19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 18
Áslnug Friðriksdóttir, frh. af bls. 9:
„Notar ]dú efni úr lesfögum svo sem úr sögu
eða landafræði í sýningarnar?“
„Já, stundum. Sérstaklega hef ég haft ánægju
af atriðum úr Islandssögunni og dýrafræði. Mér
kemur í hug þáttur, sem ellefu ára böm sömdu úr
Gunnlaugs sögu ormstungu fyrir nokkrum árum.
Inn í hann fléttaðist meðal annars samtal þeirra
systkina, Þorgerðar í Hjarðarholti og Þorsteins á
Borg, þegar Þorgerður kynnti „Helgu hina fögru“
fyrir föður sínum. Þessi þáttur tókst mjög vel. Við
áttum ekkert brúðuleikhús þá, en börnin stóðu
bak við skáp i skólastofunni og teygðu brúðurnar
upp fyrir brúnina á skápnum. Allar brúður bjuggu
börnin til. Hausarnir voru úr úrblásnum eggjum,
sárabindum og lími, andlit máluð með vatnslitum
og garn notað í hár.
Stundum notum við venjuleg barnaleikföng og
gerum þau að leikendum. Hesturinn og kýrin tala
saman og fræða hvort annað um veröldina og sig.
Það fer auðvitað eftir aldri og þroska barnanna,
hve ýtarlega farið er í námsefnið, en þegar þau
hafa getu til, þá læt ég þau sjálf sækja sér í bæk-
ur það efni, sem þau ætla til kynningar í brúðu-
leikhúsinu.
I vetur kenni ég átta ára bömum. Þau kynnt-
ust brúðum strax síðastliðinn vetur. Ég reyni að
vekja hjá þessum börnum áhuga og gleði á nám-
inu, og ég tel brúðurnar vera mér hjálplegar við
það, því að það eru þær, sem setja ævintýrablæ
á námið.
Við þurfum ekki alltaf merkilegar brúður. Við
getum tekið smádæmi: Við skerum út andlit á app-
elsínu og kartöflu, setjum ef til vill smáa kuðunga,
þar sem augun eiga að vera, og litum munninn
rauðan, í augun á kartöflunni getum við látið hausa
af svörtum títuprjónum og litum síðan hennar
munn einnig rauðan. Nú borum við göt neðan á
þær mátuleg fyrir litla fingur. Síðan klippum við
út hatta á báðar og prentum nöfnin þeirra á hatt-
ana. Meira þarf ekki til. Tveir leikendur eru full-
skapaðir, og þú ættir bara að heyra samtalið, sem
fer fram á milli þessara tveggja ávaxta.“
„Getur þetta kennsluform komið í stað „ömmu-
sögunnar“?“
„Góða gamla amman, sem kunni ósköpin öll af
sögum og haíði yndi af að láta huga barnsins
fljúga á vængjum ævintýranna, er horfin af sjón-
arsviðinu. Amman, sem kom í hennar stað, er
ung, hún hefur sín eigin áhugamál, kann fá ævin-
týri og hefur þokað hinu skapandi ímyndunarafli
til hliðar. Ég held, að ekkert geti komið í staðinn
fyrir gömlu ömmurnar og sögurnar þeirra, en
brúðuleikhúsin geta orðið uppbót, ef vel er á
haldið.“
„Hvert myndir þú telja, að væri uppeldislegt og
kennslufræðilegt gildi brúðuleikhúsa?“
„Ég tel, að gildi þeirra sé margháttað. Þau stuðla
að aukinni samvinnu barnanna, bæta málþroska,
örva börnin til frjálslegrar tjáningar, meira að
segja feimnustu börnum vex hugrekki til þess að
segja nokkur orð, þegar brúðan er orðin samstarfs-
maður þeirra. Sálfræðingar hafa tekið brúðuleik-
húsið í þjónustu sína, og meðal annars er það not-
að til lækninga á stami. Ég er ekki í vafa um, að
ná megi meiri árangri í námi með hjálp brúð-
anna, ekki sízt hvað seinfærum börnum viðvíkur.
Og það, sem er hvað mikilvægast að mínu áliti,
er, að brúðuleikhúsið þroskar og gleður ímyndun-
araflið.
Ég ætti ef til vill að taka það fram, að margar
bækur hafa verið skrifaðar um brúðuleikhús bæði
sem listgrein og náms- og skemmtitæki. Ég þekki
enga íslenzka bók um brúðuleikhús, en bók, sem
er vinsæl á Norðurlöndum, er eftir hjónin Jane
og Agnar Mykle, Dukketeater.“
Ása Jónsdóltir, frh. af bls. 10:
finna fljótt ákveðin atriði í kennslubók, draga sam-
an efni o. fl. Þá þarf barnið að fá æfingu í að koma
fram fyrir bekkinn og tjá sig munnlega og síðan
skriflega. Hafi barnið fengið slíka þjálfun í byrjun
náms, verður auðveldara fyrir það að ná verulega
góðum árangri með frjálsri vinnuaðferð, þegar
lengra líður á landafræðinámið og átthagafræði
sleppir.
Við frjálsa vinnuaðferð skipuleggur kennari
námsefnið og flokkar í einstök verkefni. Kennar-
inn reynir að vekja áhuga barnanna á námsefn-
inu og gefa þeim heildarmynd af því og beitir til
þess ýmsum aðferðum, sem tiltækar eru hverju
sinni. Má þar nefna námsheimsókn, kvikmyndir,
skuggamyndir, spjall og umræður um viðfangsefn-
ið og fleira af því tagi. Þegar því er lokið, er nem-
endum skipt í hópa, misstóra eftir gerð verkefna.
Við röðun barna í hópana reynir kennarinn að sjá
-0
<1
16
19. JtJNl