19. júní


19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1974, Blaðsíða 48
lék Lára undir við kvikmyndasýningar í Gamla biói, svo sem tíðkaðist á tímum })öglu myndanna. Lára tók mikinn þátt í félagsstarfi, og hófst það þegar á æsku- árunum vestur á ísafirði. Hún var ártnn saman í K.R.F.Í. og mjög mikið starf- aði hún í Rebekkustúku Oddfellowa og hafði þar formennsku á hendi. Mörg ár var hún formaður í stjórn Landsspítala- sjóðs og að fleiri mannúðar- og líknar- málum vann hún svo sem t. d. málefn- um blindra. —- Lára var gift Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra, hinum þekkta brautryðjanda á sviði raforkumála hér á landi. Félagslyndi eiginkonunnar náði í rikum mæli til þess er snerti félagskap stéttar hans. Þau eignuðust 5 börn. Lilja Magnúsdóttir var fædd 6. febrú- ar 1898 vestur í Dölum, dáin 9. desem- ber 1972 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helga Gísladóttir og Magnús Krist- jánsson bóndi í Snóksdal. Lilja ólst að mestu upp hjá vandalausum, en naut þó góðs atlætis og umhyggju. Ung að aldri réðst hún til læknishjónanna á Hvammstanga, Ólafs Gunnarssonar og Rögnu Gunnarsdóttur. Batt hún við þá fjölskyldu ævilanga vináttu. Henni mun í fyrstu einkum hafa verið ætlað það starf að gæta barnanna á heimilinu og kom það raunar mikið í hennar hlut öll árin, sem hún var þar, enda hafði Lilja einstakt lag á börnum og sýndi þeim óvenjulegt ástriki. Var þetta svo ætíð bæði gagvart hennar eigin hörn- um og öðrum. Lilja var fróðleiksfús, og þótt hún ætti ekki kost á skólagöngu, aflaði hún sér dágóðrar þekkingar með lestri góðra bóka og mun hafa verið allfróð um bókmenntir Islendinga bæði fornar og nýjar. Iálja var árum saman félagi í K.R.F.I. -— Lilja var gift Guð- mundi Finnbogasyni járnsmið. Þau bjuggu allan sinn búskap i Reykjavík. Þau eignuðust 6 börn. Margrét G. Breiðpjörð var fædd í Reykjavik 25. júni 1903, dáin í Reykja- vík 6. september 1973. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigriður Benediktsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson prentari, en hann var einn af stofnendum prentsmiðj- unnar Gutenberg. Á unga aldri var Morgrét i skóla i Haslev i Danmörku. Hún hóf störf í prentsmiðjunni Guten- berg þegar sem unglingur, en hætti þar um skeið, er hún giftist. Hún missti mann sinn i sjóslysi eftir aðeins 6 ára hjónaband. Litlu síðar fór Margrét aft- ur að vinna í prentsmiðjunni í nokkur ár. Siðan hóf hún að starfa á skrifstofu fyrirtækisins og vann þar við miklar vinsældir árum saman, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir litlu fyrir dauða sinn. Auk þess, sem Margrét var í K.R.F.Í. starfaði hún að sjálfsögðu í stéttarfélagi sínu. Hún var einnig mik- ill áhugamaður um íþróttir og var í l.R. Hún var í fimleikaflokki hins ágæta iþróttakennara Björns Jakobssonar. Þetta var fyrsti fimleikaflokkur íslenskra kvenna, sem fór í sýningarferð til út- landa, en það var árið 1927. Flokkurinn sýndi bæði i Noregi og Svíþjóð og þótti takast ágætlega vel. — Margrét var gift Sigurði J. Breiðfjörð stýrimanni. Þau eignuðust 3 börn. Sigríður Einars frá Munaðarnesi var fædd í Hlöðutúni í Stafholtstungum 14. október 1893, dáin 10. júlí 1973 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Málfríður Björnsdóttir og Einar Hjálmsson bóndi, lengst í Munaðarnesi í Stafholtstungum og við þann bæ kenndi Sigríður sig jafn- an. Ung fór Sigríður til Guðmundar Björnssonar móðurbróður sins, sýslu- manns á Patreksfirði, og vann hjá hon- um skrifstofustörf. Eigi hafði hún fengið tækifæri til skólagöngu, en þessi frændi hennar mun hafa kennt henni margt, sem kom sér vel síðar á ævinni. Sigriður dvaldi um skeið i Þýskalandi og varð góð i þýsku. Lengst ævinnar átti hún heima í Reykjavik og vann fyrir sér með ýmsum störfum. Stundum stundaði hún saumaskap, var einnig matráðskona við mötuneyti, en samhliða þessu fékkst hún við ritstörf og varð þekktur rithöf- undur. Komu út eftir hana fjórar ljóða- bækur, einnig lauk hún við að þýða Kalevala-kvæðin, sem Karl Isfeld var að þýða, en hafði ekki lokið við þegar hann andaðist. Sigriður var árum sam- an í K.R.F.l. og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hún var t. d. um skeið i ritnefnd 19. júní, og geymir þetta rit bæði ljóð og annað efni eftir hana. Einn- ig vann hún nokkur ár á skrifstofu fé- lagsins. Sigriður hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og starfaði að áhugamálum sinum meðan kraftar entust. — Sigríður og Karl Isfeld rithöfundur eignuðust einn son. Soppía Jakobsen var fædd í Reykjavík 13. desember 1888, dáin 28. april 1973 í Reykjavik. Fereldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Helgi Helgason smiður og tónskáld. Soffía fór ung til Ameríku og dvaldi þar um tíma og vann fyrir sér við verslunarstörf og mun þá hafa aflað sér haldgóðrar þekkingar á þvi sviði. Eftir heimkomuna réðst hún til starfa hjá verslun Egils Jakobsen. Tveimur árum síðar giftist Soffia eiganda verslunarinnar Agli Jak- obsen. Hann lést, er þau höfðu verið tíu ár í hjónabandi. Eftir dauða hans rak Soffía verslunina af miklum iugn- aði. Hún naut mikillar virðingar innan stéttar sinnar, og var einn af stofnendum kaupmannasamtakanna. Soffía lét einnig stjórnmál til sín taka. Hún var mörg ár í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar og starfaði þar mikið. Hún var árum saman í K.R.F.l. Systurdóttir Soffíu, Lillian Teitsson, sem kom ung heim frá Ameríku, var henni mikil stoð í umsvifamiklu starfi, enda voru þær hvor annari sem móðir og dóttir. — Hjónin Soffia og Egill Jakobsen eign- uðust tvo syni. Valgerdur Björg Björnsdóttir var fædd 24. maí 1899 að Grund í Svarfað- ardal, dáin 27. janúar 1974 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Lilja Dan- ielsdóttir og Björn Zóphonías Sigfússon bóndi og sjómaður. Valgerður sá aldrei föður sinn, þvi að hann lést af sjóslysi áður en hún fæddist. Hún ólst upp með móður sinni og frændfólki. Móðir henn- ar giftist aftur norskum manni Edvard Sólnes að nafni. Reyndist hann Valgerði góður stjúpfaðir meðan hans naut við, en hann andaðist einnig löngu fyrir ald- ur fram. Valgerður fór i æsku til máms i Noregi á lýðháskólann í Voss, og einn- ig gekk hún á bókhaldsnámskeið i Berg- en. Eftir að hún kom heim gerðist Valgerður bankaritari á Akureyri um árabil, eða þar til hún giftist Hannesi Guðmundssyni lækni í Reykjavik, syni Guðmundar Hannessonar prófessors. Þau stofnuðu heimili sitt að Hverfisgötu 12 húsi Guðmundar prófessors og dvaldi hann þar hjá syni og tengdadóttur til dauðadags. Eftir að Valgerður giftist var starfsvettvarigur hennarmestmegnis inn- an veggja heimilisins. Maður hennar, Hannes læknir, lést á besta nldri og kom þá að sjálfsögðu að mestu í hennar hlut að vera börnum þeirra stoð og stytta við nám þeirra. — Valgerður og Hann- es læknir eignuðust 4 börn. Guð blessi minningu allra þessara mætu félaga. G. H. 19. JÚNÍ 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.