19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 38
Denna Steingeröur Ellingston Ph.D. Ameríkuskólabráf Denna Steingerður Ellingston er fœdd 9. ágúst 1928. For- eldrar hennar voru hjónin Ólöf og Vilhelm Jakohsson kenn- ari. Denna gekk á Barnard College og síðan á Columbia- háskólann. Hiin varði doktorsritgerð í bókmenntum við há- skólann í Minnesota. Denna hefur kennt við ýmsa háskóla og er nú prófessor í islenzku og dönsku við Berkeleyháskól- ann. Denna er gift John B. Ellingston rithöfundi og fyrrver- andi prófessor. Ungt fólk, sem er að láta sig dreyma um fram- haldsnám í Bandaríkjunum, spyr margs. Líti draumurinn út fyrir að rætast, eru spumingarnar oft frekar sérstæðar. Hvað kostar námið á hinum eða þessum skóla? Er auðvelt eða erfitt að komast inn í hann? Er unnt að fá vinnu? Hvernig er kennt? Hvað eru margir í bekk? Hvernig eru próf- in? Svörin við þessum spurningum fara auðvitað eftir þvi, hvaða sérgrein nemandinn ætlar að nema og hvar. Sé draumurinn spánnýr eða ólíklegt, að hann komi fram á næstunni, verða spurningarnar oft yfirgripsmeiri. Hvaða skólar eru beztir? Er betra að velja lítinn eða stóran skóla? Hvernig er hentast að undirbúa sig? Það eru um það bil fjórtán hundruð æðri skól- ar (colleges og universities) í Bandarikjunum (fyrir utan nærri fimm hundruð og fimmtíu junior colleges). Sumir eru litlir með fjögur hundruð nem- endum, aðrir risastórir með fjörutíu og fjögur þús- und nemendum. Sumir skólanna eru frægir, aðrir Öllum ókunnir, og fer það alls ekki eftir stærð. Sumir eru úti í sveit, aðrir í stórborgum. Sumir leggja áherzlu á tækni og vísindi, aðrir á bók- menntir og listir. Þess vegna getur ekkert svar ver- ið nógu yfirgripsmikið til þess að samhæfa öllum skólunum. Þeir fáu Bandarikjamenn eða útlend- ingar, sem kcmast inn i litlu, frægu og dýru skól- ana, telja sig stórheppna, — að minnsta kosti þaug- að til fyrsta prófið byrjar, og þeir, sem lenda á stóru skólunum, eru jafnánægðir — og jafnlengi. Ég er af tilviljun kunnugust þeim æðri skólum, sem einmitt eru erfiðastir fyrir útlendinga, stóru háskólunum, sem stundum eru kallaðir multiversi- ties (margfaldaðir háskólar) eða learning factories (lærdómsverksmiðjur), þar sem þúsundir nemenda á öllum aldursskeiðum streyma saman eins og síli i tjörn, og hver og einn út af fyrir sig berst við að halda sér á floti andlega og likamlega. Miklar kröfur eru gerðar, reglur eru óbeygjanlegar, og lítið tillit er tekið til sérstæðu eða sérstakra vanda- mála nemenda. Með þessu á ég ekki við, að fólk- ið, sem maður hittir á þessum risaskólum, sé óvin- gjarnlegt eða samúðarlaust, — fjærri því. Banda- ríkjamenn eru yfirleitt allra manna hjálpfúsastir við útlendinga, en hjálpsemi hvers einstaklings, skólasystra og -bræðra, kennara, skrifstofufólks og fleiri aðila, getur ekki bætt úr ópersónuleika og kaldrana stofnunarinnar sjálfrar, sem sýnir sig, hvort sem nemandinn er innlendur eða útlendur. Það, sem stendur í námsskránni um skyldugrein- ar (required subjects) og niðurröðun námsgreina, rejmist vera óbreytanlegt, grafið á harðari stein en nokkur önnur lög í heiminum. En hvers vegna gengur þá nokkur manneskja með fullu viti á þessa stóru skóla eins og Colum- bia, N.Y.C., Wisconsin, Illinois, Minnesota, Indi- ana, Texas, Berkeley og U.C.L.A., ef um nokkuð annað er að ræða? Aðalástæðurnar eru, að í risa- skólunum eru kenndar fleiri námsgreinar, kennsla er betri, bókasöfn stærri og oft lægri kostnaður en við litla einkaskóla. Þar að auki eru margir þeirra nafnkenndir um allan heim, svo að útskrift úr þeim er verðma'tari en úr ókunnu skólunum, sem oft mennta eins vel og hinir, en enginn hef- ur heyrt getið um. 36 19. JÍTNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.