19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 17
flestra þjóða og óumdeilanlega mest notuð í verzl-
un og viðskiptum.
Flestir nemendur, sem hefja nám í Verzlunar-
skóla íslands, hafa lokið unglingaprófi, og hafa
þá yfirleitt, eins og nú er málum háttað, lært ensku
í að minnsta kosti eitt ár. Ýmsir hafa notið tal-
kennslu í málinu í málaskólunum eða jafnvel í
einstökum barnaskólum, og bera slikir nemendur
jafnan mjög af. örfáir koma úr 1. bekk unglinga-
deildar og hafa þá ef til vill enga ensku lært. (Ekk-
ert inntökupróf er í ensku, en hins vegar ætlazt
til eins árs náms í málinu.)
Enn meir kveður þó að þessum mismun nem-
enda innan hvers bekkjar, er komið er á 4.—5. ár
í enskunámi, þ. e. í 3.—4. bekk, og er þó nemend-
um raðað ár hvert í hekki eftir einkunn (þ. e. aðal-
einkunn). Sumir nemendur hafa þá enn ekki til-
einkað sér mikilvæg undirstöðuatriði málsins, en
eiga svo að bæta við sig ýmsum erfiðum atriðum,
sem verða þeim þá algerlega um megn. Þetta rask-
ar heilbrigðu sjálfstrausti nemandans, og hann
fyllist óhug og vanmetakennd. Kennara í stórum
hekk leyfist aðeins lítið frávik í kennslunni til þess
að sinna þessum nemendum, og þetta verður því
alvarlegra, þeim mun lengur sem liður, og meiú
lialiar undan fæti. Dapurlegt er einnig að sjá leið-
ann í svip þeirra ágætu nemenda, sem þegar hafa
náð góðum tökum á þeim mikilvægu atriðum, sem
kennarinn neyðist til að skýra æ ofan í æ fyrir
þeim, sem helzt hafa út lestinni.
Engum kennara, sem skipuleggur tungumála-
námskeið eða aðstoðar nemendur við málanám
(eða nokkurt nám) dettur í hug að skipa saman
í flokk fólki með svo ólika undirstöðuþekkingu og
oft er raunin á um nemendur í sama bekk. Eng-
um nemanda er heldur greiði gerður með slíku.
„Kennsla og nám hafa minnst mótazt af skipu-
lagshæfni nútímans“, segir dr. Matthías Jónasson
í bók sinni Mannleg greind, og eru orð að sönnu.
Skipting námsefnis i hæfilega áfanga (annir) með
stuttri upprifjun (eða viðaukakennslu) þess á milli
fyrir þá, sem ekki náðu tökum á þeim grundvall-
aratriðum, sem áherzla var lögð á í fyrri áfanga
(önn) ásamt með ákveðinni lágmarkskröfu um
getu nemandans i viðkomandi námsgrein í lok
hvers áfanga, er auðvitað það sem koma skal alls
staðar.
Þessi skipan mála er þegar komin á í nokkrum
skólum og gefur góða raun. Aukin persónuleg
handleiðsla og einstaklingsbundnar leiðbeiningar
við nemendur myndu vera til mikilla bóta og vafa-
laust koma í veg fyrir að þeir, sem af einhverjum
orsökum verða aftur úr í náminnu, komist í alvar-
legan vanda. Til þess þyrfti kennarinn að hafa sér-
staka viðtalstíma og ennfremur að vera aðstaða til
lestrar í skólunum undir handleiðslu kennara. En
húsrýmis-, tækja- og bókaskortur er einnig geig-
vænlegur í mörgum skólum, svo að sums staðar
eru ekki til nauðsynlegustu handbækur, og mega
kennarar burðast með sina eigin doðranta i skól-
ann, ef þeir ætla eitthvað að vinna þar. Annars
er brýn nauðsyn að samræma kennsluaðferðir í
unglingadeildum gagnfræðaskóla, landsprófi og
verzlunar- og menntaskólum, því að nú er það
stundum svo, að nemandi, sem vanizt hefur ein-
göngu orðbeygingar- og þýðingaraðferð til lands-
prófs, kemur í menntaskóla, þar sem kennslan fer
öll fram á ensku, og allt er skýrt á því máli.
Eru bekkjardeildir ekki of stórar til þess a'S hægt
sé at) koma vv5 œfingum í talleikni?
Jú. Ég nefndi í upphafi stærð bekkjarins, sem
algengast mun vera allt að 30 nemendur. Lifandi
málsiðkun er of lítið sinnt í skólum hér, og stærð
bekkjarins gerir kennaranum einmitt örðugt um
vik í því efni. Til þess að æfa nemendur í léttum
samræðum, þurfa bekkjardeildir að vera minni
(6—10 nemendur) í sumum kennslustundum, en
mættu svo vera stærri (50—60), er lexíur eru
skýrðar eða fyrirlestrar fluttir um málið og ýmsa
þætti þess og þá með aðstoð ýmissa liljóð- og sjón-
miðla.
Finnast y Sur nemendur vera virkir í námi sínu?
Það er auðvitað nokkuð misjafnt, en yfirleitt
eru nemendur ekki duglegir að tjá sig munnlega.
Ber þar tvennt til — of lítil lifandi málsiðkun í
kennslunni og viðkvæmt aldursstig (14—17 ára).
Það er því mikið nauðsynjamál að hefja munnlega
kennslu (Oral method) þegar í seinustu bekkjum
barnaskólanna (10—11 — 12 ára), enda mun það
samróma álit kennara og nemenda, að þau árin
séu verkefni nemenda of lítil, en áhugi og næmi
þeirra til málanáms með ágætum á þeim aldri.
Ég hóf sjálf enskunám með þessum hætti 11 ára
gömul í Austurbæjarbarnaskólanum undir hand-
leiðslu önnu Bjarnadóttur frá Sauðafelli fyrir hart-
nær 40 árum. Lærðum við hjá henni ýmsar barna-
vísur (nursery rhymes) og lékum smá-leikþætti,
og man ég, að þar fengu hlutverk færri en vildu!
Svo mikinn áhuga hafði ég á drengjahlutverki í
Framh. á bls. 18.
19. JÚNl
15