19. júní


19. júní - 19.06.1972, Side 15

19. júní - 19.06.1972, Side 15
ur innan fjölskyldunnar, dreng- ir sem telpur, að ógleymdum eiginmanninum — séu vanin á það sem eðlilegan, sjálfsagðan hlut að taka virkan þátt í heim- ilishaldinu öllu, — ekki eingöngu til að læra hin einstöku verk, sem þó gæti forðað frá vandræðum, ef húsmóðirin forfallast með ein- hverju móti, heldur — og ekki síður, vegna hins, að slíkt stuðl- ar áreiðanlega að almennri sam- heldni og samábyrgð fjölskyld- unnar, sem alltaf er dýrmæt og aldrei fremur, en þegar eitthvað blæs á móti. Leikir barna og leikföng eru einn þáttur í uppeldinu sem hefur verið vaxandi gaumur gef- inn á undanförnum árum. Hér hefur einnig gilt sú hefðbundna skoðun, að ein tegund leikfanga hæfi drengjum, önnur telpum. Drengurinn fær sinn bíl eða bát, telpan sína dúkku eða dúkku- lísu. Ekki finnst mér nú beint ástæði til að amast við því, en hinsvegar alrangt að halda einu leikfangi fremur öðru að barn- inu, bílnum að drengnum, — af því að hann er drengur, brúðunni að systur hans, af því að það hljóti að hæfa henni betur. Sann- leikurinn er auðvitað sá, að börn eins og fullorðið fólk, eru gróf- lega ólík sem einstaklingar, að upplagi og áhugamálum. Ætli ekki einmitt, að vandi uppaland- ans, bæði foreldra og skóla, sé hvað mest í því fólginn að taka tillit til barnsins sem einstakl- ingsveru, — falla ekki í þá gryf ju að reyna um of að móta persónu- leika þess og atferli að eigin geðþótta í stað þess að reyna að skilja sérstöðu þess og hjálpa því til að beina hæfileikum og hneigðum í jákvæðan farveg? Er ekki alveg sjálfsagt að leyfa stelpunum í 10 ára bekk að srníða bát í handavinnunni, ef þær lang- ar meira til þess en að prjóna vettlinga — eða þvottapoka? Ekki af því að ég telji bátinn hótinu göfugra verkefni en vettl- ingana, heldur vegna þess að verkefni, sem þær hafa áhuga á, er líklegra til að veita þeim gleði og fullnægingu, heldur en hitt, sem þeim ef til vill leiðist. Og hví ekki að leyfa strákunum að malla í eldhúsinu af og til?. Ýms- ir íslenzkir skólar munu þegar hafa tekið upp frjálsara val í handavinnu telpna og drengja, og tel ég þar tvímælalaust stefnt í rétta átt. I öllum þeim háværu umræð- um sem orðið hafa að undan- förnu hér á landi og öðrum vest- rænum löndum um aukin kven- réttindi (fyrirgefið — ég átti víst að segja mannréttindi), — bætta aðstöðu kvenna í þjóðfé- laginu, tel ég einfaldlega þetta vera merg málsins: Að hver kona eigi sitt val — að svo miklu leyti, sem nokkur einstaklingur getur heimtað slíkt, — um það hvernig hún hagar lífi sínu og lífsstarfi, og að móðurhlutverk og umönn- un heimilis komi ekki í veg fyr- ir, að hún geti sinnt því starfi, sem hún hefur aflað sér mennt- unar til og hefur áhuga á að rækja. Því miður vantar töluvert á, að íslenzkt þjóðfélag geri þetta kleift, þótt vaxandi skilnings gæti á hinni erfiðu aðstöðu kvenna, sem vilja eða verða, — nema hvorttveggja sé — að sam- eina húsmóðurhlutverkið hlut- gengri þátttöku í almennu at- vinnu- og menningarlífi þjóðar- innar. Ég er þeirrar skoðunar, að aukið uppeldislegt jafnræði milli kynjanna myndi stuðla að lausn þessa vanda með meiri og sjálf- viljuglegri verkaskiptingu þeirra Það er þó jafnframt trúa mín, að hvað sem líður aukinni mennt un og sjálfstæði kvenna, þá muni þær almennt — enn sem fyrr —• meta móðurhlutverkið og þá á- byrgð, sem því fylgir, meir en önnur störf. Þar fyrir væri eðli- legt og æskilegt, að hlutur föð- urins í uppeldi og umönnun barna sinna ykist verulega frá því sem nú gerist almennt. En mér hefur alltaf fundizt, að sú stórkostlega kvöð, sem móðir náttúra leggur á konuna eina: — að ganga með og fæða börn hljóti um leið að móta að einhverju marki hneigðir hennar og . á- hugamál. Mér vitanlega hefur ekki enn verið hnekkt visinda- legum niðurstöðum um, að nokk- ur eðlismunur væri á sálarlífi karla og kvenna, en ýmsir og þá aðallega konur sjálfar, þurfa endilega að rangtúlka á þá leið, að sálarlíf konunnar sé talið ó- æðra en karla, að þær séu jafn- vel ,,sálarlausar“. Þessi afstaða, sem jafnvel sumar ungar mennta konur láta sér hæfa að gerast 19. JÚNÍ 13

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.