19. júní - 19.06.1968, Blaðsíða 33
skrá í Moskvu og Riga, einnig fór ég til Leningrad,
Kiev, Minsk og Lvov.
Ferðafélagar minir í þessar 5 vikur, sem ég
dvaldist í Sovétríkjunum, voru undirleikarinn minn
Alexander Erochin og túlkurinn.
Okkur kom vel saman, ég sá margt og heyrði.
Þar var farið með mig eins og raunverulega
„primadonnu“.
Söngferðalag mitt í Kanada var líka ógleyman-
legt, ég var gerð að heiðursborgara Winnipeg-
borgar með innrömmuðu heiðursskjali og gullnælu.
Þar kynntist ég mörgu góðu fólki, sem reyndist
mér framúrskarandi vel.
Skömmu seinna fór ég til Bandaríkjanna, hélt
hljómleika, settist svo að þar næstu 7 árin.
Að síðustu vildi ég minnast á eitt atvik, sem
kom fyrir mig á námsárum mínum.
Ég fékk það sjaldgæfa tækifæri að syngja í fræg-
asta kvennafangelsi Bretlandseyja, Holloway Goal.
Það er í London.
Þarna voru margar ungar konur. Yoru þær mjög
þakklátar fyrir að fá smá-tilbreytingu.
Á leiðinni út úr fangelsinu þurfti ég að ganga
fram hjá klefum þeirra. Stóð þá hver fangi við
sínar dyr, og um leið og ég gekk fram hjá, sögðu
þær einum rómi: „Thank you Miss for your won-
derful singing.11
Þá fyrst kunni ég að meta, að ég gat sungið, og
að ég var frjáls manneskja.
Eytíló Viktorsdóltir, frh. af bls. 27:
Hjá Dr. Urbancic var ég búin að syngja í 8
— 10 ár og aðeins notið kennslu í gegnum kórinn,
þegar ég fór að taka einkatima, aðallega fyrir
áeggjan annarra, og síðan hef ég verið í söngtím-
um af og til, sjaldan oftar en einu sinni i viku,
alltaf með fullum starfstima annars staðar, þar til
síðustu árin, en þá er það lika heimilið, sem krefst
síns tíma og umönnunar, svo að oft er ekki mikill
tími til æfinga.
Söngferill minn byrjaði með því, að ég söng á
nemendatónleikum árin 1956—57 og 1959. Það
var min fyrsta eldraun, ef ég mætti segja svo. Um
það leyti lék ég í Nei-inu eftir Holberg í Sjálfstæð-
ishúsinu. Það var mjög létt og skemmtilegt hlut-
verk. Einnig hef ég sungið einsöng með ýmsum
kórum. 1 Þjóðleikhússkórnum var ég fyrstu 8 árin
sem hann starfaði og fékk síðan nokkur aukahlut-
verk i sýningum i Þjóðleikhúsinu. Staðgengill fyr-
ir aðalsöngkonur hef ég verið í „La Traviata", „II
Trovatore“, „Rigoletto“ og ,Butterfly“. Ég tók við
aðalhlutverkinu í Zardas-furstafrúnni 1964. Það ár
söng ég einnig í islenzku óperunni „Gerviblómið"
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, svo og tvisvar á Sin-
fóníutónleikum, Gildu í „Rigoletto", sem flutt var
í Háskólabió og sólósópran-hlutverkið í ,,Requiem“
eftir Mozart með Filharmoníukómum.
Hjá Þjóðleikhúsinu söng ég Ólympíu eða dúkk-
una i Ævintýrum Hoffmanns 1966 og er það eitt
skemmtilegasta hlutverk, sem ég hef átt við, en
einnig það erfiðasta. Nú siðast söng ég með hinum
nýstofnaða óperuflokki í Tjarnarbæ, í Ástar-
drykknum eftir Donizetti, litið aukahlutverk, létt
og skemmtilegt. Aðalhlutverkin krefjast oftast
meira raddmagns en ég hef til að bera, svo að með-
hlutverkin eða svokölluð „souperette“-hlutverk, sem
oftast eru létt og lipur, henta minni rödd senni-
lega betur.
Oft hef ég verið að því spurð, hvort mér þætti
ekki leiðinlegt að fá ekki að syngja þau hlutverk,
sem ég æfi sem staðgengill fyrir aðalsöngkonurnar,
sem von er á hingað frá útlöndum, og hvers vegna
ég láti hafa mig í annað eins og það. Ég get svar-
að þvi til, að það eru ekki alltaf hlutverk, sem ég
mundi ráða við raddlega, enda ekki ætlunin að ég
taki við þeim. Fleldur er þetta gert til þess, að
hægt sé að æfa verkið í heild og hinum söngvur-
unum er nauðsynlegt að geta æft samsöng, þar sem
um er að ræða bæði dúetta, kvartetta, aríur með
kórnum o. fl., og er því nauðsynlegt að einhver
æfi fyrir aðalsöngkonuna. Þetta hefur verið góður
skóli fyrir mig, þar sem hingað hafa oft komið
frábærir leik- og hljómsveitarstjórar, og af þeim
hef ég mikið lært.
Um óskahlutverk, sem oftast er um spurt, verð
ég segja, að ekki er neitt eitt hlutverk, sem ég vildi
endilega sj'ngja, heldur eru mörg hlutverk, sem
ég vildi að ég gæti sungið með sóma, en það er
annað mál.
íslenzkir söngvarar hafa nú tekið sig saman og
myndað óperuflokk, til þess að geta starfað og æft
árið um kring. öll list krefst þjálfunar, ekki sízt
sönglistin. En þetta er ekki nóg. Það hús, sem þeir
fengu til umráða, er í alla staði mjög óhentugt
til þessa starfs, og er því miður mjög fráhrindandi.
En þeir áheyrendur, sem ekki hafa látið það á sig
Framh. á bls. 34.
19. JÚNl
31