19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 37
u
en þar kenndi hún í 30 ár, og höfðu þær aldrei
skilið síðan. Þær hétu Lou Mcllvain og Alice Mock
og voru báðar góðar söngkonur. Alice Mock söng
á sinum tíma með Tito Schipa i Chicago-óperunni.
Mrs. Florence Lee Holtzman lærði hjá hinum
heimsfræga tenórsöngvara Jan de Reszké. Hann
söng í Metropolitan-óperunni með Caruso og var
af mörgum talinn mesti söngvari síns tíma. Þegar
hann lézt í París, tók Mrs. Florence við nemend-
um hans og kenndi þar, eins og áður segir, um
30 ára skeið. Á þeim árum kynntist hún mörgum
stórsöngvurum, þ. á m. Amelita Gally-Curci og
Geraldine Ferrar, sem urðu góðar vinkonur henn-
ar. Á meðan ég stundaði söngnámið, kom í „stúdí-
óið“ sænsk stúlka, sem hafði skrifað A. Gally-Curci
til að grennslast. eflir, hvort hún kenndi söng. Svar-
ið kom fljótlega, að þvi miður kenndi hún ekki
söng, en hún vissi um mjög góðan söngskóla í
Hollywood: „Mrs. Florence Lee Holtzman’s Stu-
dio“. Miss Lou Mc.Ilvain annaðist undirleikinn fyr-
ir nemendur Mrs. Florence, ók bilnum hennar og
matreiddi, var sem sagt hennar hægri hönd.
Mig langar að geta atviks, sem skeði í marz 1954.
Þá gifti sig ein söngkonan úr skólanum að nafni
Harriett Argienbright. Hún bað mig að syngja í
brúðkaupi sínu, það væri svo eftirminnilegt að fá
stúlku alla leið frá Islandi til að syngja. Ég var
nú ekki alveg samþykk þvi, eftir aðeins 6 mánaða
nám, en kennari minn sagði, að ég ætti að syngja,
hvenær sem tækifæri gæfist. Ég söng meðal ann-
ars nokkur þýzk lög, sem varð til þess, að roskinn
þýzkur maður, að nafni Johann Bruecker, kom til
mín og bauðst til að kosta mig til áframhaldandi
náms. Ég hélt, að þessi maður væri eitthvað skrit-
inn i kollinum og bað Lou að segja honum, að ég
væri gift og ætti bam. Þegar hann heyrði það,
varð hann hinn ánægðasti og sagði mér að koma
með alla fjölskylduna. Mér fannst þetta svo stór-
kostlegt boð, að það var erfitt fyrir mig að trúa því.
Við þökkuðum honum fyrir með hrærðum huga.
Hann sagðist hafa mikla ánægju af að hjálpa ungu
listafólki. Og hann gerði það sannarlega í ríkum
mæli. Það hefur komið út ævisaga hans og þar sést
glöggt, hvern mann hann hafði að geyma. Titill
hókarinnar er: Mr. John Bruecker. The man —
the inventor — the philantropist.
I júní lögðum við af stað, Florence, Lou og ég,
yfir þvera Ameríku, en þær áttu sumarbústað í
New York-ríki. Þar dvaldist ég þangað til í ágúst,
að ég fór heim til Islands. Áður hélt ég tvo sjálf-
stæða kirkju-konserta. Þegar heim kom, byrjuðum
við Weisshappel að æfa af kappi, og 7. okt. 1954
hélt ég mína fyrstu söngskemmtun i Gamla Bíói,
5. nóv. á ísafirði og 17. nóv. á Akureyri. I janúar
1955 hélt ég aftur vestur um haf og þá með eigin-
manninn með mér. Ég söng mikið fyrir ýms félags-
samtök og í kirkjum. Eitt sinn fékk kennari minn
bréf frá „Hollywood Bowl Association“, þar sem
henni var tilkynnt, að ungu og efnilegu tónlistar-
fólki í Los Angeles yrði gefinn kostur á að halda
hljómleika og jafnframt veitt sérstök viðurkenning
fyrir. Þetta var fjórða „Hollywood Bowl Award
Program“-tónlistarhátíðin, og fór hún fram með
mikilli viðhöfn sumarið 1955. Þessi mikli heiður
féll í minn hlut og fékk ég heiðursskjal og verð-
launapening ásamt tveim aðgöngumiðum að hljóm-
leikiim „Hollywood Bov\d Simphonies under the
stars“. Áður en ég fór frá Los Angeles hélt ég kon-
sert með píanista á vegum „California Artists“, til
ágóða fyrir ungt tónlistarfólk.
Á leiðinni til New York hélt ég konserta fyrir
Vestur-Islendinga í Seattle, Bellingham, Vancou-
ver, Winnipeg, Mountain og Brooking, S.-Dak.
Ennfremur í Blaine, Höfn og Mountain fyrir bless-
að gamla fólkið.
Mín fyrstu óperuhlutverk voru Papagena í
Töfraflautunni eftir Mozart og Ottillia í Sumar i
Tyrol undir stjórn hins mikilhæfa og dáða tón-
listarmanns Dr. Victors Urbancic. Á Norrænu
Tónlistarhátíðinni í Reykjavik 1967 söng ég þrjú
sönglög eftir Fjölni Stefánsson tónskáld (samin
skv. tólftóna kerfi). Af æðri tónlist hef ég sung-
ið sóló í Sálumessu Brahrns, Magnificat eftir Bach
og Messias eftir Handel undir stjórn Dr. Róberts
A. Ottóssonar. Veturinn 1967—68 söng ég hlut-
verk Adinu i Ástardrykknum eftir Donizetti, sem
fluttur var i Tjarnarbæ, undir stjórn Ragnars
Björnssonar, á vegum hins nýstofnaða félagsskap-
ar, „Óperan“. Er óskandi, að sá vísir verði að veg-
legri stofnun, íslenzku tónlistarlífi til eflingar og
þroska.
Hanna Bjarnadóttir.
Leiftrétting.
19. júní 1917—1967. 1 grein minni um 19.
júní 1967, tel ég, að blað Ingu Láru Lárusdóttur,
„19. júní“, hafi hætt útkomu sinni um áramót
1925, en það mun liafa verið á árinu 1929.
P. J.
19. JÚNl
35