19. júní


19. júní - 19.06.1974, Side 5

19. júní - 19.06.1974, Side 5
STJORNARSKRÁIN 1874-1974 Um stjórnarskrár Sagan sýnir, að stjómarskrár hafa verið settar til þess að fyrst og fremst að tryggja frelsi fólksins. Stjórnarskrár hafa oft orðið til eftir langa og harða baráttu þjóða fyrir fullveldi og sjálfstæði, ýmist gegn erlendum valdhöfum eða innlendum einvalds- hermm. f stjórnarskrá em því fest meginatriði stjórnskipunar, stjórnfrelsi og þau mannréttindi, sem fólkið vill tryggja sér. Hefur þar borið hæst mál- frelsi, ritfrelsi, félagafrelsi, trúfrelsi, fundafrelsi og trygging gegn því, að menn séu sviptir frelsi án dóms og laga. Sjálfstæði dómstólanna hefur jafnan verið mikilvægt atriði í stjórnarskrám. Stjórnarskrár eru þess vegna að efni til æðri öðr- um lögum. En það sem gefur stjómarskránum og ákvæðum þeirra aukið gildi er það, að yfirleitt em þær betur vemdaðar gegn tiðum breytingum en venjuleg lög. Stjórnarskrám er víðast hvar ekki hægt að breyta, til dæmis hér á landi, á sama hátt og almennum lögum. Venjulegum lögum má breyta á einu þingi, með því að fá breytinguna samþykkta í báðum deildum. En til þess að breyta stjórnarskránni þarf Alþingi fyrst að samþykkja breytinguna, en síðan þarf að rjúfa þingið, fella niður umboð allra þingmanna, efna til nýrra kosninga, og því aðeins nær stjórnarskrárbreytingin gildi, að hún verði sam- þykkt af hinu nýkjörna þingi. Þessi aðferð, sem er höfð hér á landi og í ýmsum öðmm löndum, er milcil trygging fyrir þvi, að gmndvallaratriðum stjórnarskrárinnar um frelsi, fullveldi, mannréttindi verði ekki breytt að ófyrirsynju. Sijóruarskráin 1874 Islendingar eignuðust fyrstú stjómarskrá sína á þjóðhátíðarárinu 1874. .Það var ekki þjóðin sjálf eða Alþingi Islendinga, sem setti þá stjórnarskrá, heldur var það konungurinn, Kristján hinn níundi, sem ,.gaf‘‘ hana þjóðinni. Margir fögnuðu þessari stjórnarskrá, enda þjóðin í afmælisskapi vegna hinn- ar miklu hátíðar. Óneitanlega hafði stjórnarskráin margt gott að geyma. Hún færði þjóðinni löggjafar- vald og fjárveitingavald, og í henni vom ákvæði um þau mannréttindi, sem margar þjóðir höfðu barist fvrir um langan aldur. En á stjórnarskránni voru einnig ýmsir annmarkar. og því varð hún fyrir mikilli gagnrýni, meðal annars af hálfu Jóns forseta Sigurðssonar, fyrir þá sök, að hún gengi miklu skemmra en sjálfstæðis- og frelsiskröfur Is- lendinga. Harðar deilur höfðu staðið um réttindi landsins milli Isendinga og danska stjórnvalda. Frelsisbar- átta islensku þjóðarinnar hafði verið háð i nokkra áratugi undir leiðsögn okkar bestu manna. Árið 1851 hafði verið kallaður saman þjóðfundur til að setja þjóðinni stjórnlög eða stjórnarskrá. En áður en það gæti orðið var þjóðfundinum slitið af hálfu fvdltrúa konungs, gegn mótmælum Jóns Sigurðsson- ar og annarra þjóðfundarmanna. Landsmenn börðust áfram fyrir því að fá innlenda stjórn, löggjafarvald í hendur Alþingis, fyrir endur- heimt frelsis og sjálfsforræðis. 20 ámm eftir þjóð- fundinn svöruðu Danir frelsiskröfum Islendinga með því, að danska ríkisþingið og konungurinn settu hin svokölluðu stöðulög. Það vora lög um stöðu Islands í rikinu, og var þar ákveðið, að ísland væri óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis, með sérstökum landsrétt- indum. íslendingar vora ekki spurðir, málið ekki borið undir Alþingi. Þessum lögum var harðlega mót- mælt af íslendinga hálfu sem lögleysu, þar sem ríkisþingið liefði ekkert vald yfir málefnum íslands. 19. JÚNÍ 3

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.