19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 7
Nanna Ólafsdóttir mag. art.: íslenzkir skólar á fyrri hluta 19 Hin stórmerka upplýsingar- eða fræðslustefna 18. aldar átti trausta fylgismenn á íslandi, svo sem Skúla Magnússon, Eggert Ólafsson, Jón Eiríksson konferenzráð, Hannes Finnsson biskup, Stefán Þór- arinsson amtmann, Magnús Stephensen o. fl. Þess- ir menn voru nákunnugir menningarstraumum álfunnar þegar þeir gerðust forgöngumenn þjóðar- innar um framfarir í andlegum og hagnýtum efn- um og bættum verzlunarháttum á síðara hluta 18. aldar. Samkvæmt upplýsingarstefnu var reynsla mannsins undirstaðan og skynsemin eina leiðar- ljós hugsunarinnar. Framfarir í náttúruvísindum stuðluðu að þessu. Maðurinn var að losa sig úr viðjum kirkjulegra skýringa um sjálfan hann og veröldina. Mikið var rætt og ritað um umbætur í félagsmálum og stjórnarefnum, margir höfðu trú á upplýstu einveldi, þó að sú trú yrði skammlíf. Bændur voru leystir úr átthagafjötrum — í Dan- mörku 1788. Jarðir voru teknar undan kirkju og klaustrum og fengnar í hendur bændum — eins og gerðist hér þegar landið var gert að einu bisk- upsdæmi og jarðir biskupsstólanna seldar í aldar- lok. Þá var og refsilöggjöfin endurskoðuð og færð til mildari hátta eins og kunnast er af starfi Magn- úsar Stephensens. frumsamið efni eftir konur, og á kápusíðu mynd- ir af íslenzkum listakonum eða verkum þeirra. Er það þegar orðin falleg myndabók. 1 þetta sinn er mynd af ungum rithöfundi, og má segja, að það sé ekki vonum fyrr, jafnmikið og við Islendingar eigum að þakka .,orðsins list“. Óska ég blaðinu svo gæfu og gengis í fram- tíðinni. . aldar Breytingin í hugsunarhætti og viðhorfum til vandamála er gagnger. Ég vil nefna tvö dæmi hér- lend. Fyrst af hinu andlega sviði. Iiannes biskup Finnsson segir i formála fyrir Kvöldvökunum 1794, að hann sé ekki „svo ónærgætinn að heimta af nokkrum að lesa sífeldlega guðfræðisbækur sér til gagns, þvert á móti veit ég engan beinari veg að gera unglingum guðlegan lærdóm væmissaman og leiðan en að neyða þá til að hafa hann um hönd sí og æ“ Ó. Hannes biskup hefur tileinkað sér upp- eldiskenningar hins franska J. J. Rousseaus. Menn átta sig á breytingunni þegar rifjuð er upp húsaga- tilskipun frá miðri 18. öldinni sem kvað svo á að börn og hjú áttu sífeldlega að lypta huganum í hæðir við öll tilefni, daglangt. Þau áttu að varast heimskulegar frásagnir, hinar svokölluðu sögur, léttúðarfullar vísur og rimur, slíkt var ekki sæm- andi kristinni manneskju að hafa um hönd og var heilögum anda hryggðarefni. Hitt dæmið, af hinu veraldlega sviði, er öll barátta Skúla Magnússonar fyrir innréttingunum og gegn Islandskaupmönn- um — og síðar á tímabilinu framhaldið, hin liat- ramma sókn Stefáns amtmanns J>órarinssonar, Magnúsar Stephensens og nær allra sýslumanna landsins gegn liinum erlendu kaupmönnum og verzlunarokinu, sem náði hámarki með Almennu bænarskránni 1795. Allt er þetta í nánum tengsl- um við nýja lífsskoðun sem ruddi sér braut í álfunni. Inntak hinnar nýju lífsskoðunar var trú á mann- inn og möguleika og rétt hans til þroska. Þekking var hið æðsta lmoss og fræðslustarfsemi í þágu al- 1) Kvöld-vökurnar 1794, bls. XXI—XXII. 19. JÚNI 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.