19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 10
SKGLALEIKSKÓLI
Helga Magnúsdóttir,
œfingakennari við Kennaraskóla Islands
og kennari við Skóla Isaks Jónssonar.
„Þú vildir sjálfsagt breyta mörgu í íslenzkum
skólamálum í dag. En hvað liggur þér mest á
hjarta?“
„Það, sem mér liggur mest á hjarta, varðar laga-
hreytingu. Mig langar til, að sex ára hörn verði
gerð skólaskyld og tekin inn í barnaskólana.“
„Og hvaða ástæður vildir þú færa fyrir þeirri
skoðun þinni?“
„Þá, að sex ára hörn þurfa á uppeldisfræðileg-
um vinnubrögðum að halda, en þjóðfélagið sér
þeim ekki fyrir neinu sliku. Leikskólinn tekur
böi-nin fram til fimm ára aldurs og vísar þeim
þá frá. 1 leikskólanum njóta bömin handleiðslu
fóstranna, sem vinna bæði gott og þarft starf.
Barnaskólinn tekur ekki við þeim, fyrr en þau
eru sjö ára, þá kemur skólaskyldan til skjalanna.
Þar er þess vegna eyða. En ég tel, að börn, sem
em sex ára, séu mörg það vel þroskuð, að það
megi hefja markviss vinnubrögð með þeim, og þau,
sem ekki virðast hafa námsþroska, þurfi að fá hand-
leiðslu færra manna, þar sem hlúð sé að þeim með
ákveðnum þroskandi vinnubrögðum og öðm því,
sem eflir, flýtir fyrir eða ýtir undir námsþroska
þeirra ,svo að þau verði fær um að hefja mark-
visst skólanám. Ég mundi telja, að það væri skóla-
leikskólinn með þeim kennslukröftum, sem hann
NÝJUNGAR í
I nngangur.
Þar sem skólamál hafa mikið verið á dagskrá
að undanförnu, ákvað ritnefnd „19. júní“ að fá
nokkra kennara til að segja frá nýjungum í skóla-
málum.
hefur á að skipa, sem mundi sinna þessum hópi
sex ára nemenda og þeirra þörf.“
„Skólaleikskóli, hvað áttu við með því?“
„Skólaleikskólinn, sem ég nefni svo, er deild,
þar sem sérmenntuð fóstra vinnur með uppeldis-
fræðilegum vinnubrögðum með þeim börnum sex
ára árgangsins, sem í fyrstu virðast ekki aðlagast
námi og vinnubrögðum í hinum almennu sex ára
deildum. Skólaleikskólinn er á ábyrgð almenna
barnaskólans, og fóstran starfar undir eftirliti
skólastjóra viðkomandi barnaskóla og i samráði
og samvinnu við hann.“
„Fyrst þegar ég heyrði, að ráðið til að koma í
veg fyrir ótímabæra og skaðlega lestrarkennslu
væri að færa skólakennsluna niður í sex ára, verk-
aði það á mig eins og þverstæða.“
„Nei, það er ekki. Vegna þess að þau börn, sem
eru minna þroskuð, fá fræðslu við sitt hæfi, og
þau, sein eru betur þroskuð, fá markvissa lestrar-
kennslu. Byrjendakennarinn ætti að vera kunnug-
astur þvi, hvað bezt hæfði hverju barni, og vita
bezt, hvenær tíinabært væri að hefja lestrar-
kennsluna.“
„Þú talar um, að skólinn, það er að segja þjóð-
félagið, þurfi að leysa vandamál sex ára barna.
En hvað um heimilin?11
„Mín reynsla er sú, að foreldrar hafa áhuga á,
að börn þeirra læri að lesa, en heimilin hafa í
dag ekki ástæður til að kenna börnum lestur. Ligg-
ur þess vegna í augum uppi, að sú kennsla fari
fram innan veggja skólans og sé unnin af kenn-
urum.“
„Þótt heimilin geti nú ekki séð um lestrar-
kennslu, er sjálfsagt margt, sem þau geta gert til
að stuðla að skólaþroska bama sinna?“
Framh. á bls. 11.
19. JONl
a