19. júní


19. júní - 19.06.1972, Page 40

19. júní - 19.06.1972, Page 40
Talað er um, að kenna megi fólki að fara með vín. Að minni hyggju er það ekki kleift, þar sem svo mörg atriði koma þar til greina, félagar, um- hverfi, skapgerð og sálarástand hverju sinni. Hins vegar tel ég, að drykkjusýki, alkóhólismi, sé hreinn sjúkdómur. Á viðhorfið til áfengissjúklinga að mótast af því hugarfari og þeir að hljóta með- ferð í samræmi við það. Tel ég, að almennings- álitið gagnvart áfengissjúklingum verði að breyt- ast, því að erfitt verður að ná til áfengissjúklinga með lækningu, á meðan samfélagið iítur ekki á aikóhólisma sem sjúkdóm. Er nokkuð fleira, sem þú vildir láta gera til varnar ofnotkunar áfengis hér á landi? I sambandi við hina almennu vínneyzlu íslend- inga, mundi ég vilja láta fara fram víðtæka rann- sókn á orsökum víndrykkju hér á landi. Því hefur verið haldið fram, að ofnotkun áfengis eigi ræt- ur sínar að rekja til lífsflóttans. Lífsflótta má rekja til öryggisleysis í lífi mannanna. Hverjar telur þú vera ástæður öryggisleysistil- finningar manna? Persónulega tel ég öryggislcysistilfinninguna stafa af þverrandi trú á Guði. Sem kennari hefði ég ekki verið fær um að horfast í augu við sum vandamál, sem ég hefi orðið að glíma við, ef ég hefði ekki trúað á handleiðslu Guðs. Trú grund- vallast á persónulegri reynslu einstaklingsins og verður aldrei sönnuð með vísindalegum aðferð- um, má í því sambandi nefna bænasvör trúaðra manna, sem þcir, sem ekki trúa, líta á sem til- viljanir. Kristin trú grundvallast á kærleiksboð- orðinu. Og væri því fylgt eftir, mundu mörg vanda- mál mannlegs lífs gufa upp. En gagnvart Guði finn ég að sjálfsögðu vanmátt minn og veikleika. Fi iii iii |iláss Þóra Einarsdóttir er löngu þjóðkunn kona fyr- ir afskipti sín af mannúðarmálum. Meðal starfa, sem hún hefur haft á hendi á sviði félagsmála, er formennska í Hjálparnefnd stúlkna. Við hitt- umst eina kvöldstund og ræddum störf Hjálpar- nefndar stúlkna. Einnig barst talið að því, sem betur mætti horfa í þeim efnum. Svona í upphafi samtals okkar, hvað viltu segja um starfsvið nefndarinnar? Milli fslands og Danmerkur er til gamall samningur, sem fjallar um dvöl íslenzkra stúlkna á upptökuheimilum í Danmörku. 1959 skipar menntamálaráðherra nefnd til að annast vistun stúlkna erlendis samkvæmt þessum samningi. f apríl 1968 tók ég við formannsstörfum í þessari nefnd samkvæmt beiðni ráðherra. Með mér í Hjálparnefnd stúlkna eru nú Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn, frá lögreglunni og Þorkell Þórðarson, framfærslufulltrúi hjá Reykjavíkur- borg. Hvert er helzta vandamál þeirra stúlkna, sem þið hafið sinnt á undanförnum árum? Meirihluti þeirra stúlkna, sem nefndin hefur verið beðin fyrir, hefur átt við áfengisvandamál að stríða. Frá hvaða aðilum berast flestar beiðnir? Aðallega frá lögreglunni, geðlæknum og vanda- mönnum stúlknanna. Hvernig hefur gengið með vistun fyrir kon- ur, sem eiga við áfengisvandamál að stríða, í Dan- mörku? Þegar nefndinni varð ljóst, að áfengisvanda- málið var aðalvandamálið, kynnti hún sér tilhög- un slikra heimila í Danmörku vegna fyrrgreinds samnings, en hæli, sem eingöngu erufyrirdrykkju- konur og veitt geta viðeigandi læknisþjónustu, eru ekki til í Danmörku. Að vísu eru til í Danmörku upptökuheimili fyrir ungar stúlkur, en þær konur, sem flestar umsóknir bárust út af, voru komnar yfir þann aldur. Hver voru þá úrræði nefndarinnar? Með samþykki menntamálaráðherra leitaði nefndin þá til Noregs um vistun fyrir konur, sem eiga við áfengisvandamál að stríða. Var nefndinni falið að ná samkomulagi við hlutaðeigandi yfir- völd í Noregi um vistun drykkjukvenna á hæli fyrir drykkjukonur. Fékk nefndin sjúkrapláss fyr- ir 5 konur, sem fullsetin hafa verið eftir því, sem ástæður hafa leyft. 38 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.