19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1972, Qupperneq 31
Hvernig kanntu við þig í Kópavogi? Vel. Annars er ég svo ánægð með mitt hlutskipti í lífinu, að ég er viss um að ég kynni alls staðar vel við mig nálægt mínum nánustu. Hvar hefur þú nú helzt dvalið ? Ég er ættuð úr Reykjavík og hef alizt þar upp og gengið í skóla, þó að ekkert hafi orðið af langskólagöngu, þar sem ég giftist mjög ung. Hefurðu skrifað lengi? Nei. Ég gerði eins og margir unglingar, dundaði við að skrifa ljóð og hætti því svo. Söguformið heillaði mig ekki og svo datt mér í hug að spreyta mig á leikritagerð. Er „Svartur sólargeisli" fyrsta verk þitt? Ég hef gert eina ófullkomna tilraun áður að skrifa leikrit. Það var veturinn 68—69 og fjallaði það um systkini, sem bjuggu saman og vandamál þeirra. Sumarið ’69 skrifaði ég svo fyrstu gerðina af sjónvarpsleikritinu, en það er mjög breytt. Hvernig fékkstu hugdettuna? Mér detta oft í hug skrítnar spurningar og ég fæ oft hugdettur í spurningarformi. Sólvei Ása Sólveig, hver er hún? Samdi hún ekki „Svartur sólar- geisli”, sem flutt var í sjónvarpinu í vetur? Jú. það er rétt. En auk þess er hún ung og myndarleg húsmóðir og þriggja barna móðir í Kópavogi. Við ákváðum að leita hana uppi til að kynnast henni svolítið nánar. Var einhver sérstök ástæða fyrir því, að þú valdir kynþáttavandamálið til að skrifa um? Nei, það var bara hugdetta. Ég hef oft velt fyrir mér, hvað myndi gerast, ef stúlka kæmi heim til íslands með lítið barn. Ég held, að fólk myndi kingja því, þar sem f jölskylduböndin eru mjög sterk. Styðst persónusköpun þín nokkuð við veruleikann? Ég passa mig á því, að skrifa ekki um það, sem ég þekki mjög náið og eru per- sónurnar því algjör skáldskapur. Hefur þú komizt í snertingu við kynþáttavandamálið? Ekki er hægt að segja það, en ég hef rætt við konur, sem hafa komið heim frá Bandaríkjunum og þær sögðu, að fólk ræði þetta bara alls ekki. Þetta er og við- horf móðurinnar í leikritinu og hún er raunverulega veikasta persónan í leikritinu að gerð. Hvernig heldurðu að Islendingar tækju því að fá svolítinn slatta af hörundsdökk- um inn í landið? Okkur er mjög hælt fyrir þjóðernistilfinningu, en ég tel hana frekar löst, og tel ég því, að íslendingar myndu bregðast verr við en ýmsir aðrir. 19. JÚNÍ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.