19. júní


19. júní - 19.06.1974, Side 24

19. júní - 19.06.1974, Side 24
Fram til ársins 1973 var Styrktarfélagið rekstrar- aðilinn, en það ár tók ríkið við rekstri hans. Þetta er eini skólinn á öllu landinu, sem ætlaður er hreyfi- hömluðum börnum. Fvrsta starfsár skólans voru nemendur um 20 á aldrinum 7-17 ára, og hefur svipaður fjöldi ver- ið ár hvert (20-24). Vegna ónógra húsakynna hefur aldrei verið unnt að taka við öllum, sem sótt hafa um skólavist. Meirihluti nemenda er af Stór-Reykja- víkursvæðinu, en umsóknir hafa borist víðsvegar að af landinu. Markmið skólans er að gefa fötluðmn bömum tækifæri til að ljúka hinu almenna skyldunámi, þeim sem það geta, og þar með veita undirbúning til frekara náms, ennfremur fá þau meðferð hjá sjúkraþjálfara, en það er ekki síður þýðingarmikið í uppeldi þeirra. 1 vetur hafa 5 nemendur verið í heimagöngu, en hinir hafa verið í heimavist en fara heim um helgar. Þá má geta þess, að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur um árabil tekið við börnum í sumar- dvöl, sem sökum fötlunar em hindmð í að geta dvalið á almennum sumardvalarheimilum. Húsa- kynni heimavistarskólans, sem em eign Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, hafa þannig verið nýtt allan ársins hring hin síðustu ár. JKennsla heyrnardaufra og heyrnarlausra barna Kennsla heyrnleysingja hófst hér á landi árið 1867, þegar sr. Páll Pálsson var skipaður málleysingja- kennari, eins og það var þá kallað. Árið 1909 flutt- ist skólinn til Reykjavíkur og þar hefur hann starf- að síðan, og frá árinu 1962 undir nafninu Heym- leysingjaskóli. f ársbyrjun 1971 flutti skólinn í ný og vistleg húsakynni og allur búnaður var þá endurnýjaður. Það ýtti mjög undir nýbygginguna, að fjöldi heyrn- arskertra nemenda rúmlega tvöfaldaðist haustið 1968 vegna rauðra hunda faraldurs, sem gekk hér árið 1963. f vetur em í skólanum 60 nemendur, þar af 22 í heimavist. Bekkjardeildir eru 11 og er nemenda- fjöldi í bekkjardeild frá 3 og upp í 9. Fastir kennar- ar em 12 og stundakennarar 6. Heyrnarskert börn em skólaskyld frá 4ra ára aldri og til 16 ára aldurs. Eldri nemendur eiga nú einnig kost á kennslu, ýmist í reglulegum deildum eða í nýstofnaðri framhaldsdeild skólans, sem miðar að því að styðja þau í ýmiss konar framhaldsnámi í almenna skólakerfinu. Aðsókn eldri nemenda að þessu nýbyrjaða framhaldsnámskeiði er sívaxandi. Frá árinu 1970 hafa öll börn í skólanum verið rannsökuð af hópi sérfræðinga, þ. e. a. s. tveimur læknum, sálfræðingi og heymarfræðingi. Niður- stöður þessara rannsókna em svo hagnýttar við ákvörðun á námsaðstöðu barnanna og allri skipan skólastarfsins. Þegar rætt er um heyrnarskert börn þarf að hafa í huga, að munurinn á þeim og heyrandi börnum er fyrst og fremst fólginn í því, að hjá heyrnarskerta barninu þroskast ekki mál svo til fyrirhafnarlaust vegna samskipta við fullorðna eins og hjá heyrandi barni. Og þar sem málið er helsti tjáningarmiðill manna, eru öll skipti í boðum og upplýsingum mikl- um erfiðleikum bundin milli þess heymarskerta og umhverfisins. Á meðan málið sem samskiptamiðill er ekki tiltækt hjá hinum heyrnarskerta, er ekki einu sinni unnt að koma til hans haldgóðum upplýsingum um daglegar venjur og siði, hvað þá þeirri „bóklegu þekkingu“, sem er inntak náms í venjulegum skólum. Þess vegna er kennslan í Heyrnleysingjaskólanum að því leyti frábrugðin kennslu í öðmm skólum, að allt starfið miðar að því að kenna nemendum mál, bæta úr málleysi þeirra. Þessi málkennsla hefst þegar hjá 4ra ára börnum og heldur síðan áfram allan skólaferilinn. Lestrar- og skriftarkennsla hefst snemma og er mikill stuðningur við talkennsl- una. Síðan er tekið til við aðrar’ námsgreinar, eftir því sem efni standa til í hverju tilviki, en málið er alltaf aðalatriðið. Heyrnarskerðing nemendanna er að sjálfsögðu mismunandi. Sumir hafa nokkrar heyrnarleifar og flest þeirra eru með heyrnartæki. Auk heyrnartækj- anna eru notuð við kennsluna ýmiss konar hljóð- mögnunartæki, m. a. er magnarakerfi i því nær öll- um stofum. Á síðastliðnu hausti var flutt í ný heimavistar- hús, þrjú talsins á lóð skólans í Fossvogi. Þá var jafn- framt tekin upp sú nýbreytni, að í stað hinnar hefð- bundnu heimavistar var í hverju húsanna mynduð fjölskyldueining. Sjö til átta börn eru í hverju hús- anna, og eru þau á mismunandi aldri. Ein húsmóðir stjómar hverju húsi og annast bömin að öllu leyti utan skólatíma. Allir heimavistarnemendur, sem þess eiga kost, fara heim til sín um helgar, nokkrir dvelja þó hjá ættingjum eða vinum í Reykjavík, en örfáir þurfa að dvelja í heimavistunum einnig um helgar. 22 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.