19. júní


19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 39
HúskólasvœðiS í Berkeley. Klukkuíurninn (Sather Tower), byggóur áriS 1914, er venjulega talinn niiSpunktur svæSisins. Allar byggingarnar á þessari mynd tilheyra háskólanum, en myndin tekur ekki yfir allt háskólasvœSiS (28,869 stúd- entar í fyrra). Það er auðsjáanlegt, að svörin við fyrri spurn- ingunum, hvaða skólar séu beztir og hvort betra sé að velja stóran eða lítinn skóla, verða að fara eftir kringumstæðum. En sem betur fer, hæfir svarið við þriðju spurningunni, hvernig hentast sé að undirbúa sig, hvaða skóla, sem er. Fyrst og fremst verður nemandinn að kunna ensku. Þetta sýjiist ef til vill hlægilegt ráð, þvi að hver leggur af stað til Bandaríkjanna á skóla án þess að hafa lært málið? En það er eitt að hafa lært tungumál á skólabekk og allt annað að kunna það í raun og veru, að geta skilið, talað og skrifað það daginn út og inn. Enginn, sem ekki hefur lært það af eigin reynslu, veit, hvað það er þreyt- andi í byrjun að skrifa niður fyrirlestra á erlendu máli, jafnvel þótt hann skilji hvert orð, sem sagt er. Ef nemandinn er að auki óvanur að heyra málið talað, getur fyrsti mánuðurinn á erlendum skóla farið að mestu leyti í súginn. Þess vegna æfir fólk sig aldrei nóg í að nota enskuna, áður en það fer að heiman. Ef nemandinn hefur tækifæri til að tala við enskumælandi fólk, sérstaklega Bandaríkja- menn, er það ágæt æfing. En líklega er sú bezta, — og hana geta allir notað sér —, að hlusta á út- varp eða sjónvarp og reyna að skrifa niður það, sem maður heyrir á ensku. Auðvitað er það góð æfing að skrifa stíla og sendibréf og láta leiðrétta þau, en úr því að það er líklegra, að nemandi, sem hefur lært ensku í skóla, geti bjargað sér sæmi- lega á skriflegri ensku en munnlegri, legg ég áherzlu á að æfa talmálið. Fvrsta námsgreinin á listanum yfir skyldunáms- greinar i öllum háskólum (colleges) er enska, mest skrifleg. Nemendur geta venjulega komizt hjá að taka þá grein, ef þeir geta sýnt fram á það á prófi, að þeir séu fullnuma í enskum stíl. Sums staðar svo sem við Berkeley er erlendum nemendum ætl- aður sérstaktur bekkur, English for Foreign Stu- dents, en annars staðar svo sem við University of Minnesota verða þeir að keppa við Bandaríkja- menn og vera í sömu kennslustundum í ensku og standast próf með að minnsta kosti C-einkunn. 19. JÚNf 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.