19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 11
KENNSLUMALUM Sigríði önnu Valdimarsdóttur var falið að sjá um þáttinn og Pálina Jónsdóttir B.A. fengin til að taka viðtölin. 6RÚÐULEIKHÚS Áslnug Friðriksdóttir, kennari viö barnadeild HlíÖaskóla. „Hvar og hvernig hefur þú kynnzt brúðuleik- húsi og notkun þess við kennslu?“ „Um langan aldur hafa brúðuleikhús verið starf- ra-kt í Austurlöndum. Þaðan breiddust þau út til meginlands Evrópu. I slavneskum löndum munu þau hafa átt miklu fylgi að fagna, en á Norður- löndum munu þau ekki hafa náð þvi að flokkast undir þjóðlega list. Einhvern tíma hef ég heyrt það, að sagnaþulir hinna norðlægu landa hafi aðeins þurft að hafa góða frásagnargáfu til þess að halda áheyrendum sínum föngnum, meðan vetrarstormar geisuðu úti fyrir, en þulir sólarlandanna hafi hins vegar orðið að grípa til ýmissa bragða til þess að halda at- hygli áheyrenda sinna vakandi, og þess vegna hafi brúðuleikhúsið orðið til. Eitt er víst, að hrúðuleikhúsið vinnur á bæði sem list og ekki síður sem kennslutæki. Mín fyrstu kynni af brúðuleikhúsi voru í kvik- myndahúsi fyrir mörgum árum, síðar sá ég brúðu- leikhús Jóns E. Guðmundssonar, og undanfarin ár hefur Margrét Björnsson komið með brúðuleikhús sitt á jólaskemmtanir í Hlíðaskóla og sýnt börn- um þar inn í lieim ævintýranna. Nú þegar er þetta brúðuleikhús þekkt í sjónvarpinu. Sem kennslutæki kynntist ég brúðuleikhúsi hjá sænskri kennslukonu fyrir um það bil tíu árum og varð mjög hrifin. En það eru ekki nema sex eða sjö ár, síðan ég hóf að nota brúður við mína eigin kennslu.“ „Hvernig býrðu til brúðurnar?“ „Brúður má búa til á margan hátt og úr ótrú- legustu hlutum svo sem sokkum, eggjabökkum, plastflöskum, mjólkurhyrnum, úrblásnum eggjum og ávöxtum. Sum hörn eiga brúður sjálf. Ég fékk Margréti Björnsson til þess að útbúa nokkrar brúður, og eru þær eign skólans. Komið hefur fram nýtt mótunarefni, plastika, og hefur Margrét, sem er teiknikennari skólans, reynzt mörgum áhugasömum nemum hjálpleg við að móta hausa. Handavinnukennari drengja smíðaði einfalt brúðuleikhús fyrir skólann.“ „Hvert sækir þú efni í sýningarnar? Semja böm- in sjálf jafnóðum söguþráðinn, eða er hann ákveð- inn fyrirfram af þér eða börnunum?“ „Ævintýrin vilja verða vinsælust til fanga, og verður H. C. Andersen gjarnan fyrir valinu og ýmsar stuttar sögur, sem gott er að segja frá eða búa til leikrit úr. Annars hef ég oft verið undr- andi á því, hve fljót börn geta verið að semja. Sam- töl milli tveggja eru mjög vinsæl. Varla líður sá dagur, að ekki sé beðið um brúð- urnar. Það þarf að syngja, segja skrýtlur eða geta gátur. Umferðarkennsla hefur verið ofarlega á baugi i vetur, og hefur „Lási lögga“, sem er brúða, ver- ið mér ómetanleg stoð. Yfirleitt sé ég um að skipu- leggja umferðarþættina. Ég á það til að hregða mér í gei’vi sögukonunn- ar, og eftir svipbrigðum að dæma er ekki eins og verið sé að tala við stokka og steina.“ Framh. á bls. 16. 19. JÚNI 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.