19. júní


19. júní - 19.06.1974, Side 41

19. júní - 19.06.1974, Side 41
Áður en minnst er á skoðanir kirkjufeðranna á fyrstu öldum eftir Krists burð, er rétt að drepa á nokkur atriði í gamla testamentinu: 12. kafli III. Mósebókar er um sængurkonur. Þar segir meðal ann- ars að kona, sem elur sveinbarn, skuli vera óhrein í 7 daga, og skuli hún halda sig heima í 33 daga á meðan blóðhreinsun stendur, og megi hún á beim i>ma ekki koma í helgidóminn. En kona, sem elur meybarn, er óhrein tvöfallt lengri tima, eða í 1/1 daga og í 66 daga má hún ekki koma í helgidóminn Leifar af þessum sið hafa þekkst hér á landi frani á daga elsta núlifandi fólks, að vísu var ekki gerður eitt stórt í ellefu hundruö ár greinamunur á þvi, hvort meybarn eða sveinbarn hafði fæðst, en móðirin (aðeins gift kona) var leidd i kirkju við hátíðlega athöfn eftir vissan tima frá barnsburði. I 27. kafla III. Mósebókar er talað um heitgjöld og tíundir. Þar er fólk metið eftir kyni og aldri: Karlmenn frá tvítugu til sextugs skal meta á 50 sikla silfurs, en konur á sama aldri á 30 sikla. Fimm til tuttugu ára pilta skal meta á 20 sikla, en stúlkur á 10 sikla. Frá eins mánaðar aldri til fimm ára eru sveinar á 5 sikla, en meyjar á 3. Karlmenn yfir sextugt skulu metnir á 15 sikla, en konur á 10 sigla. Þetta mat minnir dálítið á starfsmat og launagreiðsl- ur nú á tímum, ef frá er skilið síðasta atriðið, hversu mjög karlmenn lækka í mati eftir sextugt. Kenning Páls postula: „Konur skulu þegja á safn- aðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lög- málið segir. En ef þær vilja fræðast um eittlivað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima.“ (Kor. 14.34.), hefir mörgum verið harla kærkomin, nema kannske síðari setningin. Hins vegar er ekki oft minnst á þessi orð Páls: „Hér er ekki gyðingur eða griskur, hér er ekki þræll né frjáls maður, hér er ekki karl né kona, því að þér eruð allir einn maður í samfélaginu við Krist Jesúm (Gal. 3.28.). Kirkjufeður og heilagir munkar, sem var bannað allt samneyti við konur, töldu þær vera komnar frá djöflinum til þess að freista þeirra til „syndsamlegs“ lifernis. Skoðanir þessara „heilögu“ manna hafa haft meiri og óheillavænlegri áhrif á lif manna á Vesturlöndum, einkum og sérílagi á líf kvenna, en nokkurn tíma verður unnt að sanna. Til dæmis sagði heilagur Jóhannes frá Antiochiu, að „konan væri óhjákvæmilegt böl, náttúruleg freisting, dulbúin skínandi yndisþokka, en þar sem hún væri sköpuð úr bognu rifbeini, héldi það áfram að vera bogið í sál hennar.“ Heilagur Jóhannes er þó að sínu leyti skárri en ýmsir aðrir heilagir einlífismenn. Þeir sögðu að konur liefðu enga sál. Það mál var tekið til umræðu á einu frægu kirkjuþingi (í Nicea árið 325 e. Kr.). Um það bil hálfri þriðju öld síðar lagði biskup einn fram á öðru kirkjuþingi (í Macon 585 e. Kr.) spurningu til umra'ðu um það, hvort telja mætti konur til mannkynsins. Atkvæði féllu reynd- ar konum í vil með eins atkvæðis mun, eftir þriggja daga harðar umræður. (Heimild mín um spekingana og kirkjufeðurna: Fra mannsamfunn til menneske- samfunn eftir Margrete Bonnevie.) Þegar helgar þýðingar á ritum kirkjufeðra fóni að berast til Islands og annarra Norðurlanda með þessum austurlensku og suðurlensku lífsskoðunum, sem voru að vísu allframandi frjálslyndum norræn- um mönnum, fór varla hjá því að réttindum kvenna færi hrakandi. Og ekki bættu siðaskiptin um. Enda Jiótt Marteinn Lúther teldi það enga dyggð að lifa einlifi, áleit hann, að konur væru fyrst og fremst til þess að fæða börn, og að það væri konum fyrir bestu að vera sem heimskastar, og annað var eftir því lijá honum í garð kvenna. öldum saman hafa menn þannig drukkið í sig þessar og þvílíkar skoðanir. Þrátt fyrir ötula baráttu kvenna og margra mætra karlmanna um langt skeið, hefir árangurinn orðið minni en við hefði mátt búast. Vissulega hafa verið gerðar margar og miklar breytingar á löggjöf flestra landa, en hugarfars- og lífsvenjubreytingar hafa ekki orðið að sama skapi. Það sést meðal annars glögglega á þvi, hvaða orð menn taka sér í munn, bæði konur og karlar, er þeir fyrirvaralaust láta í ljós skoðanir 19. junÍ 39

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.