19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 18
Þegar komið er á framhalds-
skólastig, er áberandi hversu
drengirnir eru þegar orðnir út-
haldsbetri og þrekmeiri í öilum
leikjum. Leikfimin er frábnjgðin
stúlkurnar tipla á tánum og
gera mýktaræfingar meðan
drengirnir gera þolæfingar. Lík-
amsbygging kynjanna er að vísu
ekki sú sama, en of mikið er þó
gert úr þeim mismun.
Hvers vegna er t.d. stúlkum
gert að synda skemra í prófi en
piltum? Á þennan hátt er alin
upp í stúlkum linkan. Þeim er
hlíft við iíkamlegum átökum,
stuðlað að þvi að þær haidi að
sér höndum. Kominn er tími til
að hætta þessari sundurgrein
ingu og gera sömu kröfur til
beggja kynjanna. öll börn eiga
að hafa sama námsefni þannig,
að þau fái vissa undirstöðu-
menntun, bæði í svokallaðri
handavinnu stúlkna, drengja og
í heimilisstörfum.
Seinna á námsbrautinni gætu
hinar ýmsu handmenntir verið
valgreinar, opnar báðum kynjum
jafnt. Síðan getur hver stundað
það sem hugur stendur til.
Takmarkið er að hver þjóð-
félagsþegn verði fær um að sjá
fyrir sér sjálfur. Stúlkum er ekki
áskapað að verða þjónustur þó
þær verði mæður. Til þessa virð-
ist allt uppeldi hafa miðað að
því að gera þær að slíkum.
Hugarfarsbreyting í uppeldis-
málum verður að eiga sér stað
með þjóðinni. Veita verður stúlk-
um sömu tækifæri til að stunda
nám og ljúka því, en á því hefur
verið mikill misbrestur. Þær
verða að öðlast rétt til lífsstarfs
að eigin vali.
Edda Óskarsdóttir.
Heimilisstörf vinna sig ekki sjálf
Um aldaraðir hefur ríkt á-
kveðin verkaskipting milli kynj-
anna og því má telja mjög eðli-
legt að reynt væri með uppeld-
inu að búa börnin undir væntan-
leg framtíðarstörf.
Með breyttum samfélagshátt-
um síðari áratuga — þörf þjóð-
félagsins á starfskröftum kvenna
víðar en innan veggja heimilisins
— meiri vélvæðingu og minni
umsvifum á heimilum og minni
félagslegum samskiptum innan
veggja heimilisins, vegna smæð-
ar fjölskyldunnar, þá hafa kon-
ur í siauknum mæli leitað út fyrir
heimilin, bæði til að fá útrás fyr-
starfsorku sína og félagslega
þörf og oft af brýnni fjárhags-
legri nauðsyn. Sjálfsagt munu
samt verða margar konur, sem
fá fulla útrás fyrir starfsorku
og félagslega þörf innan veggja
heimilisins a.m.k. um visst ára-
bil og vinna þær þar vissulega
dýrmæt störf.
Þrátt fyrir þær breytingar sem
orðnar eru í þjóðfélaginu er samt
enn töluvert ráðandi í uppeldinu
það viðhorf, að hver kona muni
giftast og eignast fyrirvinnu.
Þetta viðhorf veldur því að yfir-
leitt er starfsmenntun hennar
vanrækt hrapallega, því hvorki
giftast allar konur eða fá full-
nægjandi starfsvettvang á heim-
ilinu, og ekki er hjónabandið
heldur nein liftrygging.
Þá rikir hið almenna viðhorf,
að það sé konunnar að sjá um
heimilisstörfin, þótt hún stundi
störf utan heimilis og slíkt verð-
ur, þegar til lengdar lætur, allt-
of mikið álag. Nýlega las ég um
könnun, sem gerð var í Dan-
mörku „vegna lélegs heilsufars
útivinnandi húsmæðra“. Spurt
var um hjálp heimilisfólksins —
jú, allir voru reiðubúnir að
hjálpa til, en það reyndist þegar
til kastanna kom stopul hjálp.
Húsmóðirin varð í fiestum tilfell-
um að hafa umsjón með öllum
verkum, hugsa fyrir öllu og á-
stæðan fyrir heilsutapinu reynd-
ist þreyta. Þetta með að heim-
ilisstörfin lendi á konunni er svo
venjulega ekki aðeins vegna sið-
venjunnar, heldur einnig vegna
þess, að svo mjög sem við van-
rækjum kennslu beggja kynj-
anna í heimilisstörfum, þá er þó
stúlkunum yfirleitt aðeins betur
sinnt i því efni, og störfin lenda
því frekar á þeim, sem eitthvað
kunna til þeirra.
Ef við eigum að komast hjá,
að heimilið, börnin og annað
heimilisfólk líði við, að konur
taki sífellt meiri þátt í almenn-
16
19. JÚNÍ