19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 13
Sigrún Guðbrandsdóttir, kennari við barnadeild Vogaskóla. DÖNSKUKENNSLA í BARNASKOLUM „Þú byrjaðir dönskukennslu í tíu ára bekk. Hvers vegna gerðirðu það?“ „Ég fékk sæmilega læsan sjö ára bekk haustið 1964. Þess vegna gat ég byrjað fyrr á átthagafræði og öðru námsefni, sem kennt er í átta ára bekk. 1 niu ára bekk lét ég þau síðan lesa landafræði og kristin fræði, sem venjulega eru kennd í tíu ára bekk. Við þetta losnuðu tímar í tíu ára bekk, og fékk ég leyfi skólastjóra til að ráðstafa þeim að vild. Mig hafði oft langað til að reyna málakennslu með ungum börnum og þá helzt dönsku. Ræddi ég nú málið við foreldra barnanna, og leizt þeim öllum vel á að hefja dönskunám.“ „Hvernig komstu dönskunni fyrir á námsskrá?" „Eins og áður getur, hafði ég losað nokkra tima og setti dönskuna í staðinn. Við lásum fjóra tíma á viku í þrjá mánuði.“ „Hafa börnin gaman af dönskunáminu?11 „Já, það virtist mér yfirleitt. Við lásum Litlu dönskubókina eftir Ágúst Sigurðsson, en slepptum stílunum. Auk þess kenndi ég þeim danska skóla- söngva og smáleiki og reyndi að hafa kennslu- stundirnar líkari leik en þurru námi.“ „Hvernig er árangurinn eftir tveggja vetra nám?“ „Ég get nú ekki vel dæmt um árangurinn. í vetur átti ég enga tima „inni“ og varð þess vegna að setja dönskuna í frjálsa tímann og skjóta henni inn í aðrar námsgreinar. Við höfum nú lesið Litlu dönskubókina aftur, skrifað alla stílana og lesið þrjátiu og fimm kafla i kennslubók Aage Salling, Lœr at tale dansk. Sum börnin eru farin að lesa dönsku blöðin sér til gamans.“ „Danskan virðist eiga erfitt uppdráttar miðað við ensku. Hvers vegna er það?“ „Áhugi á ensku er mjög mikill hjá börnum og unglingum, og valda því efalaust hin miklu sam- skipti okkar við enskumælandi þjóðir. Sjónvarp og kvikmyndahús gera sitt til að glæða þann áhuga. Gamlir fordómar á öllu dönsku eiga sjálfsagt líka mikinn þátt i andúð barna á dönskunámi.“ „Finnst þér ekki nauðsynlegt að kenna eitt Norð- urlandamál i barnaskólum?“ „Persónulega finnst mér sjálfsagt, að hver ein- asti Tslendingur læri dönsku eða eitthvert annað Norðurlandamál, og samkvæmt minni reynslu má byrja á þeirri kennslu í barnaskóla.“ Helga Magnúsdóltir, jrh. af bls. 8: „Já, tvimælalaust, t. d. með því að segja börn- unum sögur, svo að þau læri að hlusta og taka eftir töluðu orði. Þvi meir sem foreldrar tala við börn sín, því meir auka þeir málþroska barnanna. Það eflir orðaforða þeirra, en hann er hjá mörg- um afar fáskrúðugur. Börn eiga oft og tíðum ákveðnar uppáhaldssögur eða -ævintýri, sem þau vilja heyra aftur og aftur. Hvers vegna þá ekki að leyfa þeim stundum að segja söguna eða ævin- týrið sjálfum? En foreldrarnir eiga nú að hlusta og skjóta inn orðum. Barnið þarf líka að hlusta í hópi annarra barna, og þess vegna þyrfti stund- um að segja nokkrum börnum í einu sögu. Börn þurfa að fá æfingu í að meðhöndla liti rétt og þekkja þá, yngri börnum er líka nauðsyn að föndra, til þess að þreifiskyn þeirra þroskist ásamt heyrnar- og sjónskyni.“ „Þetta hljómaði nú svo fræðilega. Mér sýnist, að foreldrum veiti ekki af að fá fræðslu um, hvað þau geta gert fyrir börn sín á hverju aldursstigi þeim til þroska.“ „Menn læra á bílinn sinn og konur á sauma- vélina. Hvers vegna fara foreldrar þá ekki í Náms- flokka Reykjavíkur í foreldrafræðslu?“ Framh. á bls. Í3. 19. JÚNl 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.