19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 23
öld. Nýtt boðorð gaf það henni: Þú skalt ekki tala.
Talaðu við þá, talaðu við þá, lofðu okkur að
heyra, sögðu krakkarnir í skólanum þegar þeir
vissu að hún kunni ensku. En hún gekk hurtu
hneyksluð á léttúð þeirra og kæruleysi fyrir sæmd
Islands. Og talaði ekki við þá. Hún forðaðist jafn-
vel að líta framan í þá þegar hún mætti þeim á
götu af ótta við að þeir læsu enskar hugsanir
hennar og skildu hana án orða. Augun flöktu
milli hrjúfrar malai-götunnar sem hún gekk á og
eyðilegra fjalla sem risu yfir bæinn. 1 þessu tor-
kennilega landslagi leituðu þau styrks og uppörv-
unar því að hjá henni lifði ætíð sú von að kann-
ski færu íslenzk fjöll að tala til hennar og blóm
að spretta undan sporum hennar á þessari jörð
ef hún bara þegði nógu lengi.
Og enn þagði hún þótt frostið herpti á henni
andlitið og drengurinn linnti ekki gráti. Grátur
hans var sárari en áður, hljóðari, og hann hímdi
á grjótinu í miklu umkomuleysi eins og hann vænti
sér einskis hjargræðis framar. Hún gaut augum
til hermannanna. Þeir héldu sig i þéttum hnapp
á bakkanum, mösuðu og hlógu, einn og einn tók
sig úr, skauzt örsnöggt og hlæjandi út á ísinn
undan pústrum félaga sinna, aðrir sátu á grjót-
inu og beygðu sig niður. Þeir voru að leysa hnúta,
já, áreiðanlega voru þeir að leysa hnúta. Hún tók
sig á, leit af þeim í skyndi og út á götuna þar sem
barnaskólinn reis eins og veggur í gulu skini götu-
ljósanna og skólinn gaf henni þögla áminningu.
ísland átti í stríði . . .
Hvernig er strið, hafði hún spurt manninn sem
sat gegnt henni i lestinni. Hann var með taflborð
á hnjánum og orðinn leikinn i að halda því stöð-
ugu. Strax fyrsta dag ferðarinnar hafði hann kennt
henni mannganginn og á þessari löngu lestarferð
höfðu þau unað sér við tafl. Hann svaraði ekki
spumingu hennar en grúfði sig yfir taflið eins og
hann ætti í vanda með næsta leik; síðast í gær
hafði hann sagt að hún væri orðin nokkuð glúrin.
Hún beið og virti fyrir sér mosagrænan einkennis-
búning hans með lituðum borðum á brjósti og kana-
díska mösurlaufið saumað á ermina. Hún bar sjálf
mösurlaufið framan á kjólnum sínum. Það var
næla með prjón og kaupmaðurinn hafði tekið það
af spjaldi i búðinni og sagt að hún mætti eiga það
þegar hann vissi að hún átti að flytjast til fslands.
Hún festi næluna á kjólinn og hafði borið hana
alla tíð síðan. Litirnir á nælunni hennar voru
skærari en litirnir á merkinu hans og henni fannst
19. JtJNl
laufið sitt fallegra þegar hún bar þau saman.
Laufið hennar var líkara laufinu á trjánum í
marglitri dýrð sinni áður en það var tekið niður
og mótað i minjagripi eða saumað í einkennisbún-
inga hers. Vel hefði hún getað unnt honum þess
að hafa fallegra lauf en þó vissi hún að þessi skip-
an mála var hin eina rétta því að laufið hans
þurfti ekki að endast nema út stríðið. Laufið henn-
ar átti að geymast ævina út.
Nú leit hann upp og átti þó enn eftir að leika.
Fingur hans rjáluðu við peð á taflborðinu eins og
þeir hefðu ekki enn afráðið hvert þeir ætluðu
með það. Hann brosti til hennar og spurði á móti:
Hvernig er ísland?
Hún opnaði munninn eins og til að svara en
allsendis óvænt útrýmdi spurningin allri hugsun;
hún tók að bergmála í loftinu, hún smeygði sér
inn í háttbundið hljóðfall lestarinnar sem jókst að
hávaða og knúði á hlustirnar þar til ekkert var
eftir nema óvissan. Lestin bar hana ekki lengur
áleiðis að vissu marki. Hún flutti hana burt frá
þeim einu lieimkynnum sem hún þekkti, hurt frá
viðlendri sléttu Kanada þar sem hvergi voru agn-
úar á. Svo óendanleg var hún, þessi slétta að dag-
arnir náðu ekki háttum á réttum tíma úti við sjón-
deildarhring; enn voru þeir ekki horfnir úr aug-
sýn þegar næsti dagur gekk þá uppi og bættist í
léttstíga samhuga fylkinguna. Hver dagleið var
aðeins faðmur og lífið endalaus óbrotin keðja af
dögum á leið yfir sléttuna. Sumir voru hlýir og
sólskinsbjartir. Á slíkum dögum bogruðu þau í
kjarri skógarjaðarins við golfvöllinn og leituðu að
týndum golfkúlum. Og þegar þau höfðu fundið
kúlu skáru þau í ytra borðið og pilluðu kúluna
sundur, röktu af henni endalausa teygða borða
sem voru langir eins og reimar og vafðir í þéttan
hnykil utan um kjarnann. Og kjarninn var hvít-
ur og mjúkur og sveigjanlegur eins og tyggigúmmí;
þau skiptu honum á milli sín. Svo lögðust þau
endilöng í grænt grasið og tuggðu og það færðist
yfir þau mikil værð. Þar til ókyrrð hljóp á dag-
ana á skipulegri göngu þeirra yfir sléttuna. Gripn-
ir óljósum grun skimuðu þeir í allar áttir eins og
í óvissu um hvert halda skyldi og þeir tóku að
tala hver upp i annan. Sumir töluðu um strið,
aðrir um að flytjast til Islands, þar til loks utan
úr fjarlægðinni barst gnýr af brunandi lest. Hún
æddi yfir sléttuna og splundraði samfelldri fylk-
ingu daganna.
Lestin stanzaði í þorpinu og þau stigu upp í
21