyrð. Það var af hendingu að ég
var upplýstur um, hvað afi átti við, það
skeði einn eftirminnilegan dag, meðan
ég var enn á æskuskeiði. Faðir minn
hafði verið mjög veikur, af illkynjaðri
meinsemd i þörmum, sem hann hafði
þjáðst af i meira en tiu ár.
Dag einn þegar ég var á leið heim úr
skólanum, sá ég sjúkrabil þjóta hjá og
þegar ég átti tvær húslengdir ófarnar
heim sá ég að billinn var heima. Og á-
lengdar heyrði ég pabba hljóða.
Hópur af fólki úr söfnuðinum, sat
sorgbitinn inn i stofu. Læknirinn vildi
ekki leyfa mér að koma að rúmi pabba
og mamma kom til min og reyndi að
hyghreysta mig.
— Deyr hann? spurði ég.
Móðir min leit i augu min og reyndi að
segja mér sannleikann: Læknirinn seg-
ir að hann lifi ekki meira en tvo klukku-
tima.
Um leið og hún hafði sagt þetta, kall-
aði pabbi á hana, grátandi röddu og hún
hljóp til hans. — Hér er ég Kenneth,
sagði hún, um leið og hún lokaði hurð-
inni á eftir sér, en samt sá ég, hvers
vegna læknirinn hafði ekki viljað leyfa
mér að koma að rúminu, — gólfið og
rúmið voru alblóðug.
Ég minntist þess hvað afi hafði sagt
mér: — að daginn sem ég lærði að biðja
opinberlega og einlægt, af öllu hjarta,
þá mundi ég öðlast kraftinn. Sem
snöggvast datt mér i hug að ganga inn i
stofuna til fólksins og segja þvi, að ég
ætlaði að biðja fyrir pabba, að honum
batnaði og hann gæti aftur komist á fæt-
ur. En ég gat það ekki. Ekki einu sinni i
þessum vandræðum gat ég látið trú
mina uppi, þar sem hún gæti verið brot-
in niður.
Og vantreystandi orðum afa mins,
flýtti ég mér eitthvað i felur, þangað
sem enginn gat séð mig. Ég fór niður i
kjallara og upp á kolabyng og þar bað
ég og reyndi að bæta það upp með rödd-
inni sem mig vantaði á trúna.
Það sem ég vissi, var, að ég bað upp-
hátt i fyrsta sinn.
Húsið okkar var hitað með lofthitun
og sverar leiðslur komu niður i kjall-
arann við hliðina á kolabyngnum, að
blásara og lágu inn i hvert herbergi i
húsinu, þar sem þær enduðu eins og lúð-
ur.
Rödd min heyrðist eftir leiðslunum
svo að sóknarnefndin heyrði ákafa rödd
mina, læknirinn heyrði hana og faðir
minn á banasænginni heyrði hana lika.
— Komið með Davið, hvislaði hann.
Ég var sóttur og það var farið með
mig inn i herbergi til pabba. Hann bað
lækninn að biða fyrir utan, eitt augna-
blik og svo bað hann mömmu að lesa
hátt úr Bibliunni, tuttugusta og annað
vers tuttugasta og fyrsta kafla Matt-
eusarguðspjalls.
Hún opnaði Bibliuna og fletti blöðun-
um þangað til hún kom að orðinu: — Og
sérhvað það, er þér beiðist i bæninni
trúaðir, munuð þér öðlast. —
Ég fann geysilega geðshræringu
17