19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 38

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 38
fjöldi feðra sem taka fæðingarorlof vex jafnt og þétt. Áður en skipuleg feðra- fræðsla hófst í Upplands Vasby tóku 25 % feðranna orlof í 32 daga að jafnaði. Núna er talan komin upp í 63% feðra sem taka 54 daga. Góöir feöur - hæfarí starfsmenn Göran var spurður að því hverjir það væru sem sæktu feðrafræðslu til hans, hvort það væru bara innfæddir Svíar eða hvort innflytjendur væru þar á meðal. Hann svaraði því að í fyrstu hefðu það verið Svíar, en síðan hefði hóparnir blandast meir og meir. Það eru karlmenn með ólíkan bakgrunn, stéttarlegan, menn- ingarlegan og trúarlegan sem vilja undir- búa sig og fræðast um föðurhlutverkið. Karlmenn sem langar til þess að verða góðir feður. Og þeir eru býsna margir þegar að er gáð. Gott samband við barn sitt byggir mað- ur aðeins upp á löngum tíma. Með því að vera samvistum við barnið frá unga aldri og undir alls kyns kringumstæðum. Það er ekki nóg að skemmta sér saman urn helgar, heldur þarf einnig að láta sér leið- ast saman. Deila hversdeginum. Það er bara vitleysa að tala um að „gæði sam- vistanna“ skipti mestu máli. Það er magnið sem máli skiptir. Aðeins með samvistum við karlmenn fá börn heillega mynd af því hvernig karl- maður er og hvað karlmennska er. Og nú líta stjórnendur stórfyrirtækja á borð við Volvo svo á að karlmenn sem hafa tekið fæðingarorlof séu betri yfir- rnenn en aðrir. Þeir eiga auðveldara með að umgangast fólk, þeir eru hæfari starfs- menn. 100 feörafræöarar Göran Wimmerström sagði að lokum að á þeim fjórum árum sem feðrafræðsla hefði verið veitt í Upplands Vásby hefði ýmsum vandamálum fækkað í bænum. Skilnuðum hefði fækkað og minna væri um ofbeldisverk. Tilraunin hefði verið talin gefa svo góða raun að nú hefði hann fengið það hlutverk að mennta eitt hund- rað pabbafræðara sem ættu að mynda feðrafræðslustöðvar í öllum héruðum Sví- þjóðar. Þá daga sem Göran Wimmerström dvaldi á íslandi hélt hann fjölda fyrirlestra í líkingu við þann sem hér er sagt frá með all kyns hópum fagfólks sem fæst við af- leiðingar ofbeldis: hjúkrunarfólki, lækn- um, félagsfræðingum, tryggingarfræðing- um og jafnréttisfræðingum. Það er því ekki ólíklegt að hugmynda hans eigi eftir að gæta eitthvað í meðferð ofbeldisvanda- málsins hér á landi og satt að segja lítur sú sem þetta skrifar bjartari augum til fram- tíðarinnar eftir en áður. Ofbeldi er vanda- mál sem hægt er að fást við með fyrir- byggjandi aðgerðum. Ofbeldismenn eru ekki upp til hópa óforbetranlegir og ólæknandi. Þeir eru flestir efni í betri menn. Jólagjöfin ✓ / i ar Viðhorfsbreytingabolir (M,L, XL), innkaupapokar og svuntur með áletrunum Arib 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt... / 1 dag eru konur á íslandi: 50% 50% 50% ÞJQÐARINNAR KJOSENQA FRAMBJOÐENDA 25% ÞINGMANNA 10% RAÐHERRA Vilt þ bíöa í önnur 80 ár? ... ekki ég! Ég vil vibhorfsbreytingu nuna! Pantib í síma: 5516156 eöa 5622555 38

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.