19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 41
komast auðvitað ekki yfir að kynnast nemendum. Öðru hverju dregur frægur kennari að sér allt of mikinn fjölda (ég veit um einn, sem hafði 2000 manns). Til eru prófessorar, flestallir gamlir eða erlendir, sem koma inn — jafnvel í fámenna kennslustund, halda fyrirlestur og staulast út, en þeir eru sjaldgæfir og illa séðir. Miklu algengari er sókratíska kennsluaðferðin, þar sem kennarinn spyr, kemur af stað mótsvörum og nýjum spurn- ingum og adlast til þess, að allir leggi orð í belg. Nemandi, sem aldrei segir neitt óspurður, getur stundum bætt það upp skriflega, en kennarinn tekur venjulega þátttöku í kennslustundum með, þegar hann ákveður einkunnina, svo að það er ekki gott að sitja þögull eins og steinn. Reglurnar um tímasókn eru mjög mismunandi. Á einum skóla, sem ég gekk á, þurfti jafnvel lækn- isvottorð til að sanna veikindi og fara oft innan hvers skóla eftir því, hver kennarinn var, en yfir- leitt ætlast kennarar í Bandarikjunum til þess, að nemendur sæki kennslustundir, nema um veikindi sé að ræða. Upp á síðkastið hafa svo að segja allir skólar í Bandaríkjunum reynt að minnka mjög stóra fyrirlestrahópa og búta þá niður í study sec- tions eða námshópa, 20—25 manns að stærð, sem koma saman svo sem tvisvar í viku til þess að ræða fyrirlestrana. Kennarar eru líka til viðtals á föstum tíma í skrifstofum sínum, og til þess er ætlazt, að nemendur leggi þar fram spurn- ingar um það, sem þeim reynist torskilið í náms- greininni. Yfirleitt er reynt með öllu móti að gera sambandið milli kennara og nemanda eins náið og unnt er. Á litlum skólum kemur þetta að mestu leyti af sjálfu sér. Eftir stúdentauppreisnina við Berkeley árið 1964 (The Free Speech Movement), þar sem nemendurnir báru það meðal annars á skólann, að Nóbelsverðlaunaprófessorar (þeir eru tíu við Berkeley í ár) og aðrir frægir lærðir menn, sem kenndu þar, væru of önnum kafnir við sínar eigin skriftir og rannsóknir til þess að sýna nokk- urn áhuga á kennslu og nemendum, hafa allir stóru skólarnir hert á reglum um viðtalstíma kennara, jafnvel þeirra frægu. Enn einn munur á námi heima og erlendis er, að margar nýjar fræðigreinar eru á boðstólum. Eins og áður er sagt, er það einn kostur stóm skól- anna, að þeir geta boðið nemendum að velja um fleiri námsgreinar en þeir smærri. Stóru skólarn- ir hafa líka gengið fremstir í flokki í samsteypu- stefnunni (the interdisciplinary approach), sem blandar saman mörgum námsgreinum. Við þessa samsteypustefnu hafa orðið til alls konar nýjar námsgreinar, sem erlendum nemendum er oft ókunnugt um: Humanities, menningar- og hug- myndafræði, sem nær yfir sögu, trúarbragðasögu, heimspeki, siðfræði, bókmenntir, mannfræði, sögu vísinda og margt annað; Area Studies, sem fæst við tungumál, bókmenntir, landafræði, sögu, hag- fræði og stjórnmál einhvers ákveðins svæðis: Asian Studies, Russian and East European Studies, Latin- American studies, Scandinavian Area Studies og fleira; Classical Archaeology nær yfir grisku, lat- ínu, grískar og latneskar bókmenntir fyrir utan fornleifafræðina; Medieval Studies býður upp á heildarnám í nriðaldatímabilinu; Comparative Lit- erature ber saman bókmenntir skrifaðar á mis- munandi málum, stöðum og tímum. Sumar þessara nýju fræðigreina eins og mið- aldanám eru í raun og veru interdepartmental, nemandinn sækir tíma í ýmsum deildum, en nefnd manna úr viðeigandi deildum stjórnar námi hans, aðrar eins og menningarfræði og samanburðarbók- menntir byrjuðu þannig, að þeim var skipt milli deilda, en uxu, þangað til að þær eignuðust sína eigin deild. Kennarar í samanburðarbókmenntum er líka sérfræðingar í bókmenntum einhvers sér- staks tungumáls og kenna bæði í einhverri mála- deild og i samanburðarbókmenntadeild. Það hlýt- ur að vera ljóst, að tungumálakunnátta er mjög æskileg við nám í mörgum þessarar nýju fræði- greina, og íslenzkir nemendur, sem kunna mörg mál, ættu þess vegna að kynna sér þær. Eg vona, að þessi lýsing á muninum á námi heima og erlendis hafi að einhverju leyti svarað spurningunni, hvernig það sé að læra og kenna í Bandarikjunum. En ef til vill hef ég fylgt raun- sæisstefnunni um of og sleppt tilfinningahliðinni. Ég ætti ef til vill að bæta því við, að námsstofn- anir í Bandaríkjunum eru að mínum dómi eins og landið sjálft stórar, ruglandi í fyrstu og stór- skemmtilegar. Manna Ólafsdóttir, frh. af bls. 7: og kennarafæðin gerði að verkum, að þeir stúdent- ar sem utan fóru, ráku sig fljótt á það, að í latínu einni saman stóðu þeir dönum á sporði. Prófessor- arnir við Hafnarháskóla kvörtuðu líka undan þessu. Umbætur í skólamálum urðu því eitt fyrsta verk- 19. JtJNl 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.