19. júní


19. júní - 19.06.1972, Side 12

19. júní - 19.06.1972, Side 12
Höf. Guðm. L. Friðfinnsson. Útg. Iðunn Brúðarmeyjamar XX Höf. Pamela Brown Þýð. Guðrún Svava Svavarsd. Útg. Iðunn Dagfinnur dýralæknir og dýragarðurinn XXXX Höf. Hugh Lofting Þýð. Andrés Kristjánsson. Útg. Æskan Dóra í hópi umsjónarmanna XXX Höf. Dorita Farlie Bruce Þýð. ekki getið. Útg. Leiftur Drengur á flótta XXX Höf. Petra Flagestad Larsson Þýð. Benedikt Arnkelsson. Útg. Leiftur Margir kunna eflaust að spyrja: Hversvegna Úa? Þvi ekki Rauðsokka? Auðvitað hafa Úur líka velt þessu fyrir sér og rætt þetta atriði. Þegar Úur tóku tii starfa hafði Rauðsokkahreyf- ingin sem slík ekki vei'ið stofnuð hérlendis, en þegar það varð buðu Úur Vilborgu Dagbjarts- dóttur á fund með sér, þar sem þetta atriði var tekið til umræðu. Kom þá í ljós á fundi þessum að Úur og Rauðsokkur vinna að mörgum hlið- stæðum málum, en eigi að síður var það skoðun okkar að við ættum ekki að fullu samleið með Rauðsokkum og kusum við að starfa áfram eins og við höfum gert. Töldum við m.a. að okkur yrði meira ágengt á þann hátt. Eigi að síður eiga Úur og Rauðsokkur með sér gott samstarf og samband. Eins og hér hefur verið rakið hafa Úur komið viða við og haft afskipti af mörgum og misjöfn- um málum og málaflokkum. En þetta sem hér hefur verið nefnt er ekki nema lítið brot af þeim málum sem Úur hafa rætt og hafa áhuga á. Úur starfa heldur ekki ailtaf í sérstökum starfshópum, heldur meira og frekar hver fyrir sig sem Úa. Þær eru margar svo störfum hlaðnar að þær hafa ekki getað sótt neina fundi eða starfað í starfshópum, en hafa samt gjarnan viljað starfa með hópnum og hafa lika gert það, hver á sínum vettvangi. Þær eru úr mörgum stéttum og hitta þarafleiðandi margt ólíkt fólk, sem þær ræða við og koma m.a. þannig á framfæri. Úur eru alltaf sí vakandi og sístarf- andi þó ekki komi alltaf fram opinberlega nið- urstöður um störf þeirra. Gullveig Sæmundsdóttir NÝR FORMAÐUR MENNTAMÁLA- RÁÐS Inga Birna Jónsdóttir núverandi formaður menntamálaráðs er fyrsta konan, sem gegnir þvi embætti. „19. júní“ hafði í því tilefni stutt viðtal við hana, sem fer hér á eftir. Inga Birna Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 17. 9. 1934. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavik árið 1955. Starfaði sem flug- freyja í nokkur ár hjá Loftleiðum h.f. en hóf síðar nám við Háskóla Islands og lauk þaðan B.A. prófi árið 1969. Er nú kennari við Kennaraskóla Islands. Hvernig fellur þér þetta nýja embætti sem formaður Menntamálaráðs? Að sjáifsögðu var þetta dálitið erfitt í byrjun. Þetta var mér framandi og ókunnugt. Satt að segja óraði mig aldrei fyrir því að ég yrði for- maður í þessu ráði. Ég hélt mig komast upp með að vera hefðbundin hógvær kona, en þá tóku karl- mennirnir af skarið og skírskotuðu til kvenréttind- anna í þessu landi og þar með var teningnum kastað. Þetta starf felur í sér mikla möguleika til að vinna að ýmsum menningarmálum og viðfangs- efnin eru mörg og margvísleg. I nútímaþjóðfélagi með allri þessari köldu sálarlausu vélmenningu er ákaflega nauðsynlegt að hlúa að humanistisk- um fræðum eða eins og Voltaire lætur Birting segja: „Maður verður að rækta garðinn sinn“. Hvert er lilutverk Menntamálaráðs? Menntamálaráð á að ráðstafa vissri upphæð til 10 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.