19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 26
Stjórnir félaga-
samtakanna.
Frá vinstri: Lára Sigur-
björnsdóttir, form. K.R.F.I.,
Helga Magnúsdóttir, form.
K.I., Guðrún P. Helgadótt-
ir, form. Bandalagsins.
Aftari röð: Petrína Jakobs-
son, Sigríður Thorlacius,
Guðrún Heiðberg, Ólöf
Benediktsdóttir, Guðlaug
Bergsdótir, Soffia Ingvars-
dóttir.
eru: frá Kvenfélagasambandinu Freyja Nordal, frá
Bandalaginu Guðlaug Bergsdóttir, og frá Kven-
réttindafélaginu Oddrún Ólafsdóttir, en hún hafði
í mörg ár verið gjaldkeri framkvæmdastjórnar og
unnið þar mikið og gott starf.
Síðasta Alþingi samþykkti að heimila ríkisábyrgð
fyrir þriggja miiljón króna láni til stofnunarinnar.
Gefin hafa verið út skuldabréf og seld til að standa
undir byggingarskuldum Hallveigarstaða, því að
fjárhagurinn verður að sjálfsögðu erfiður fyrstu
árin. Vil ég hér með eindregið skora á einstaklinga
Æviminningabók
Menningar- og minningarsjó<5s kvenna.
1 fyrravor kom út þriðja hefti af þessari bók,
og eru þá alls komnar í hana æviminningargrein-
ar um liðlega 200 konur.
Eg hef ekki lengi lesið bók, sem er eins fróðleg,
lærdómsrík og skemmtileg og þessi þrjú hefti, sem
út eru komin. Þar eru skráðar hetjusögur um kon-
ur til sjávar og sveita, sem hvergi annars staðar
eru birtar. Konur, sem var það meðfætt, að þær
„máttu ekkert aumt sjá“, þó að efnin til að miðla
öðrum, væru ekki alltaf mikil. Konur í æðstu stöð-
um og velmegandi, en töldu þó ekki eftir sér að
hefjast handa og veita liðsinni, þegar þjóðfélagið
eða þeir, sem minna máttu sín, þurftu þess við.
Ogleymanlegust af öllum þessum frásögum verður
og félög til aðstoðar við að selja þessi bréf, því að
Hallveigarstaðir eiga tvhnælalaust eftir að verða
mikill styrkur menningar- og félagsstarfsemi
kvena í landinu.
Megi Guð og gæfan fylgja húsinu, sem svo mikl-
ar vonir eru bundnar við.
Myndirnar, sem fylgja þessari grein, eru teknar
þegar húsið var afhent. Þær eru af fráfarandi
framkvæmdastjórn og stjórnum og varakonum
þeirr,a sem við tóku.
S. J. M.
mér þó sagan af konunni, sem leiddi drenginn sinn
á sjöunda ári austan úr Rangárþingi til Reykja-
víkur í atvinnuleit, þegar enginn þar vildi taka
vinnukonu með barni, og faðir drengsins var orð-
inn heilsulaus og gat þess vegna ekki séð fyrir þeim.
Aleigu þeirra bar hún á bakinu í poka.
Seinna hlotnaðist henni sú gæfa, að þessi dreng-
ur, sem hún vildi ekki fyrir nokkurn mun skilja
við sig, varð dugandi og þjóðkunnur maður. Á
heimili hans átti hiin rósama elli umvafin ást og
umhyggju konu hans og barna.
Nú þegar er farið að safnast talsvert efni í fjórða
bindi, og álít ég, að bók þessi sé tilvalin tækifæris-
gjöf bæði fyrir unga og aldna. Afgreiðsla bókar-
innar er i skrifstofu Menningar- og minningar-
sjóðs kvenna að Hallveigarstöðum. S. J. M.
24
19. JÚNÍ