19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 16
kona, er laun tekur eftir hinum almennu launalögum, skal kaupa lífeyri í sjóði þeim, er ræðir um í 1. gr. og verja til þess 7% af árslaunum sínum.“ I 12. gr. sömu laga segir svo: „Ekkill konu, sem gegnt hefur embætti, hefur sama rétt til líf- eyris úr sjóðnum sem ekkja em- bættismanns, með öllum sömu takmörkunum. ‘ ‘ Núgildandi lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eru nr. 29 frá 1963. Þau byggja á sömu reglu og lögin um lífeyrissjóð embættis- manna og ekkna þeirra, en þar segir í 14. gr.: „Nú andast sjóð- félagi og lætur hann eftir sig maka á lífi og á þá hinn eftirlif- andi maki rétt til lífeyris úr sjóðn- um.“ f sömu grein er svohljóðandi ákvæði: „Þegar sjóðfélagi deyr, sem ver- ið hefur tvígiftur og lætur eftir sig tvo maka á lífi, skiptist maka- lífeyririnn milli þeirra i beinu hlutfalli við þann tíma, sem hvor þeirra hefur verið giftur hinum látna sjóðfélaga á þeim tíma er hann ávann sér lífeyrisréttindi og eða naut lifeyris úr sjóðnum. Ef annar hinna eftirlifandi maka giftist að nýju, fellur allur líf- eyririnn til hins, en skiptist aft- ur sé því hjónabandi slitið, enda veiti síðara hjónabandið ekki rétt til lifeyris úr sjóðnum eða öðrum hliðstæðum sjóði. Hliðstæð regla gildir, séu rétt- hafar makalífeyris fleiri en tveir.“ Þetta ákvæði um skiptingu líf- eyris á milli maka og fyrrverandi maka sjóðfélaga er nýmæli. T lög- unum nr. 64 frá 1955 um lifeyr- issjóð starfsmanna ríkisins er um þetta efni svofellt ákvæði í 14. gr. „Nú andast sjóðfélagi og lætur hann eftir sig maka á lífi og á.þá hinn eftirlifandi maki rétt til líf- eyris úr sjóðnum, enda hafi hinn látni greitt iðgjöld til sjóðsins í 10 ár eða lengri tima og hjóna- bandinu hafi eigi verið slitið að lögum áður en hann lézt.“ I 16. gr. núgildandi laga er á- kvæði um, að böm eða kjörbörn, sem sjóðfélagi lætur eftir sig, er hann andast og yngri eru en 18 ára, skulu fá árlegan lífeyri úr sjóðnum þar til þau eru fullra 18 ára að aldri. Núgildandi lög um tekjuskatt og eignaskatt eru nr. 68 frá 1971 eins og þau lög urðu við breyting- ar með lögum nr. 7 frá 1972. 3. gr. laganna er svohljóðandi: „Tekjur hjóna, sem samvistum eru, skulu saman taldar til skatt- gjalds, enda þótt séreign sé eða sératvinna. Ábyrgjast þau bæði skattgreiðslu og undirrita skatt- framtalið. Rétt er því hjóna, er skattgreiðslu annast eða erfingj- um þess, að krefjast endurgjalds af hinu eða erfingjum þess á þeim hluta skattsins, er að réttum töl- um kemur á séreign eða sérat- vinnu þess hjóna, er eigi innti af hendi skattgreiðslu. Nú vinnur gift kona, sem er samvistum við mann sinn, fyrir skattskyldum tekjum og eiga þá hjónin rétt á því, að dregin séu 50% frá þeim tekjum hennar, áð- ur en skattgjald er lagt á tekjur þeirra hjónanna, enda sé tekn- anna ekki aflað hjá fyrirtæki eða félagi, sem hjónin, annað hvort eða bæði, eða ófjárráða börn beirra eiga eða reka að verulegu leyti, sbr. 3. mgr. Nú telja hjón sér hagfelldara, að tekjur kon- unnar séu sérstaklega skattlagðar og geta þau þá krafizt þess, að skattur sé á þau lagður sitt í hvoru lagi. Ómagafrádráttur allur skipt- ist þá til helminga á milli hjón- anna. Annar frádráttur en per- sónuleg gjöld konunnar telst við útreikninginn hjá eiginmannin- um. Þegar gift kona vinnur við fyr- irtæki eða félag, sem hjónin ann- að hvort eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra eiga eða reka að veru- legu leyti, á hún rétt á því, að helmingur launa hennar eða á- ætlaðs hluta hennar af sameigin- legum hreinum tekjum hjónanna, miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna, verði dreginn frá sameiginlegum tekj- um hjónanna. Aldrei skal þó koma hærri fjárhæð til frádráttar af þessum sökum en nemur % hluta persónufrádráttar hjóna sam- kvæmt B-lið 1. mgr. 16. gr. sbr. 53. gr. . . “ (Persónufrádráttur hjóna og einstaklinga hefur verið breyti- legur frá ári til árs.) „Eignir hjóna, sem samvistum eru, skulu lagðar saman til eigna- skatts, enda ábyrgjast bæði greiðslu." 1. og 4. mgr. þessarar greinar, um skattskyldu af tekjum og eign- um og um sameiginlega ábyrgð hjóna á greiðslu skatta, er ekki i samræmi við lögin frá 1923 um réttindi og skyldur hjóna. Heimild til frádráttar á 50% af tekjum giftra kvenna áður en hinn helmingurinn er lagður við tekjur eiginmannsins kom fyrst í lög á árinu 1958. Þessi regla er töluvert hagmunamál hjóna í þeim tilvikum, að konan afli tekna, þar sem greidd húshjálp og barnagæsla er ekki frádráttarbær. En jafnréttisviðurkenning getur regla þessi ekki talist. Eins og rakið hefur verið þá er hjónum heimilt að telja fram til skatts sitt í hvoru lagi. En sam- kvæmt lögum, þá eru það bara tekjur konunnar, sem hægt er að krefjast sérsköttunar á og til frá- dráttar kemur þá helmingur ó- 14 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.