19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 22
SVAVA JAKOBSDÓTTIR: PPGJÚF Óhemju orgaði drengurinn. Þegiðu, hvæsti hún, og illskan í röddinni var þrungin vanmætti og öfund. Hana langaði sjálfa til að gráta. En þriggja ára aldursmunur lagði henni ábyrgð á herðar. Yngri systkini áttu for- gangsrétt á gráti. Hún varð að leysa hnútinn. Drengurinn sat á hörðu og hrímguðu grjótinu á tjarnarbakkanum, bugaður af þreytu og blár af kulda. Hann var kominn úr öðrum skautaskónum. Á hinn hafði hlaupið hnútur. Hún kraup á ísn- um fyrir framan drenginn og baxaði við að leysa þennan hnút. Óratíma hafði hún glímt við hann meðan frost harðnaði og myrkur þéttist en því lengur sem hún þraukaði því vonlausara virtist verkið. Hendur hennar voru rauðar og þrútnar af kuldanum, fingurnir svo loppnir að hún fann ekki lengur til þeirra. Árangurslaust reyndi hún að beina þeim að reimunum, örva þá enn til átaks, bara einu sinni enn, fá þá til að toga í, rykkja, greiða sundur svo þau kæmust heim á þessu kvöldi. En fingurnir létu ekki lengur að stjórn; stirðir og sljóir þvældust þeir hver fyrir öðrum af kaldrana- legu skeytingarleysi frammi fyrir verkefninu líkt og væru þeir að ögra henni. Þeir vissu að hún bjó ekki lengur yfir því valdi sem dugði og níst- andi grátur drengsins var á þeirra bandi: vantraust þeirra á viðleitni hennar var jafnmiskunnarlaust og gaddfreðinn rembihnúturinn á skónum. Allir voru farnir heim. Hver af öðrum höfðu þeir týnzt burt af tjörninni. Greiðum sporum gengu þeir heim á leið með bljúga og undirgefna skautana dinglandi yfir öxlina. Þau voru ein eftir. Nótt var á næsta leiti. Guð almáttugur var horf- inn inn í svartan himininn og sat nú og omaði sér við arinblik stjamanna, heima vom foreldrar hennar setztir að rjúkandi kvöldborði meðan óleys- anlegur rembihnútur hélt þeim föstum við ísi- lagði Tjörnina. Allir voru farnir nema þau tvö. Og fáeinir amerískir hermenn neðar á bakk- anum. Við þá mátti ekki tala. Og þó var tungan sem þeir töluðu það eina sem orkaði kunnuglega í eyrum hennar eftir að- eins hálfsárs dvöl á fslandi. Eftir óralangt ferða- lag yfir land og haf frá víðfeðmum sléttum Kan- ada steig hún á land foreldra sinna þar sem allt var nýtt og framandi: undarleg íslenzk orð sem þvældust í einni bendu þar til hún greindi ekki lengur neina merkingu, köld og fjarlæg fjöllin sem risu valdsmannslega upp úr umhverfi sínu og byrgðu sýn, berangursleg og brún jörð ger- sneydd trjám og gróðri. Og um þessa nýju tilvem léku vindar af söltu úthafi; hér var ekkert sem minnti á frjósama kanadíska sléttu langt inni í landi. Samt gerði hún sitt ýtrasta til að fella sig við þetta nýja land, þessa blásnu tilveru, því að fsland var þrátt fyrir allt landið hennar. Heim- kynni hennar voru utan gaddavírsmúranna sem luktust um braggahverfi hermannanna, þeir áttu heima fyrir innan. Af hverju má ekki tala við þá? hafði hún spurt. Þeir hafa hernumið ísland. En af hverju má ekki tala við þá? Það eru óeðlilegir tímar. Það er stríð. ísland átti í striði. Og sæmd íslands og sigur var undir því kominn að þegnarnir þegðu. Aðal- lega konur og þó einkum stúlkubörn. Skildi hún það? Undir engum kringumstæðum máttu stúlku- börn gefa sig að þeim. Jú, hiin skildi það og fann að land hennar lagði henni ábyrgð á herðar. Það ætlaðist líka til einhvers af henni í þessari styrj- 20 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.