19. júní - 19.06.1974, Side 42
sínar. öðru máli gegnir auðvitað um hátíðlegar ræð-
ur og yfirlýsingar, sem samdar eru í næði í anda
jafnréttis og mannréttinda á 20. öld.
Hér koma dæmi úr daglegu lífi fyrr og nú. Þau
gefa dálitla hugmynd um gamlar og nýjar skoðanir
um hlutverk og stöðu kvenna í þjóðlífinu.
Góð er meðh jálpiu
Til skamms tíma hefir verið í sálmabók íslensku
þjóðkirkjunnar hjónavígslusálmur, sem í eru þessi
orð: „Konan — kvað hann — mild í lyndi manns-
ins yndi og meðhjálp veri.“ (Nr. 605).
Algeng setning í eftirmælagreinum: „Hún hjó
manni sínum ágætt heimili og fæddi honum mann-
vænleg böm.“ Hún var með öðmm orðum góð
meðhjálp, og svo er ekki örgrannt um að skoðanir
spekinga fornaldarinnar gægist þarna fram.
Úr hlaðaviðtali: „Þegar ég gifti mig, var konan
mín mesta stoðin við búskapinn", og hann kvaðst
vera henni þakklátur, en auðsýnilega hafði það
ekki hvarflað að honum, að hann væri henni álíka
stoð við sameiginlegan búskap þeirra, sem þau byrj-
uðu með tvær hendur tómar. Hann hefir áreiðanlega
ekki spurt konu sína álits á þvi, hvort skrá ætti bú-
ið á nöfn hjónanna beggja, svo að tryggja mætti
jafnrétti um eignarrétt.
Karlniaður plús . . . ?
Algeng utanáskrift á bréf og jólakort: Herra Jón
Jónsson og frú.
Á framtalseiðublaðinu stendur: Nafri framtelj-
anda, og tveim linum neðar: Nafn eiginkonu.
Á álagningaseðli og gjaldheimtuseðli fyrirfinnst
nafn eiginkonu ekki, aðeins nafn skattgreiðanda.
Giftar konur eru ekki skattþegnar (þó samábyrgar).
Sérréttindi giftra kvenna kalla sumir það að falla
út af skattskrá við giftingu.
í fréttum sést stundum: Jón Jónsson forstjóri og
frú gáfu stórgjöf til . . .
Fyrirsögn í fréttum árið 1962: Poul Reumert og
frú á fjölum Þjóðleikhússins. Nafn önnu Borg kom
þó fram í sjálfri fréttinni.
I fréttum af veislum, er erlendir þjóðhöfðingjar
heimsækja Island, eru gestir taldir upp: N. N. ráð-
herra og frú, N. N. skrifstofustjóri og frú (ef skrif-
stofustjórinn er kona, stendur ekki N. N. skrifstofu-
stjóri og herra).
Á eyðublöðum Sjúkrasamlags Reykjavíkur um
beiðni um samlagslækni á að koma í efstu línu nafn
og þá nafn eiginkonu, og síðan heimilisfang. Neðst
er svo lina fyrir undirskrift. Oftast fer eiginkonan í
umsóknarleiðangurinn, og væri því rétt, þar sem
jafnrétti á að heita hjá sjúkrasamlaginu, að í annarri
línu stæði nafn maka, svo að konan geti skrifað und-
ir beiðnina á eðlilegan hátt (að vísu er ekki farið
fram á, að hún komi með umboð frá eiginmann-
inum).
Það er hægt að safna saman fjölda eyðublaða, þar
sem réttindi kvenna, þau er þær hafa að lögum,
eru fyrir borð borin.
Að hafa þjónustu til þess að geta
þjónað hugsjónum sínum
tJr eftirmælagrein: „Á meðan þau voru ung og
launin voru lág, hefði NN reynst mjög erfitt, ef
ekki ókleift, að þjóna hugsjónum sínum, ef kona
hans hefði ekki skilið rækilega þörf þess, að góður
starfsmaður legði slíkum málum lið, og ennfremur,
að honum sjálfum væri það andleg nauðsyn að fórna
starfi til framgangs því, sem hann taldi til almennra
heilla.“
Lífshamingja karla
I viðtali í útvarpinu fyrir nokkrum árum var spurt:
„Telur þú, að það sé mikilsvert fyrir lífshamingju
karlmanns að geta stundað þau störf, sem honum
eru hjartfólgin?“
Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sagði:
„Hamingja karlmannsins heitir: ég vil, en konunnar:
hann mll.“
Fyrirmyndarhjónahand
I eftirmælagrein var farið mörgum fögrum orðum
um það. hversu hjónaband umræddra hjóna hafi
verið farsælt og til mikillar fyrirmyndar, Frænka,
sem um árabil hafði verið á heimilinu, var spurð
hvort þetta væri rétt. Hún svaraði og sagði: „Hún
andmælti manninum sínum aldrei, en hún grét oft
í einrúmi.” Hamingja hennar hefir sennilega ekki
verið fólgin í því, sem hann vildi.
Lífshamingja kvenna?
tJr eftirmælum: „Hún var manni síntrm hinn full-
komnasti lífsförunautur. Allt líf hennar var vígt
hljóðlátri umönnun við eiginmann, börn og heimili.
Hún leit ekki á heimilisstörf sín sem vanþakklátt
skylduverk, heldur sem helga athöfn í musteri mann-
lífsins. Engin athöfn jafnast á við að vera góð hús-
40
19. JÚNÍ