19. júní


19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 35

19. júní - 19.06.2005, Blaðsíða 35
jafnrétti í landbúnaði Sigríður sitjandi í Bændahöllinnl, Hótel Sögu Urí' innan Bændasamtakanna, yngri karlar hafa meiri skilning en þeir eldri.“ Opinberfa kerfið ekki hliðhollt konum í landbúnaði En þótt Sigríður sé bjartsýn á breyt- lngu til batnaðar, sýna núverandi tölur Urt' þátttöku og skiptingu kynjanna lnr'an íslensks landbúnaðar að veru- lega vantar upp á að jafnrétti náist og p'einileg þörf á grasrótarhreyfingu penna á borð við Lifandi landbúnað. Á siðasta Búnaðarþingi voru til að mynda aðeins 9 konur af 49 þingmönnum og u.r það hæsta hlutfall kvenna hingað til. Á síðasta ári voru konur aðeins 16% Peirra sem eru í föstum nefndum ráð- Um og stjórnum sem Bændasamtökin Wlnefna í. Annað og öllu alvarlegra fyr- lr konur í landbúnaði er að hið opin- bera kerfi mismunar kynjunum sem vanalega starfa hlið við hlið í landbún- aði. >,Það er ekki hægt að fá kennitölu JVrir bú óháð kennitölu eigenda nema Það sé einkahlutafélag. Þar af leiðir að greiðslumarkið er skráð á kennitölu annars aðilans sem í flestum tilfellum er karlinn. Árið 2004 voru viðtakendur beingreiðslna í mjólk 8% konur og 9% Sameiginlegt (félagsbú) og afgangur- jnn er skráður á karla. Eitt dæmi um nvernig svona fyrirkomulag kemur niður á búrekstri er ef hjón reka bú saman og karlinn verður veikur. Hún rekur búið áfram og allt er skráð á Jýanninn eins og áður. Hann fellur svo ,á en þá getur hún ekki rekið búið afram á þeirri kennitölu sem búið er skráð á og verður að gjöra svo vel og skrá búið sitt upp á nýtt og fá ríýtt virðisaukanúmer og nýja kennitölu. Fyrir nokkrum árum var til jafnréttis- nefnd sem barðist fyrir því að fá eina kennitölu fyrir hvert býli en það gekk ekki í gegn. Nú hefur þessi umræða komið upp en hvorki gengur né rekur.“ Nefnd á vegum Byggðastofnunar kannaði meðal annars eignarhald kvenna í landbúnaði á síðasta ári. Þar kemur fram að stór hluti búreksturs, eða 63%, er skráður á karlinn. Sigríður segir að af því að kerfið bjóði bara upp á að einn geti verið skráður fyrir eign- um geti þessi tala verið blekkjandi. „Eg vil sjá að báðir aðilar verði skráðir sem þinglýstir eigendur að fasteigninni og búinu,“ segir Sigríður staðföst og heldur áfram: „Annað er í sambandi við gæðastýringu í sauðfjárrækt. Tök- um dæmi af okkur hjónunum hér; við rekum kúabú og erum með nokkrar kindur. Við ákváðum að taka þátt í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Eg fór á námskeiðið og sótti um gæðastýringu í mínu nafni hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. Bréfið sem kom til baka með til- kynningu um að við hefðum fengið gæðastýringu var stílað á eiginmann- inn en ekki mig! Ástæðan er sú, senni- lega, að hann er skráður fyrir greiðslu- markinu í mjólkinni og hann er skráð- ur fyrir búinu! Eg veit um sambýlisfólk sem barðist hart fyrir því að fá hluta greiðslumarksins skráðan á konuna. Það gekk að lokum. Þetta er undarlegt þar sem systkini geta til að mynda ver- ið bæði skráð fyrir greiðslumarki á sama búi.“ Sigríður bætir því við að greiðslumarkið sé gefið út af landbún- aðarráðuneytinu en þar á bæ sé ekki að finna neina jafnréttisáætlun. „Þrátt fyrir það er landbúnaðarráðherra helsti stuðningsmaður Lifandi land- búnaðar.“ Nóg af kvenkyns sérfræðingum innan landbúnaðarins Sigríður segir að jafnréttisáætlun hafi verið lögð fyrir Búnaðarþing í fyrsta skipti á þessu ári og vonast er eftir því að unnið verði eftir henni í framtíðinni. Jafnréttisnefnd barst vegna áætlunarinnar yfirlit yfir starfs- fólk á vegum Bændasamtaka íslands. Þá kom í ljós að verulega hallar þar á hlut kvenna. Á skrifstofunni eru 6 yfir- stjórnendur. Þar af er ein kona sem er sviðstjóri. Landsráðunautar eru 15 að tölu, allt karlar. Á nautastöðinni eru 3 karlar og ein kona. Aðrir sérfræðingar sem starfa fyrir Bændasamtökin eru 17 að tölu, 12 karlar og 5 konur. Af skrifstofufólki samtakanna er 1 karl. Hann er skrifstofustjóri en 11 konur starfa undir honum og í ræstingu og í eldhúsi eru 4 konur.“ Sigríður segist hafa verið undrandi á þessum tölum því nóg sé af frambærilegum kvenkyns sérfræðingum innan landbúnaðarins. Hún heldur sig áfram við tölulegar staðreyndir íslensks landbúnaðar og segir frá því að árið 2003 hafi jafnrétt- isnefnd landbúnaðarins gert könnun meðal bænda sjálfra. „Við vildum fá að vita hverjir kölluðu sig bændur og samkvæmt þeirri könnun eru 4.152 einstaklingar í landbúnaði. Karlar eru 2.714 en konur 1.438. Það gerir um það bil 65% karlar og 35% konur. Konur sem vinna annars staðar meðfram bú- störfum kalla sig ekki bændur og reikna sér ekki laun af búinu. Það er hugsanlegt að fleiri konur taki þátt í störfunum heima fyrir en kalli sig eftir þeim störfum sem þær gegna annars." Jafnréttismál í landbúnaði oft höfð í flimtingum Sigríður bendir á að til sveita sé hús- móðurhlutverkið líka vanmetið því þar sinni konur almennt bústörfum með húsmóðurhlutverkinu ásamt því að margar starfi að hluta utan búsins. Allt geti þetta verið ansi strembið á álags- tímum eins og í sauðburði og heyskap. „Eitt er það þó sem fer í mínar fínustu og er tilætlunarsemi við húsmóðurina. Það er þegar fengnir eru verktakar við vinnu við útihúsabyggingu og annað. Þá er ætlast til að þeim sé gefinn mat: ur sem húsmóðirin á að framreiða. I flestum tilfellum er ekki greitt fyrir þessa þjónustu og kemur hún aðallega niður á húsmæðrum til sveita. Þegar rætt er um þessi mál segja konur að þetta hafi alltaf verið svona. Okkur ber ekki skylda til að veita þessa þjónustu, verktakinn á að sjá sínum mönnum fyrir fæði og getur samið um það við viðkomandi bændur! Ekki dettur nokkrum manni í hug í þéttbýli að ætl- ast til þess að viðkomandi verktaki fái mat.“ Þegar Sigríður er spurð að lokum hvernig henni þyki að vinna að jafn- réttismálum innan landbúnaðarins, svarar hún því til að það sé alltaf af- skaplega erfitt starf að vinna að jafn- rétti í karlasamfélagi og þessi mál oft höfð í flimtingum. „En þrátt fyrir það hefur mitt starf innan Bændasamtak- anna snúist meira og minna um jafn- réttismál, því ég skorast ekki undan verkum sem ég er beðin um að inna af hendi. Þetta gengur mjög hægt en samt finnst mér þetta vera að ganga. Góðir hlutir gerast jú hægt,“ segir Sig- ríður ákveðið en yfírvegað. eftir Rósa Björk Brynjólfsdóttir 35

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.