19. júní - 19.06.1972, Side 17
lega heilbrigðum kynstofni og
búa við vaxandi menningu, er
nauðsynlegt, að búa stúlkur vel
undir móðurhlutverkið og pilta
undir föðurhlutverkið. Uppeldið
verður að miða að því, að börnin
geti, þegar þar að kemur, gegnt
þessum hlutverkum á ábyrgan
hátt.
Þó að hér hafi verið lögð
áherzla á nauðsyn þess, að haga
uppeldi telpna og drengja nokk-
uð sitt með hvoru móti, er ekki
þar með sagt, að ekki þurfi ýmsu
að breyta í kennslu og uppeldi.
Þessar breytingar þurfa fyrst og
fremst að miða að því, að gera
foreldrunum Ijósa ábyrgð sína
og mikilvægi föðurhlutverksins,
ef uppeldi á að takast vel. Fólki
verður að skiljast, að ekki er
hægt að setja jafnaðarmerki á
milli föður og fyrirvinnu. Hlut-
verk föðurins á að vera meira.
Hann á að vera beinn þátttak-
andi í uppeldinu. Rannsóknir
Sigurjóns Björnssonar á reyk-
vískum börnum hafa sýnt greini-
lega þýðingu vinnutíma föður og
reglusemi hans fyrir geðheilsu
barnanna, auk þýðingu sambúð-
ar foreldranna og ýmissa þátta
hjá móðurinni. Þó að faðir geti
ekki komið í stað móður í uppeld-
inu, getur hann tvímælalaust létt
undir með henni, ef hún vill frek-
ar, eða þarf að sinna störfum ut-
an heimilis.
Nútímauppeldi þarf að stuðla
að betra heilbrigði komandi kyn-
slóða. Því ber að undirbúa börn-
in svo, að þau geti frjálst valið
sér framtiðarhlutverk við sitt
hæfi. Þau þurfa að geta tekið til-
lit til nauðsynlegrar hlutverka-
skiptingar karla og kvenna, sem
getur verið mismunandi eftir
óskum og þörfum hvors aðila um
sig, eða eftir þörfum samfélags-
ins sem heildar. Samkvæmt
þessu þarf að leggja áherzlu á
hin sameiginlegu verkefni kynj-
anna og undirbúa pilta og stúlk-
ur til þess, að geta komið hvort í
annars stað og unnið saman, ut-
an veggja heimilisins og innan,
þrátt fyrir mismunandi líffræði-
legt hlutverk, sem ekki verður
breytt með uppeldi.
Tómas Helgason:
Sömu kröfur til beggja kynja
öll fæðumst við jöfn. Efna-
hagur og afstaða foreldra til upp-
eldis ráða mestu, hvernig úr ræt-
ist fyrir hverju okkar.
Uppeldi miðar að þvi að gera
hvern einstakling sem bezt fær-
an að takast á við hin ýmsu
vandamál mannlífsins. Því meiri
menntun, víðsýni og umburðar-
iyndi gagnvart öðrum, þeim mun
auðveldari reynist róðurinn, á-
nægjuríkara líf.
Allt til þessa hefur drengjum
frekar verið haldið til mennta,
þeir verða fyrirvinnur, þeim er
opin leið til valda í þjóðfélaginu.
Þar sem efnahagur er af skorn-
um skammti er sonurinn heldur
kostaður til náms, þótt gáfur og
námshæfileikar systur hans séu
meiri. Strax á fyrsta mánuði
er byrjað að greina kynin í sund-
ur. Þau eru klædd í mismunandi
liti, jafnvel þykir svolitið merki-
legra að eignast son en dóttur.
Þegar að vali leikfanga kemur
fá telpurnar brúður að gæla við.
Gæti nú ekki verið, að drengirnir
hefðu jafnríka þörf fyrir að sýna
ástúð og læra að klæða í og úr.
Það auðveldar þeim að takast á
við fjölskyldu og föðurhlutverk-
ið seinna.
Drengir fá vélar og leikföng,
sem taka má í sundur og setja
saman, reynir þá þegar á hugvit
og útsjónarsemi. Systur þeirra fá
boliastell, svo þær geti æft sig
að malla og þvo upp, með því er
huga þeirra þegar beint á vissa
braut.
I handavinnunámi í skóla held-
ur mismununin áfram. Drengir
fá fjölbreyttari verkefni svo sem
smíðar, leðurvinnu, málmsmíði,
smelti, leii’vinnu, bókband, og
og ljúka öllu sínu verki í skól-
anum.
Telpurnar hinsvegar læra alls-
konar útsaum, prjón og hekl,
þær mega sitja heima yfir saum-
um meðan bræður þeirra leika
sér úti.
Drengina skal stæla, gera
sterka og stóra, ekki mega þeir
gráta né sýna tilfinningasemi.
Það gera bara stelpur.
19. JÚNÍ
15
L