19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 5

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 5
ritstjóraspistill Kæri lesandi, til hamingju með 90 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna! Það er svo sannarlega margs að ^innast í íslenskri kvenréttindabar- áttu á þessu ári enda hefur árið 2005 verið kallað „Kvennaárið“ mikla. Fjöl- •ttarga viðburði íslenskrar kvennasögu toá rifja upp á þessu afmælisári. Má þar helst minnast þess að 90 ár eru liðin frá því konur fengu kosninga- rétt í þingkosningum og kjörgengi til þings. 35 ár eru liðin frá því Rauðsokkur fönguðu andrúmsloft samfélagslegra nreytinga og kröfðust kynjajafnréttis >neð áður óþekktum aðferðum. 30 ár eru liðin frá því konur lögðu niður störf og skunduðu á baráttufund svo þjóðfélagið gerði sér betur grein fyrir vinnuframlagi þeirra 25 ár eru síðan Vigdís Finnbogadótt- lr varð fyrsta konan í heiminum sem Varð þjóðkjörin forseti. Fjölmargra atburða er hægt að Jninnast að auki en þessum verður gert nátt undir höfði í 54. árgangi 19. júní sem kemur fyrir sjónir ykkar nú. Blaðið hefur verið gefið út af Kven- véttindafélagi Islands nánast óslitið frá árinu 1951.1 ár eru 120 ár frá því Bríet Bjarnhéðinsdóttir birti opinberlega sína fyrstu blaðagrein í Fjallkonunni. Það voru fyrstu blaðaskrif konu á ís- iandi. Að sjálfsögðu fjallaði grein henn- ^r um kvenréttindi. Bríet átti frum- ^væðið að stofnun Kvenréttindafélags- ^ns árið 1907 og starfaði með félaginu m dauðadags. Um leið og við minnumst allra áfang- anna í sögu kvenréttinda á íslandi legg til að við hugsum hlýtt til þeirra "Venna sem lögðu allt sitt í að stíga iram á sjónarsviðið og krefjast þess að á þær væri hlustað. Þessar konur tóku djörf skref með áræðni og hugrekki í farteskinu og einhvem óútskýrðan kraft innanbrjósts. Það leikur um þær einhver ljómi og maður fyllist sjálfur krafti þegar lesið er um baráttug- leðina. En ég veit að barátta er ekki umlukt Ijóma og sælu. Ekki hefur alltaf verið skilningur á réttindabaráttu kvenna, hvorki opin- berlega né heima fyrir. Margar þeirra hugrökku kvenna sem stóðu fremst í sjálfsagðri mannréttindabaráttu að okkur finnst, baráttunni fyrir kosn- ingarétti, þurftu alltaf að gera hlé á fundahöldum í hádeginu, því konur voru giftar og þurftu að gefa mönnum sínum að borða... En skapið kom þeim áfram því það er nú einu sinni svo að fólk með skap- festu, og trú á skoðanir sínar nær oft- ast sínum kröfum fram. Sú staðreynd liggur mjög ljós fyrir hjá 14 ára kvenréttindakonunni Brypju Halldórsdóttur sem segir í við- tali við 19. júní að ungt fólk með skoð- anir eigi oftast skoðanafasta foreldra sem miðli því áfram til barna sinna. Hún vill líka að foreldrar fái fræðslu um hvemig ala á upp börn á jafnréttis- grundvelli Sigurveig Guðmundsdóttir, elsti feministi landsins eftir því sem ég best veit, var sex ára gömul þegar ungar jafnöldrur hennar héldu á fánum og voru í fínu kjólunum sínum þegar kon- ur fögnuðu kosningaréttinum á Aust- ui-velli og víðar um land. Hún er lifandi vitni um það hvernig foreldrar geta mótað feril barna sinna. Vegna framúr- stefnulegra hugmynda föður síns lærði hún meira en vaninn var á meðal stúlk- na á hennar aldri og sjálf miðlaði hún kvenréttindahugsjónum sínum til dætra sinna sem vom virkar í Úunum, ungliðahreyfingu Kvenréttindafélags- ins. Fjölskyldulífið er mörgum efst í huga í 19. júní þetta árið og þá helst samræming fjölskyldulífs og vinnu. Konur í viðskiptum vilja breyta við- horfi þeirra sem stjóma fyrirtækjum og um leið íslenskri vinnumenningu sem gerir, að þeirra mati ósanngjarnar kröfur til kvenna sem eiga erfiðara með að taka þátt í þeim hraða sem ein- kennir íslenskt atvinnulíf. Þetta er líka málefni karla eins og Gísli Hrafn Atlason bendir á. Hann vill sjá miklu fleiri karla stíga fram og taka þátt í jafnréttisumræðunni, því hún komi þeim, og ekki síst fjölskyldum þeirra, við. Erna Kaaber segist líka vilja meiri umhyggju fyrir fjölskyld- unni í jafnréttisumræðuna. Við emm jú öll fyrirmyndir næstu kynslóðar og fyrirmyndir koma mikið við sögu í blaðinu. Jafnréttisbarátta byggist alltaf á fyrirmyndum sama hvaða jafnrétti er verið að berjast fyr- ir. Konur sem ruddu leiðina fyrir okk- ur sem á eftir komum voru svo sannar- lega góðar fyrirmyndir. Mikið þakklæti eiga þær konur inni hjá okkur sem stigu fram og kröfðust réttar síns. Þær börðust fyrir því að lit- ið væri á þær sem jafninga í samfélag- inu. Munum að það er ekki sjálfgefið að kjósa, bjóða sig fram til þings eða taka inn pilluna. Það er heldur ekki sjálfgef- ið að fá sömu laun og sá sem situr við hliðina á þér. Eg vona að þið, kæru lesendur, njót- ið lestrarins og umfram allt njótið dagsins í dag! Rósa Björk Brynjólfsdóttir 5

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.