19. júní - 19.06.1974, Qupperneq 17
magafrádráttar. Allar eignir bús-
ins koma á framtal mannsins og
jafnframt allur annar frádráttur,
en persónuleg gjöld konunnar og
svo hálfur ómagafrádráttur. Þann-
ig, að ekki er heimildin til sér-
sköttunar frekar iafnréttisviður-
kenning en heimildin til 50% frá-
dráttar.
Um útsvör gilda lög nr. 8 frá
1972. Samkvæmt þeim lögum, er
ekki lengur heimild til þess að
draga frá 50% af tekjum giftra
kvenna, áður en tekjurnar eru
skattlagðar með tekjum mannsins,
heldur skal hver útsvarsgreiðandi
greiða 10% af brúttótekjum sín-
um, að frádregnum vissum fjár-
hæðum, en það er kr. 7.000 fyrir
hjón og einstæða foreldra, sem
hafa fyrir heimili að sjá og kr.
5.000 fyrir einstaklinga. Fyrir
hvert barn innan 16 ára, sem
gjaldandi hefur á framfæri sínu
skal lækka útsvar hans um kr.
1.000. Hafi gjaldandi fleiri en 3
börn innan 16 ára á framfæri
sínu, skal ennfremur lækka útsvar
hans um kr. 2.000 fyrir hvert
barn umfram þrjú.
Skattalögin gera meiri greina-
mun á hlutverki karla og kvenna
en þau lög önnur, sem hér hafa
verið rakin. í skattalögunum er
t. d. ekki sagt, ef bæði hjónin
vinna fyrir skattskyldum tekjum,
þá eigi þau rétt á þvi, að dregin
séu svo og svo mörg prósent frá
skattskyldum tekjum þeirra áður
en þær eru skattlagðar. Ekki held-
ur, að telji hjón sér hagfeldara,
„að tekjur þeirra séu sérstaklega
skattlagðar“, heldur, „að tekjur
kcnunnar séu sérstaklega skatt-
lagðar“. Þannig að tekjur konu
eru eitthvað sérstakt, þegar skatta-
lög eru athuguð.
Hér að framan hafa þau laga-
ákvæði verið rakin, sem mér sýn-
ast helst snerta fyrirvinnuhug-
takið. Að frátöldum skattalögun-
um, ákvæðinu i lögunum um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
is um heimild fyrir gifta konu,
sem veitir heimili forstöðu, að
vinna % hluta úr fullri vinnu
gegn samsvarandi frádrætti i
launum, svo og ákvæðinu i 12. gr.
laganna um réttindi og skyldur
hjóna, sem heimila konu að gera
samninga, sem skuldbinda mann-
inn vegna sérþarfa konunnar, þá
virðist löggjöf okkar miða við jöfn
réttindi og jafnar skyldur karla
og kvenna almennt og þá ekki
síður í fyrirvinnuhlutverkum
þeirra.
Lögin virðast ganga miklu
lengra í jafnréttisátt en lifnaðar-
hættir okkar og réttarvitund ber
vott um. Enda er það svo að mögu-
leikar þeir, sem lögin veita, eru
ekki nena að litlu leyti notaðir og
sum fyrirmæli laganna beinlínis
sniðgengin. Sem dæmi má taka,
að með lögum um mannanöfn,
en þau eru frá 1925, er kveðið á
um það, að hver maður skuli heita
einu islensku nafni eða tveim og
kenna sig til föður, móður eða
kjörföður og jafnan rita nafn og
kenningarnafn með sama hætti
alla ævi Mér er ekki kunnugt
um nokkurn mann á Islandi, sem
kennir sig eingöngu til móður
sinnar, en um einn mann veit
ég, sem notar fyrsta staf i nafni
móður sinnar sem hluta af nafn-
ritun sinni. Skyldu nú ekki mörg
okkar teljast fullsæmd af þvi að
kenna okkur til mæðra okkar?
Þegar haft er i huga, að íslensk-
ar konur fengu flestum konum
fyrr pólilísk réttindi (þær fengu
kosningarétt með vissum takmörk-
unum til sveitastjóma á árinu
1882, á árinu 1902 kjörgengi til
sveitastjórna og sóknanefnda, á
árinu 1915 kosningarétt við kosn-
ingar til alþingis með takmörkum
og full pólitísk réttindi á árinu
1920), þá er þátttaka þeirra í
stjórnmálum allt fram á þennan
dag furðu lítil.
Á árinu 1911 var konum veitt-
ur réttur til náms og embætta til
jafns við karlmenn. Fyrsta konan,
sem skipuð var í embætti hér á
landi, var Katrín Thoroddsen, en
hún var skipuð héraðslæknir á
árinu 1923. Á árinu 1933 var Ásta
Magnúsdóttir skipuð rikisféhirðir.
Teresía Guðmundsson var skipuð
veðurstofustjóri á árinu 1946. En
þegar á árinu 1921 var kveðið á
um rétt ekkils konu, sem gengt
hafði embætti til eftirlauna eftir
konuna. Og enn þann dag í dag er
verið að gera veður út af því í
fjölmiðlum, fái konur embætti eða
starfsréttindi, sem hinir venjuleg-
ustu karlmenn hafa haft á hendi í
áratugi, t. d. ráðherrar, prófessor-
ar, dómarar, hæstaréttarlögmenn
og fleira og fleira.
Þrátt fyrir jafnréttislega lög-
gjöf, þá hefur hið islenzka þjóð-
félag verið ósvikið karlmannaþjóð-
félag hingað til og af þjóðfélagsins
hálfu hefur litið verið gert til þess
að örva konur til að nota þau rétt-
indi, sem lögin veita þeim. Það
hefur þótt sjálfsagt og eðlilegt, að
konur ynnu utan heimilis, svo
framarlega sem hagsmunir karla
eða þjóðfélagsins krefðust þess, en
ekki annars.
Það er tómt mál að tala um
sömu réttindi til náms og starfs
fyrir karla og konur svo lengi,
sem ekki er hægt að sjá fyrir
gæzlu barna. Það er athyglisvert,
að fvrii allar sveitastjórnakosn-
ingar eru festir stjórnmálamenn
uppfullir af áhuga á dagheimilum
og bamaheimilum, en að afstöðn-
um kosningum er það móðurum-
hyggjan ein sem dugir. Og er þá
ekkert annað boðlegt börnum en
að njóta móðurlegrar umhyggju
19. JÚNÍ
15