19. júní


19. júní - 19.06.1957, Side 33

19. júní - 19.06.1957, Side 33
SIGRlÐUR THORLACIUS: FRÁ INDLANDI Erindi flutt 24. febr. 1957 d samkomu hjd Kvenfélagi Framsóknarflokksins. Góðir áheyrendur. Jón Ólafsson, Indíafari, segir í ævisögu sinni, að „Indía sé stórt og kostulegt land, sem í séu mikl- ar perlur, gimsteinar, dýrleg aldini og krydd og önnur dýrleg og kostuleg vara“. Jón Ólafsson lagði af stað til Indlands í októ- bermánuði árið 1622 og var sú ferð hvorki fljót- farin né hættulaus og ferðamátinn næsta ólíkur og þegar við hjónin fórum þá leið síðastliðið haust. Fræðirit segja, að 2500 árum fyrir Krists burð hafi verið blómleg menning í Indlandi, en ég er með afbrigðum ófróð í veraldarsögunni og treysti mér ekki til að fræða ykkur um hina löngu sögu þessa „stóra og kostulega lands“, sem Jón kallar svo. Á minu færi er aðeins að segja ykkur eitthvað frá því, sem fyrir mig bar þann mánuð, sem ég dvaldist þar, en tilefni ferðarinnar var, að maður- inn minn var sendur sem áheyrnarfulltrúi á aðal- ráðstefnu UNESCO — Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á Indlandi er kaldasti tími ársins frá því í nóv- ember þangað til í marz. Við komum til Bombay þann 4. nóvember og var þá rösklega 30 stiga hiti. Eins og að líkum lætur, henta annars konar klæðn- aður og húsakynni í því loftslagi en hér, og varð mér í fyrstu starsýnt á klæðnað fólksins. Flestir voru hvítklæddir, sumir karlmenn aðeins í lenda- klæði, aðrir í léreftsbuxum og skyrtu, sem alltaf lafði utan yfir buxurnar, en betri borgarar gengu ýmist í vesturlenzkum jakkafötum eða hinum hné- síðu frökkum og þröngu buxum, sem eru algeng- asti búningur nútíma Indverja. Konur ganga flest- ar í sarí eða öðrum þjóðbúningum, og man ég ekki eftir að ég sæi indverska konu í vesturlenzk- um búningi. Þær bera stundum ókjörin öll af skartgripum, hringi á tám og öklum og gimstein í nasavæng, auk allra tegunda skartgripa, sem við 19. JUNl þekkjum hér. En það fer eftir efnahag, hvort grip- irnir eru úr silfri eða gulli og eðalsteinum, því ennþá er mikið af perlum og gimsteinum í Ind- landi, eins og fyrir þrjú hundruð árum. I Bombay dvöldum við aðeins einn sólarhring. Var mikil gestaþröng i borginni og erfitt að fá inni, þrátt fyrir velviljaða fyrirgreiðslu flugfélags- ins. Tókum við þann kost, að slást í för með Ind- verja af ættstofni Sikha, sem var okkur samferða frá Englandi og vildi á allan hátt greiða götu okk- ar. Hann var risi að vexti, gekk með rauðan vefj- arhött, svartskeggjaður og vafði skegginu um band undir kverkinni, því rétttrúaðir Sikhar skera livorki hár sitt né skegg. Ekki mundi ég mæla með gisti- húsinu við vini mína, en lökin voru hrein og við vel skóuð, þegar stíga þurfti á gólfið. Gistihúsið var miðsvæðis í borginni og breiðar og glæsilegar götur umhverfis það, en samt lá fólk og svaf á gangstéttunum, að ég ekki tali um gras- fleti og bekki í almenningsgörðum. Meðfram veginum út að flugvellinum sáum við í fyrsta sinn þá mannabústaði, sem ekki eru ann- að en þrír veggir úr leirklíningi, en strámottur strengdar yfir og fyrir dyragættina. I flestum þess- um hreysum sást alls enginn húsbúnaður, á ein- staka stað var rúmbæli eða kassagarmur og hlóðir í dyrunum. Á einum stað sá ég grindhoraða konu í svartri dulu liggja á fjórum fótum yfir allsnöktu barni undir kofavegg, og varð mér hverft við, því þetta var í fyrsta sinn, sem slika sjón bar fyrir mig. I Delhi komum við á tvö indversk heimili. Á öðrum staðnum bjó fólk, sem hrakizt hafði frá Pakistan, þegar landinu var skipt á milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna 1947. Þetta fólk varð að skilja eftir húsbúnað sinn og aðra muni, og bjó í einu af þeim húsum, sem Indlandsstjórn byggði yfir flóttafólkið. Húsnæðið var heldur öm- 31 L

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.