19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 16
Rósa Geslsdóttir B.A.,
kennari viö Verzlunarskóla Islands.
HANDLEIÐSLA
Umræður um kennslumál hafa verið geysimikl-
ar hér á landi að undanförnu í blöðum, útvarpi,
á sérstökum ráðstefnum og manna á meðal. Nefnd-
ir hafa rannsakað þessi mál og álits fjölmargra
verið leitað, margreyndra skólamanna, kennara og
nemendanna sjálfra. Skoðanir hafa verið mjög
skiptar hæði um námsefni og kennsluhætti á öll-
um skólastigum, — sumir vilja gerbylta rikjandi
ástandi, nokkrir viljað ríghalda í það gamla af ótta
við, að nýjungarnar gæfu verri raun, og enn aðrir
telja, að hægfara þróun sé og verði heillavænleg-
ust í skólamálum.
Viðtæk rannsókn á skólakerfinu stendur yfir,
falin hámenntuðum mönnum, og nemendur fjöl-
mennra skóla gera samþykktir um ýmsar breyt-
ingar á námsefni og kennsluháttum.
Það liggur því við, að verið sé að bera í bakka-
fullan lækinn að ætla að ræða hér stuttlega um
þetta víðtæka efni, en í annan stað hljóta þessi
mál að vera stöðugt umræðuefni, því að þau eru
allra mál, nemenda, kennara, foreldra, — alþjóðar.
Reynsla mín sem skólakennari er mjög stutt.
Hins vegar hef ég um langt skeið gegnt prófdóm-
arastörfum og sinnt heimakennslu, m. a. aðstoðað
skólanemendur við próflestur (einkum í tungu-
málum), svo að sumt námsefni skólanna hefur
lengi verið mér kunnugt. Ég hef þá einnig kynnzt
allnáið fjölmörgum skólanemendum á ýmsum
skólastigum, sem sumir hverjir höfðu dregizt aftur
úr i einstöku námsgreinum, og ég veit þess vegna
vel, hve alvarlegt það er fyrir nemendur, ef mikil
brögð eru að slíku.
Ég hef því fallizt á að leitast við að svara nokkr-
um spurningum um málakennslu, sem fyrir mig
hafa verið lagðar.
Hvernig skýriS þér markrniÖ tungumálakennslu?
Það má segja að það sé fjórþætt, — aff kenna
nemendum aÖ heyra og skilja laláS mál, áS skilja
þaS. sem þeir lesa, aS tala máliS sjálfir og skrifa
þaS. 1 stuttu máli — aS skilja taláS og ritáS mál
og tala og rita máiliS sjálfir. Það er því fernt, sem
þarf að æfa, aS hlusta, lesa, tala og skrifa. Mark-
mið málakennarans almennt er þess vegna að
byggja upp traustan orðaforða, kenna málfræði-
atriði og setningaform, og láta nemendur æfa þessi
form, helzt þaulæfa, í mæltu og rituðu máli, því
að nauðsynlegt er, að venja skapist, til þess að mál
verði manni eiginlegt.
Margvíslegar aðferðir eru svo hafðar við að ná
tökum á hinni erlendu tungu, og hafa miklar breyt-
ingar orðið í námi og kennslu viða um heim á
siðari tímum. Nútímamálvísindi hafa leitt af sér
nýjar kennsluaðferðir og ný kennslutæki verið
fundin upp. En margt er þó enn á tilraunastigi
í þessum efnum, enda er málanám flókið fyrir-
bæri og erfitt að benda á eina leið, sem sé öllum
öðrum betri og leysi þar með allan vanda í mála-
kennslu.
Orðbeygingar- og þýðingaraðferðir eru enn
ríkjandi viða í skólum hér á landi, og nokkuð er
gert að láta nemendur skrifa niður eftir upplestri
(dictation) og einstök orð og ýmis atriði skýrð á
hinni erlendu tungu. Með þessu æfist þrennt, að
hlusta, lesa og skrifa, en víða fer lítið fyrir lifandi
málsiðkun, enda óhægt um vik vegna stærðar
bekkjarins, og kem ég dálítið að því síðar.
Hver eru helztu vandamál tungumálakennara
á hærri skólastigum?
Þvi er að mínum dómi fljótsvarað, og nefni ég
þá ólika kunnáttu nemenda í sama bekk, sem mér
þykir langerfiðust viðfangs. Einnig þykir mér
stærð bekkjarins, sem venjulega mun vera allt að
30 nemendur, að ýmsu leyti óhentug.
Enska er sú tunga erlend, sem mest áherzla er
lögð á í verzlunar- og menntaskólum, enda er hún
það alheimsmál, sem er lykill að bókmenntum
14
19. JÚNl