19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 19
til þess, að hin getuminnstu veljist ekki saraan í
hóp, heldur starfi með þeim þroskameiri. Við val
verkefna reynir kennarinn, eins vel og frekast er
kostur, að hver fái að starfa að verkefni í sam-
ræmi við áhuga og getu. Kennarinn bendir nem-
endum á tilteknar heimildabækur, sem æskilegast
sé, að þeir noti auk námsbókarinnar við vinnu að
ritgerðum um einstaka þætti námsefnisins. Nem-
endur eru hvattir til þess að eiga sem mest frum-
kvæði að því að afla sér fróðleiks, safna hjálpar-
gögnum og skýringum svo sem ljósmyndum og
fleiru, er að gagni má koma, þegar einhver starfs-
hópurinn flytur bekknum yfirlit og fyrirlestur um
hin sjálfstæðu störf að tilskildum tíma liðnum.
Jafnframt þessu flokkastarfi verða allir nemendur
að vinna að ákveðnum verkefnum, sem kennarinn
ákvarðai-, og safna í vinnubækur. Þá eru hörnin
hvött til þess hvert fyrir sig að vinna að sem flest-
um verkefnum, sem við hefur verið fengizt, þótt
aðrir hópar hafi að þeim unnið, aukaverkefni hef-
ur kennari og tiltæk. Þegar flutningur hvers hóps
fer fram, en þar gerir hópurinn bekknum grein
fyrir starfi sínu með fyrirlestri, myndsýningu,
spurningum, leikriti og fleiru, verða aðrir starfs-
hópar bekkjarins á að hlýða og skrifa niður hjá
sér og festa sér í minni mikilvæg atriði. Iíennarinn
dregur sig sem mest í hlé að öðru en því að hvetja,
þegar við á, og leyfir börnunum að flytja efnið
án íhlutunar. Eftir flutning kemur hins vegar til
kasta kennarans að árétta og leiðrétta það, sem
fram hefur komið, og stofna til umræðna um verk-
efnið, kosti þess og galla. Hafi verkefnið ekki ver-
ið nægilega vel af hendi leyst og mörg aðalatriði
fallið niður, tekur kennarinn það upp að nýju til
upprifjunar. Þegar vel tekst til, nægur áhugi hef-
ur verið vakinn á námsefninu og börnin eru hug-
myndafrjó og lagin í meðferð hjálpartækja, er
uppskeran ríkuleg og námsgleði barnanna mikil.
Slík gleði er mikil uppörvun kennaranum og ger-
ir starfið ánægjulegt.
Hér hefur verið stiklað á stóru í lýsingu á
frjálsri vinnuaðferð, en vonandi gefur það nokkra
hugmynd um þessa kennslu. Kostir frjálsrar vinnu-
aðferðar í landafræði eru margir. Jafnframt
fræðslu í viðkomandi námsgrein veitir hún börn-
unum víðtækt þjóðfélagslegt uppeldi, eflir sjálf-
stæða hugsun, og síðast en ekki sízt tekur hún til-
lit til einstaklingseðlis og getu hvers barns. Nú er
það viðurkennd reynsla, að börn taka misfljótt út
þroska. Greind þeirra, hæfileikar og námshraði eru
mjög misjöfn. Þar sem sömu námskröfur eru gerð-
ar til allra barna í viðkomandi aldursflokki, skap-
ast margvísleg vandamál.
Hluti frjálsrar vinnuaðferðar er unnin sem
flokkavinna, og gefur hún baminu kost á að læra
list samstarfsins, og ábyrgð þess eykst gagnvart
úrlausnum verkefna í samstarfi við aðra.
Gallarnir á þessari kennsluaðferð hér á landi
eru hins vegar geigvænlegur skortur á handbók-
um og hjálpargögnum við námið. Kveður svo
rammt að þessu við einstök verkefni, að margir
kennarar, sem vildu nota þessa kennsluaðferð,
hafa hreinlega gefizt upp. Verður hér úr að bæta
á myndarlegan hátt, ef þessi kennsluaðferð á að
geta rutt sér til rúms og skilað þeim árangri, sem
hún getur tryggt, ef sæmileg aðstaða er fyrir hendi.
Aiufur Pétursdóttir, frh. af bls. 12:
fjölmenn. Getumestu bekkjunum þarf ekki að
skipta, en þó er æskilegra, að svo sé gert.
I getuminni bekkjunum er hins vegar meiri
ástæða til skiptingar, því að þar þarf að endur-
taka spurningar og svör miklu oftar, til að þau
festist börnunum í minni. Vegna þessarar sífelldu
endurtekningar er hætta á, að hin getumeiri grípi
fram í eða verði leið á að hlusta í sífellu á sömu
orðin. Þess vegna er ákjósanlegt að geta skipt
bekknum eftir getu. Þá fengi hver einstaklingur
einnig meiri talæfingu og umönnun, eins og mörg-
um er nauðsynleg. Einnig verða börnin ánægðari
í iitlum bekk, og þar skapast nánara samband
milli kennara og nemenda, en það er einkum mik-
ilvægt fyrir getulítil börn.
Amerísku sendikennaramir hafa skipt sínum
bekkjum, en það hef ég ekki getað gert hingað til,
en vonast til að sjá mér það fært seinna meir.“
„Er mikið úrval af bókum og kennslutækjum
fyrir enskukennslu?“
„Með bók Fries, sem ég kenndi í fyrra, voru
engin hjálpargögn. I byrjun þessa skólaárs pant-
aði ég leifturspjöld og átta segulbandsspólur, sem
fylgja bók J. D. Edmondston, sem ég kenni nú.
öll bókin er lesin upp á þessar spólur af enskum
sérfræðingum, og þess vegna heyra börnin bezta
framburð, sem völ er á. Ég tala með amerískum
framburði, virðist sem börnunum líki ameríski
framburðurinn betur. Ameriska hljóðfræðin og
Framh. á bls. 18.
19. JtJNl
17