19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 43
ljós er Landsuppfræðingarfélagið var stofnað rétt fyrir aldamótin 1800, er 1000 manns gerðust kaup- endur að ritum þess, en alls væru 6000 húsfeður í landinu, þar á meðal 200 embættismenn.12) Forn- ritafélagið i Kaupmannahöfn var stofnað 1825 og safnaði áskrifendum víða um heim. Alls voru áskrifendur 1000 en af þeim voru 500 bændur og 200 vinnumenn á Islandi. Timaritin Ármann á alþingi, Fjölnir og Ný fé- lagsrit höfðu um 500 áskrifendur. Á því árabili var mannfjöldi á landinu 46—59 þúsund. Til sam- anburðar er þess að geta, að sams konar tímarit i Danmörku \roru álitin hafa háa áskrifendatölu ef hún náði 500. Þá var fólksfjöldi i Danmörku um það bil 26 sinnum íbúatalan á Islandi. Það fer ekki milli mála að menn upplýsingar- stefnu hérlendis unnu mikið og gott starf í þágu mennta og menningar, fyrir bættum atvinnu- og verzlunarháttum. Þeir fylgdust vel með framvindu allri í Norðurálfu og áhrifa þeirra gætti langt fram eftir 19. öld. En hitt ber líka að hafa í huga, að upplýsingar- og fræðslustefna með skynsemistrú sína virðist hafa átt sérlega vel við hugsunarhátt íslendinga. HEIMILDASKRÁ: Befolkningsforholdene i Danmark i det 19. Aarhundrede. Danmarks Statistik, Stat. Tabelværk, Femte Række, Litre A, Nr. 5, Kbh. 1905. Bergsoe, A. F.: Den Danske Stats Statistik IV, 1853. Bjarni Thorsteinsson: Om Islands Folkemængde og oecono- miske Tilstand. Kbh. 1834. — Æfisaga amtmanns Bjarna Tliorsteinssonar ... Tímarit hins ísl. bókmentafél. XXIV, Rvk. 1903. Endurminningar Páls Melsteðs. Hið ísl. fræðafél. í Kph. 1912. Fjölnir II, Kph. 1835. Fra Stænder til Folk. Syv Radioforedrag. Udg. af Institutet for Historie og Samfundsökonomi, Kbh. 1943. Hallgrímur Hallgrímsson: Islensk alþýðumentun á 18. öld. Sérpr. úr Tímanum. Rvk. 1925. Hannes Finnsson: Qvöld-vökurnar 1794. Fyrri parturinn. Leirárgörðum 1796. Jorgensen, Harald: Tidsskriftpressen i Danmark indtil 1848, Kbh. 1961. Lovsamling for Island II—XIII, Kbli. 1856—1860. Nanna Ólafsdóttir: Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans, Rvk. 1961. Selmer, H. P.: Kbh. Universitets Aarboger for 1837—1848. Skólaskýrslur Bessastaðaskóla. Þorkell Jóhannesson: Saga Islendinga VII, Rvk. 1950. Handrit i þjóðskjalasafni: Bréfabækur biskupa. 12) Kvöld-vökurnar 1794, bls. XIII. Konur rangindum beittar - Réttindi kvenna Frá Mary Stott, ritstjóri kvennaþátla Tlie Guardian, flutti þetta rahb í kvennalíma B.B.C. Þú ættir að l'á þér bókina The Punch Book of Women’s Bights, ef þig langar til að skilja, hvers vegna fólk eins og ég reiðist ungum konum, sem telja, að kvenréttindakonur hafi annað hvort verið alveg gengnar af göflunum eða smávegis skrítnar. Auðvitað er bókin skemmtileg. Punch skildi, hvers vegna konurnar höfðu læti í frammi. Aldrei lá nein illgirni að baki, þegar hann skopaðist að þeim. Texta bókarinnar hefur Dr. Constance Rover samið, og er grunntónn textans alvarlegur. Dr. Con- stance Rover gerir mjög skilmerkilega grein fyrir þeirri baráttu kvenna, að litið sé á þær sem full- orðnar. Lýsing hans er krydduð viðfelldnum smá- vísum og hnyttnum athugasemdum eftir Punch. Ljóst er, að áhugi Punch og samúð hefur vakn- að, vegna þess að konur voru rangindum beittar, — skortur var á, að konur nytu lagalegrar verndar, svo sem fyrir grimmum eiginmanni, svo að dæmi sé nefnt. Skopmjmd frá síðara helmingi nitjándu aldar sýnir rudda, sem situr i stól og er hugsi yfir dagblaði. Hann segir: ,.Nýjasta nýtt! Maður hengd- ur fyrir að sparka svo harkalega i konu sína, að hún dó. Ég verð að fara úr stigvélunum!“ Iíugvitssamar og glaSvœrar. Já, Punch var sérstaklega kurteis maður. Að sjálfsögðu gerði liann á kurteisan, en þó niðrandi hátt, gys að þvi, að konur skyldu vilja menntast og verða læknar, tannlæknar eða lögfræðingar. Honum fannst gaman að teikna þær karlmann- legar útlits með órólegt, viðkvæmt og kvenlegt hjarta. TJndii- einni skopmynd hjá honum stóð: „Þegar Meilanion Jones læknir verður þess áskynja, að hann er að tapa keppninni um sjúklingana við Atalanta Robinson lækni, fagra konu, skellir hann á liana giftingarhring og sigrar.“ Nokkrar leikandi léttar visur um konu, sem var tannlæknir, byrjuðu eitthvað á þessa leið: Þú kona, tannlæknir, kær þú ert. Þú hefur alveg stolið hjartanu úr mér. Taktu úr mér litlu jaxlana mína. Ég skal ekkert emja. Dragðu þá úr mér, ef þú vilt. 19. J U N1 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.