19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 33

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 33
SIGRlÐUR THORLACIUS: FRÁ INDLANDI Erindi flutt 24. febr. 1957 d samkomu hjd Kvenfélagi Framsóknarflokksins. Góðir áheyrendur. Jón Ólafsson, Indíafari, segir í ævisögu sinni, að „Indía sé stórt og kostulegt land, sem í séu mikl- ar perlur, gimsteinar, dýrleg aldini og krydd og önnur dýrleg og kostuleg vara“. Jón Ólafsson lagði af stað til Indlands í októ- bermánuði árið 1622 og var sú ferð hvorki fljót- farin né hættulaus og ferðamátinn næsta ólíkur og þegar við hjónin fórum þá leið síðastliðið haust. Fræðirit segja, að 2500 árum fyrir Krists burð hafi verið blómleg menning í Indlandi, en ég er með afbrigðum ófróð í veraldarsögunni og treysti mér ekki til að fræða ykkur um hina löngu sögu þessa „stóra og kostulega lands“, sem Jón kallar svo. Á minu færi er aðeins að segja ykkur eitthvað frá því, sem fyrir mig bar þann mánuð, sem ég dvaldist þar, en tilefni ferðarinnar var, að maður- inn minn var sendur sem áheyrnarfulltrúi á aðal- ráðstefnu UNESCO — Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á Indlandi er kaldasti tími ársins frá því í nóv- ember þangað til í marz. Við komum til Bombay þann 4. nóvember og var þá rösklega 30 stiga hiti. Eins og að líkum lætur, henta annars konar klæðn- aður og húsakynni í því loftslagi en hér, og varð mér í fyrstu starsýnt á klæðnað fólksins. Flestir voru hvítklæddir, sumir karlmenn aðeins í lenda- klæði, aðrir í léreftsbuxum og skyrtu, sem alltaf lafði utan yfir buxurnar, en betri borgarar gengu ýmist í vesturlenzkum jakkafötum eða hinum hné- síðu frökkum og þröngu buxum, sem eru algeng- asti búningur nútíma Indverja. Konur ganga flest- ar í sarí eða öðrum þjóðbúningum, og man ég ekki eftir að ég sæi indverska konu í vesturlenzk- um búningi. Þær bera stundum ókjörin öll af skartgripum, hringi á tám og öklum og gimstein í nasavæng, auk allra tegunda skartgripa, sem við 19. JUNl þekkjum hér. En það fer eftir efnahag, hvort grip- irnir eru úr silfri eða gulli og eðalsteinum, því ennþá er mikið af perlum og gimsteinum í Ind- landi, eins og fyrir þrjú hundruð árum. I Bombay dvöldum við aðeins einn sólarhring. Var mikil gestaþröng i borginni og erfitt að fá inni, þrátt fyrir velviljaða fyrirgreiðslu flugfélags- ins. Tókum við þann kost, að slást í för með Ind- verja af ættstofni Sikha, sem var okkur samferða frá Englandi og vildi á allan hátt greiða götu okk- ar. Hann var risi að vexti, gekk með rauðan vefj- arhött, svartskeggjaður og vafði skegginu um band undir kverkinni, því rétttrúaðir Sikhar skera livorki hár sitt né skegg. Ekki mundi ég mæla með gisti- húsinu við vini mína, en lökin voru hrein og við vel skóuð, þegar stíga þurfti á gólfið. Gistihúsið var miðsvæðis í borginni og breiðar og glæsilegar götur umhverfis það, en samt lá fólk og svaf á gangstéttunum, að ég ekki tali um gras- fleti og bekki í almenningsgörðum. Meðfram veginum út að flugvellinum sáum við í fyrsta sinn þá mannabústaði, sem ekki eru ann- að en þrír veggir úr leirklíningi, en strámottur strengdar yfir og fyrir dyragættina. I flestum þess- um hreysum sást alls enginn húsbúnaður, á ein- staka stað var rúmbæli eða kassagarmur og hlóðir í dyrunum. Á einum stað sá ég grindhoraða konu í svartri dulu liggja á fjórum fótum yfir allsnöktu barni undir kofavegg, og varð mér hverft við, því þetta var í fyrsta sinn, sem slika sjón bar fyrir mig. I Delhi komum við á tvö indversk heimili. Á öðrum staðnum bjó fólk, sem hrakizt hafði frá Pakistan, þegar landinu var skipt á milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna 1947. Þetta fólk varð að skilja eftir húsbúnað sinn og aðra muni, og bjó í einu af þeim húsum, sem Indlandsstjórn byggði yfir flóttafólkið. Húsnæðið var heldur öm- 31 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.