19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 15
Elín Ólafsdóttir B.Sc
kennari vi'S Mennlaskólann viS Hamrahlíð.
MEIRI RAUNVÍSINDI Í BARNASKÚLUM
„Er aðstaða góð til efna- og eðlisfræðikennslu
i menntaskólanum við Hamrahlíð?“
„Já, kennarar eru tiltölulega frjálsir í fram-
setningu sinni á námsefninu, töluvert er af
kennslutækjum og það, sem ég tel hvað mikilvæg-
ast, er aðstaðan til verklegrar kennslu.“
„Hvernig fer kennslan fram?“
„Hin hefðbundna yfirheyrsla hefur að mestu
verið lögð niður. Kennslan fer fram ýmist í .fyrir-
lestrum eða umræðum milli kennara og bekkjar-
ins eða milli kennara og eins eða fleiri nemenda
í bekknum. Auk þess er æskilegt, að töluverðum
tíma sé varið í verklegar æfingar hæði til að þjálfa
nemendur í ákveðnum vinnubrögðum og eins til
að fá þá til að álykta út frá athugunum og upp-
götvunum, sem þeir gera sjálfir.“
„Finnast þér nemendur hafa næga undirstöðu-
þekkingu?“
„Landsprófsmenntunin veitir nemendum aðeins
takmarkaða undirstöðuþekkingu í efna- og eðlis-
fræði. 1 sumum skólum er kennd eðlisfræði einn
vetur undir landspróf, en í öðrum hafa góðir nem-
endur þó fengið tveggja vetra tilsögn (í öðrum og
þriðja bekk gagnfræðaskólanna).“
„Hve snemma ætti að byrja á eðlis- og efna-
fræðikennslu?“
„Ég tel æskilegt að kynna svolitla efna- og eðl-
isfræði fyrir nemendum þegar á barnaskólastigi.
Almenn náttúrufræði er kennd síðustu þrjú ár
barnaskólanna, og er ekkert því til fyrirstöðu að
flétta jarðfræði, efna- og eðlisfræði inn í náttúru-
fræðikennsluna síðustu tvö árin.“
„Hvaða kostir væru því samfara?“
„Barnaskólakennslan yrði nokkurs konar inn-
gangur að gagnfræðaskólakennslunni. Forvitni og
athafnasemi barnanna væri þá beint inn á braut
almennra raungreina."
„Hvað ætti þá að kenna á unglingastiginu?“
„Á unglingastiginu hæfist síðan skipuleg kennsla
i efna- og eðlisfræði jafnhliða dýra-, grasa- og jarð-
fræði. Og hér er mjög mikilvægt, að unglingar
fái að kynnast vísindalegum vinnubrögðum, það
er að segja, að kennslan fari fram með hliðsjón af
verklegum æfingum.“
„Hve mikið er nauðsynlegt, að allir læri í eðlis-
cg efnafræði?“
„Þegar velmegun þjóða grundvallast mest á
framgangi tækni og vísinda, tel ég, að allur þorri
almennings eigi að vita einhver deili á eðli raun-
vísinda, en auk þess þjálfar verkleg kennsla fólk
i hagnýtum vinnubrögðum.
Á menntaskólastiginu tel ég einnig nauðsynlegt
að kenna öllum nokkuð í stærðfræði og almennum
raungreinum, og mætti það ef til vill verða til að
brúa hið ískyggilega bil, sem myndazt hefur á
milli raunvísinda og hugvísinda í heiminum nú
á tímum.“
Helga Mangúsdóttir, frh. af bls. 11:
„Foreldrafræðslu, — hvað er kennt þar?“
„Þar veita uppeldisfræðingar, fóstrur og kenn-
arar fræðslu um sálarlíf barna, uppeldi þeirra og
þekkingu á því, er þroskavænlegt er fyrir barnið.
Einnig er foreldrum leiðbeint um annað svo sem
bókaval, leikfangaval, föndur og annað þess konar.“
„Og hvað viltu taka fram að lokum?“
„Ef hið opinbera gerir ekkert til að fylla eyðu
þá, sem ég benti á í upphafi samtals okkar, óttast
ég, að sex ára vel greind börn fái ekki tækifæri
til að bæta við þekkingu sína og þroska og séu
þess vegna óþarflega lengi á leikstigi, og fyrir mið-
ur gefin sex ára börn, tel ég, að skólaleikskólinn
verði æskilegasti vettvangurinn þeim til þroska.“
19. JfJNl
13